>

ævintýri...

föstudagur, nóvember 29, 2002:

greinilega skiladagur í khí í gær. fékk bæði frá möggu og eddu að umtalaðar heimasíður þeirra væru tilbúnar. ekkert smá glöð fyrir þeirra hönd - rosaflott stelpur - TIL HAMINGJU.
annars ekkert að frétta á þessum bæ, er að detta í prófatörnina í dag - réttarsögupróf eftir viku....................... oh mæ god hvað ég er fegin að vera nóg klár til að ná prófi sem ég byrja að lesa fyrir viku fyrir prófið.........hahaha, nú er bara að stóla á níuna úr kvennó.......... ég er orðin stressuð...............ætla að fara að prenta út í vinnunni hjá pabba og svo skelli ég mér bara í landnámsöldina, þjóðveldisöldina, konungshyllinguna, einveldið og lýðveldisöldina............. er ég ekki bara í góðum málum?

maria // 1:41 e.h.
______________________

miðvikudagur, nóvember 27, 2002:

það er alveg ótrúlegt hvað konur (alls ekki allar, en margar og þess vegna ætla ég að nota einföldunina karlar og konur í dag) eru erfiðar stundum. þessi erfiðleiki felst í þessari öfugri sálfræði sem við erum svo gjarnar á að beita. það vita allir hvað ég er að tala um -þegar maður segir já, já (yfirleitt í svona dræmum tón) - en meinar samt "ekki séns, ertu vængefinn!!!" ég viðurkenni fúslega að ég hef oftar en ekki beitt þessari tækni - og að hún svínvirkar, en, bara ef sá sem talað er við skilur þetta dulmál kvenna (því almennt eru það konur sem beita þessari tækni - það vita það allir og ég nenni ekki að einhver fari eitthvað að rífast við mig útaf því að ég segi það!) þetta er nefninlega svona kódi, leynilegt tungumál sem konur kunna. ég ætla að taka það fram að ég er hætt að beita þessari aðferð eftir að ég brenndi mig einu sinni á henni. ég sagði já, var að meina nei, en sá sem ég var að tala við sagði bara ok skellti á (þetta var sko símtal) og si svona hafði ég samþykkt nokkuð sem ég var bara alls ekkert til í og engu hægt að breyta!!!! ástæðan fyrir því var einföld, karlmaðurinn sem ég var að tala við var greinilega annað tveggja:
1) reyndur í þessum bransa og búinn að átta sig á að ef maður bara lætur svona öfuga sálfræði ekki komast nálægt samviskunni, tekur mann á orðinu og "köttar krappið" (eða svo ég nýti mér námsefnið: túlkar vilja löggjafans út frá orðanna hljóðan sbr dráttarvélardómur) þá vinnur hann og vandamálið er leyst
2)ekkert sérstaklega klár og fattar ekki hintið
ég hef hinsvegar ýmislegt fyrir mér í því að þessi drengur sé bráðgáfaður og þess vegna hallast ég að kenningu númer 1 í mínu tilviki. það verður samt að teljast þessum umtalaða dreng til góða að þetta var símtal og oft hefur líkamsbeiting og andlitssvipir mikið að segja um sannfæringarkraft þessarar aðferðar.
svo má líka taka til þriðja kostinn og gera ráð fyrir að hann hafi ekkert nennt að hlusta á þetta væl í mér, kannski var hann tímabundinn og svo mætti halda áfram.
í stuttu máli:
ég er honum þakklát (þó ég hafi verið brjáluð í marga daga á eftir og fundist hann geðveikur fáviti) fyrir að hafa leitt mig af þessari leiðinda braut í mannlegum samskiptum því það er alveg hrikalega leiðinlegt þegar fólk spilar á samviskuna hjá öðrum til að ná sínu fram. ég leyfi mér að ganga það langt að segja að það sé mikill mannÓkostur að nýta sér þessa leiðindaaðferð til að fá sínu framgengt, óháð afleiðingunum fyrir greyin sem eru með samviskusyndróm.
það er miklu betra að gera eins og strákurinn í serjós- auglýsingunni - að segja bara það sem manni finnst. hann hefur átt þroskaða mömmu.

maria // 6:34 e.h.
______________________

mánudagur, nóvember 25, 2002:

gaman gaman, það var perlufundur í gær.aman að hitta þessar elskur, vildi óska þess að ég hefði geta verið lengur hjá þeim..... en, jólaperlufundur 14, það verður ljós í prófamyrkrinu.......
hlakka samt lúmskt til að detta í prófalestur, það er ákveðin stemming þó það sé leiðinlegt að missa af jólastemmingunni. En, everything has a price.........
þegar ég verð orðin lögfræðingur ætla ég aldrei að vinna í desember, bara vera í jólaundirbúningi fom 1 des. GOD, hvað ég hlakka til!

maria // 1:03 e.h.
______________________

föstudagur, nóvember 22, 2002:

ég fékk meil frá jenny vinkonu okkar í svíþjóð. ekkert smá skemmtilegt að heyra í henni, sérstaklega af því það gengur allt svo ofsalega vel hjá henni, komin með nýjan (og nógu góðan fyrir hana) kærasta, byrjuð aftur í skólanum og bara allt að gerast. VÁ hvað ég er glöð fyrir hennar hönd. það er ekkert skemmtilegra en þegar gengur vel hjá þeim sem manni þykir vænt um hérna í lífinu.

las skemmtilegt blað í gær sem stjórnmálafræðinemar gáfu út, "íslenska leiðin". fróðlegt, skemmtilegt og góð efnistök. bara glæsilegt í alla staði, til hamingju með það pólítíkstúderundur.

var líka dugleg og fór í world class til að horfa á sex and the city - mér finnst þetta alveg ofsalega skemmtilegir þættir, ég held að ég hafi séð alla frá upphafi (er það kannski áhyggjuefni??). ríkissjónvarpið á mikið hrós skilið fyrir fimmtudagskvöldin, ég hefði getað verið í classanum í marga klukkutíma (og sett í íslandsmet í kaloríubruna á meðan horft er á sjónvarp) og horft á breska þáttinn, sexið og sopranos......... en það má ekki (verð að læra, styttist í próf) svo þetta er bara spurning um að velja og hafna. og auðvitað vinna vinkonur mínar í ny!

ég ætla að senda jenny meil áður en tíminn minn byrjar og segja henni hvað ég er ánægð með hana.
þessi dagur stefnir hraðbyr í að verða skemmtilegur...........
Mary

maria // 11:02 f.h.
______________________

miðvikudagur, nóvember 20, 2002:

gvöð, ég fattaði ekki hvað hún Diljá er mikið celeb og þekkir allt sjónvarpsfólkið þegar ég lýsti hrifningu minni á Gísla Marteini og Völu konunni hans. HAHA, en Diljá skilaði allavegna til mín heimboði frá Gísla fyrir þessi fallegu kommet um þau. Ekki það að það hafi verið eitthvað missjón.......samt gott að heyra að fólk skuli hafa húmor fyrir sjálfu sér - sérstaklega þegar það vinnur við að vera inní stofu hjá fólki á laugardagskvöldum!!

Harry var frábær í gær, stóð fyllilega undir væntingum mínum. Ég er samt svo HRIKALEGA frábærlega ánægð með Ron, besta vin hans. Gvöð minn eini hvað það er fyndinn karakter - og strákurinn sem leikur hann er alveg BRILLÍANT. Ég hló endalaust að honum (líka í fyrri myndinni, og líka þegar ég las bækurnar........... en drengurinn er snillingur)

Ron rokkar!!!!!!! (já og Gísli líka....)
María.

