>

ævintýri...

mánudagur, september 30, 2002:

hm, Diljá er sennilega orðin offisíallí fyrsta manneskjan til að heimsækja bloggið mitt. Svo hitti ég hana á msn og hún ben+ti mér mjög kurteislega á að hún geti kannski kennt mér eitthvað á bloggið.......það er gott að eiga góðar perluvinkonur.........

maria // 4:22 e.h.
______________________

fimmtudagur, september 26, 2002:

Jæja, búin í tíma og komin heim á hlöðuna......... svona rétt til að athuga stöðuna hahahahahaha alveg brjálæðislega fyndið!!!!!!!!! Ég var í tíma hjá Skúla Magnússyni sem eins og svo oft áður reytti af sér brandarana -verst að ég heyrði þá líka í fyrra. Þetta hljómar örugglega ferskara þegar kemur að tímum sem ég mætti ekki í í fyrra, can't wait, maðurinn er fokking efni í fyndnasta mann íslands.......

maria // 4:36 e.h.
______________________

miðvikudagur, september 25, 2002:

það er ofsagott að skrifa hérna. Það er bara bláköld staðreynd. Ég þarf samt bara að fara að gera þetta eitthvað tæknilegra hjá mér...... bið kannski Diljá um að taka mig í blogg 101 tíma......
Ég er samt nett að mygla á kröfurétti, þetta er bara leiðinlegasta fag í heiminum. Ég verð að fara í gegn núna, ég get ekki farið í gegnum þennan ógeðslega kröfurétt aftur. Þá geri ég bara netta skaðabótakröfu á sjálfa mig (Agnes er sú eina í heiminum sem brosir útí annað yfir þessum brandara - I am a verrí sad person)

maria // 4:09 e.h.
______________________

fimmtudagur, september 19, 2002:

ég sé það bara betur og betur að þjóðarbóklaðan er staður dauðans. Þó að þetta sé besti hösslstaður í heimi þá skiptir það mig ekki lengur máli cos I´m not on the loose. Það sem skiptir mig máli hérna er internetið -sem var ekkert sérstaklega góður vinur minn fyrir. En hérna á stað dauðans er bara dauðans að komast á fokking internetið. Katrín rannsóknarkona er búin að komast að því að það er útaf því að það eru of fáir sendar og ekki nógu stórt kerfi til að sinna öllum þessum tæknivæddu háskólanemum. Þá segi ég bara OG SO WHAT??? FIX IT NOW!!! Afleiðingarnar af þessu eru hræðilegar. Núna til dæmis sit ég úti á miðju gólfi bara til að getað skrifað þessi orð -og allir horfa á mig eins og ég sé skrýtnari en ég á skilið............ og það er bara ekkert gaman! Auk þess sjá allir að ég er á netinu og fatta þar af leiðandi að ég er ekki jafn dugleg og þau. Ég hef í ljós þessa rosalega pirrings mínum á þessu skítakerfi sem neyðir mann út á mitt gólf og gerir það að verkum að mér verður strítt (vá hvað þetta er löng setning....) ákveðið að gerast gagnvirkur neytandi og kvarta. Ég (þar að segja ef ég kemst inn á netið aftur hérna!!) ætla að senda þessu mönnum á reiknistofnun e-póst og kvarta. Og hana nú. ( fyrir mér er þetta stórt skref, ég kvarta yfirleitt ekki.)

Ég elska tæknina þó henni þyki ég ekkert spes, auk þess finnst mér fartölvur næstum eins og gleraugu -maður verður gáfumannalegri þegar maður gengur með gleraugu............. og fartölvur!

Best að fara að læra. Hlutrænar ábyrgðarleysiskenningar eru fjórar........


maria // 7:05 e.h.
______________________

miðvikudagur, september 18, 2002:

Heyrðu, haldiði að gaurinn við hliðina á mér
(sem er búinn að vera sofandi síðan ég kom og ég vakti til að hjálpa mér) hafi ekki bara sýnt mér hvað maður á að ýta á -post & publish. Ég er nú meiri fávitinn............
Ég veit líka um gaur sem gæti verið fáviti - manneskjan á bak við hroki.blogspot.com er annað hvort að grínast ( og ef svo er veit ég ekki alveg hvort ég á að hlæja eða gráta...) er algjör fáviti (það getur samt ekki verið, það er ekki hægt að vera svona mikið fífl) eða að fá þvílíka útrás fyrir einstaklega bældar tilfinningar. Ég hallast að nr 1 ........eða kannski 3 er ekki alveg viss...........
Best að fara í tíma
- spörkum í Bush

maria // 11:05 f.h.
______________________

Vá hvað ég er brjáluð. Ég er greinilega ekki hæfur netverji vegna þess að ég er búin að skrifa fullt og helling hérna og fer svo að skoða síðuna og þá stendur bara ekkert þar. Mí nó komprendei. Allavegna, ég verð að fá einhvern hérna á bókhlöðu dauðans til að hjálpa mér - þetta er ekki hægt!!!!

Frjáls Palestína

maria // 11:01 f.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives