ævintýri...
fimmtudagur, október 24, 2002:
hm, dagarnir líða svo óskaplega hratt. Ég er ennþá ekki búin að gera allt sem ég ætlaði að gera á mánudaginn! Ég skil bara ekki hvernig stendur á því að það er komið fimmtudagskvöld. Grínlaust. Og á morgun er réttarsaga - og ég hef ekki opnað réttarsögubók síðan í fyrra (var nottlega að vona að ég þyrfti aldrei að gera það aftur...........en nei, nei, here I am again, smiley fyrir því!)
Mér finnst þetta bara alveg hrikalegt, sko þetta með tímann. (líka að vera hérna aftur, en hey...) Mig minnir bara ekki að tíminn hafi liðið svona hratt þegar ég var yngri. Ég gat leikið með Barbí í marga klukkutíma á dag og hafði samt nógan tíma fyrir pony líka..........
Og nú er tíminn aftur runninn út. Búið að hrökkva mér í kút kl. kortér í tíu á bóklhöðunni en samt hélt ég að ég myndi hafa tíma til að klára að skrifa þetta. Nú ert búið að vísa mér út tvisvar.
Ég er bara alveg bit.
maria // 9:59 e.h.
______________________
mánudagur, október 21, 2002:
Það er kominn mánudagur eftir erfiða helgi. Á laugardaginn fór ég í próf sem ég er búin að læra ofsalega mikið fyrir en veit ekki hvort mér gekk nógu vel í. Ég vona það. Mér finnst ég líka bara eiga það skilið að ná því ég er búin að vera ROSALEGA dugleg að læra og finnst ég skilja efni mjög vel........... svo langar mig bara ekki til að fara aftur í próf úr þessu efni........... mér finnst aðfarargerðir svo leiðinlegar!!!!!!
Eftir prófið fór ég svo á alveg rosalegt fyllerí og átti OFSALEGA erfiðan sunnudag. Ég hef aldrei á minni litlu ævi verið svona ógeðslega þunn, og vona að það verði aldrei aftur. Oh, hvað það var hræðilegt!! Ég drattaðist í bíó til að sjá góðan Hannibal Lector og var svona frekar sátt við lífið. Þangað til að við vorum búin í bíó. Þá var búið að brjótast inní nýja bílinn minn og fínu flott græjunum stolið!!!!!!!!!!!!!! VÁ , ég er rétt að jafna mig núna á hvað ég er brjáluð.......
Þannig að vikan byrjar vel..........hún getur allavegna ekki orðið verri en helgin!
maria // 2:03 e.h.
______________________
föstudagur, október 11, 2002:
Ég er að lesa um aðfarargerðir. Ég vona af öllu mínu hjarta að ég eigi aldrei eftir að lenda í alvarlegum (-legri væri nú réttnefni) fjárhagsvandræðum. Ekki bara vegna þess að það er hrikalega leiðinlegt að vera blankur og allir viti það - heldur líka vegna þess að fjárnám, nauðungasölur, skiptaréttur og lögbann eru eðli sínu samkvæmt alveg órtúlega leiðinleg fyrirbæri. Guð hvað ég er glöð að ég ætla aldrei að vinna eitthvað viðskiptatengt (nema ég þurfi þess alveg ofsalega mikið til að lenda ekki í peningavandræðum) Rosalegt hvað lífíð snýst mikið í kringum peninga.
.....................oh, nú langar mig ekkert smá að vinna í lottó............
maria // 3:35 e.h.
______________________
miðvikudagur, október 09, 2002:
Hvers vegna gerir fólk hluti sem það veit að gerir það óhamingjusamt og skemmir ekki bara fyrir sér heldur þeim sem þykir vænt um það líka? Af hverju er fólk ekki heiðarlegt og samkvæmt sjálfu sér? Af hverju gerir gott fólk vonda hluti? Af hverju hugsar fólk ekki áður en það framkvæmir eða talar? Hvernig stendur á því að fólk leggur sig ekki fram við að skilja hvert annað? Hvað er eiginlega að fólki?
maria // 11:14 f.h.
______________________
fimmtudagur, október 03, 2002:
það gengur sannarlega ekki vel hjá mér að gera þetta blogg tilbúið. Sama hvað ég reyni að segja tölvunni hvað hún á að gera þá gerir hún það bara ekki! Í ljósi þessa finnst mér Independent women er ekki alltaf eftirsóknarverðar. Ég vildiu óska að hún myndi hlýða mér. Ég er samt við stjórnvöllinnn frá og með í dag þegar að kemur að fjármálum því ég skilaði visa-kortinu mínu í dag!! Ég hélt að ég myndi aldrei geta það, en viti menn. ÉG ER FRJÁLS -allavegna fram að jólagjafainnkaupum...............
maria // 6:29 e.h.
______________________
miðvikudagur, október 02, 2002:
Það er ekkert smá erfitt líf að vera ekki á bíl. .Það er svo erfitt svona sérstaklega á morgnana þegar allt er svona .........ennþá að gerast. Nú í fyrsta lagi missti ég næstum af strætó og hljóp útá strætóskýli með allt útum allt (taskan var opin, var ekki komin í jakkann og svona bara ekki tilbúin!) svo átti ég auðvitað eftir að setja á mig maskara sem ég gerði auðvitað fimlega speglalaus í strætó (það er ákveðin tækni að geta málað sig á ferð, ég ætti að halda námskeið í þessu) sem mér finnst allt í lagi að gera. Það finnst ekki hinu fólkinu sem tekur 115 á morgnana, þeim finnst það ansalegt og strætóbílstjórinn fór að hlæja að mér (reyndar var það bara hann og tvær konur sem voru í strætó - EN SAMT!) Svo hefði ég auðvitað ekki átt að setja á mig maskara (kannski þess vegna sem þeim fannst ég biluð) því að himnarnir voru opnir í dag og mér rigndi einfaldlega niður á leiðinni í Háskólabíó þar sem ég kom inn eins og útmiginn hundur og beið í röð í klukkutíma og kortér til að geta setið á einhverju mýkra en steintröppum á meðan fyrirlesturinn varði. OOHHH ég hata þetta ömurlega aðstöðuleysi í Háskólanum!!!! Svo eftir tímann fékk ég auðvitað ekki borð á þjóðarbókhlöðunni og labbaði þar um alveg að stikna úr hita og eins og fáviti í 50 mín. OH hvað það var pirrandi! Við Agnes fórum á endanum í Odda og þar er fínt að læra. Ég ætla að halda mig hér þar til einhvað breytist. Ég fíla mig vel í svona hálfsósíalískum retro fíling sem er hérna, svo má líka tala hér þegar manni sýnist (eða ég held það allavegana) og stólarnir eru svona góðirvondir, svona sem manni verður illt í bakinu af að sitja of lengi svo maður geti tekið svona akademískt kortér af og til. Ég bíð bara eftir að sjá pabbann í Jón Oddur og Jón Bjarni koma hérna inn (þetta lúkk er svona svoltið akademískt 70's Egill) og hefja samræður yfir kaffibolla. Ég hef bara verið nokkuð dugleg að læra í kvöld og gef mér kredit fyrir það. Nú verð ég samt að fara heim því ég er að leka niður af þreytu.........best að drullast í þennan strætó.......
Hugsa sér samt að það sem bjargaði deginum frá að verða hrikalegur var ímyndin af Agli Ólafs með skegg í útvíðum buxum að diskútera Marx við einhvern annan speking............
það þarf víst ekki margt til að gleðja lítið hjarta - sem finnst samt erfitt að eiga ekki bíl..............
maria // 9:48 e.h.
______________________