maria // 6:46 e.h.
______________________

þriðjudagur, nóvember 19, 2002:

jess hvað Katrín er mikil uppáhaldsvinkona mín í öllum heiminum!! Hún fékk boðsmiða fyrir tvo á Harry Potter og ætlar að taka mig með sér................I love it. Ég er búin að hlakka alveg fullt til að sjá hann Harry. Bræður mínir eiga reyndar fyrri myndina á disk og í gær var meirað segja bíó hjá Rögga bróður mínum (sem er 6 ára) og Þorra og Venna og Hafsteini vinum hans (vá hvað það er krúttlegt að vera 6 ára og vera kallaður Venni bæ the way) Þeir fengu tölvuna mína lánaða til að horfa á myndina í herberginu hans Rögga ("sko með öll ljós slökkt og þeir urðu sko ekki rassgat hræddir!") og svo poppaði ég og gaf þeim djús (ég var ekki að nenna því en ég heyrði þá segja að "systir þín er geeeðveikt skemmtileg sko...." og þá varð ég bara að poppa - því ég er svo klikkað skemmtileg systir!!)
Það verður að viðurkennast að ég vildi óska þess að væri 6 ára stundum "ekkert smá geeeeðveikt gaman sko!" - en það er líka bara stundum...............

Vá hvað það verður gaman hjá mér og Katrínu í kvöld!!

maria // 5:29 e.h.
______________________

oh, ég lærði svo gott sem ekki neitt alla helgina. Svona 35 klst. sem hefðu getað farið í lærdóm bara farnar, búnar og ónýttar. Ég er ekki ánægð með þennan afleita árangur. Það var samt ofsalega gott að taka sér pásu og fara í sund með kærastanum mínum og vera hrikalega dugleg í World Class og taka til og svona bara gera hluti sem ég gef mér lítinn tíma í annars.
Ég horfði líka á Gísla Martein á laugardagskvöldið. Gísli Marteinn er svona náungi sem maður er bara vill hafa heima í stofu hjá sér. Ég sá hann líka í innlit útlit um daginn og mig langaði bara að fara í heimsókn til hans og Völu (konan hans heitir sko Vala, samt ekkert lík nöfnu sinni á skjáeinum. Vala hans Gísla er líka svona manneskja sem er ofur viðkunnuleg og ekkert tilgerðarleg) Ég var svo hrifin af þeim að ég horfði líka á endursýninguna af innlit útlit þegar Vala Matt kíkti til Gísla og Völu til að sá hvað lausnirnar sem hann Sigurður Kári kom með fyrir eldhúsið hjá þeim voru skemmtilegar. Oh, mér fannst þau bara alveg frábærlega krúttlegt par, með tvö sæt börn, bros allan hringinn, jákvætt viðhorf og allt á hreinu........
Ég er að hugsa um að biðja Rassa um að vera með mér í að verða svo perfect eins og Gísli og Vala - það virðist svo áreynslulaust og auðvelt hjá þeim (geymi kannski börnin aðeins samt)

maria // 12:13 e.h.
______________________

fimmtudagur, nóvember 14, 2002:

ég horfði á edduna á sunnudagskvöldið. mér þótti það hin besta skemmtun og þótti dorrit án efa stjarna kvöldsins. Ekki nóg með að hún átti eddu skilið fyrir frumlegasta framburðinn, heldur sá ég í séð og heyrt að hún hefði verið í dior. Dorrit fyrir forsetafrú er allt sem ég get sagt. Það sem mér fannst samt næstum því jafn merkilegt var að fá endanlega staðfestingu á því að Ísland er minnsta stórveldi í heimi. Stærsta microríki sem um getur. Á mini-oscar verðlaunahátíð (þar sem fólk er meirað segja í dior!) fékk frábær leikkona verðlaun fyrir magnaða frammistöðu. Það var Herdís Þorvaldsdóttir. Hún sat við hliðina á sonardóttur sinni sem er dóttir ríkisstyktasta leikstjóra Evrópu sem er einmitt líka persónulegur vinur forsætisráðherrans. Stuttu seinna er sýnt úr kvikmynd aldarinnar með allt á hreinu þar sem bæði dóttir og tengdasonur Herdísar fara með hlutverk. Aðeins seinna kemur á svið þessi sama dóttir með dóttur sinni (sem er einmitt líka næstum-því-heimsfræg-leikkona) og veitir verðlaun fyrir besta karlaðaðalhlutverkið. Þau verðlaun fær Gunnar Eyjólfsson fyrir að leika son mömmu Tinnu sem afhenti verðlaunin í hinu umrædda Hafi. En þar sem hann var ekki á landinu tók guðsonur hans, leikstjóri myndarinnar við verðlaununum fyrir hans hönd, auk dætra hans. Önnur þeirra er Þorgerður Katrín sem er einmitt líklegur arftaki fyrrnefndsforsætisráherra (ja, það finnst mér allavegana) sem er góður vinur bróður annarar þeirrar sem afhenti verðlaunin. Þetta fannst mér hreint út sagt magnað. Ég held að heimurinn sé ekki lítill, ég held að smæðin sé bundin við Ísland.....................

En aftur, húrra fyrir eddunni, ég ætla að horfa aftur næsta ár!

maria // 9:01 e.h.
______________________

fimmtudagur, nóvember 07, 2002:

ég fékk kvörtun um að ég sé ekki nógu dugleg að skrifa hérna. Point taken og ég ætla að bæta mig Diljá. Frá og með á morgun því bókhlaðan er að loka á mig ............. ekki í fyrsta skipti kannski!!
Hlakka alveg ferlega til helgarinnar, held það verði gaman að sjá íbúðina hjá Möggu og Ingvari tilbúna, jei!
Hlakka líka til að hitt Diljá svo hún get fengið grúvvið sitt aftur og þetta blogg uppfærslu.

Verð samt að segja eitt, það var gaur að hringja í mig til að sekja mér eitthvað lífeyristengt. Allt í lagi með það, en hann hringdi í gemsann minn klukkan 10 mín í 10 um kvöld. Mér finnst þetta bara fullseint......

Allavegna, ekkert.
María.

maria // 9:52 e.h.
______________________

þriðjudagur, nóvember 05, 2002:

dagurinn í dag er mikill guðshamingjudagur! Ég gerði allt sem ég ætlaði mér að gera og mætti svo galvösk til að læra í viskumusterið. Kemur þá ekki í ljós að mín náði bara inngangi að lögfræði!!!!!!!!!!!!!!! Mikil gleði í mínum herbúðum þessa stundina. Til að gera allt gleðilegra náðu allir í kringum mig líka, Agnes fékk meira að segja sömu einkunn (sem er kannski ekkert skrýtið þar sem við lærum alltaf saman...)
Gleði, gleði, gleði
Nú er ég svona að verða búin að jafna mig á frumgleðinni og er sest við Evrópuréttinn - hann hefur aldrei verið eins skemmtilegur og í dag

Hallelúja og skál fyrir mér, Agnesi og öllum hinum!!!!!!!!

maria // 3:37 e.h.
______________________

laugardagur, nóvember 02, 2002:

Ég sá bíómynd um daginn. Hún heitir the road to perdition. Mér fannst hún frábær. Ég er alveg á þeirri skoðun að Tom Hanks sé bara besti leikarinn í bransanum (nú fyrir utan Ingvar E., en hann er kannski ekki kominn alveg inn í bransann - ennþá) og svo var Paul Newman ótrúlega trúverðugur. Mér fannst þessi mynd allt í senn fyndin sorgleg spennandi og alveg ferlega átakanleg. Ég var ennþá að grenja þegar ég kom heim úr bíóinu. Ok, ég veit að ég er kannski svoltið grenjugjörn, en ég ætlaði ekki að geta sofnað um kvöldið því mig langaði svo að vita hvernig hefði farið fyrir stráknum í myndinni. Og mig langar það ennþá. Það finnst mér vera gæðamerki á bíómynd, þegar manni er bara ekkert sama um karakterana. Ég er reyndar búin að finna minn eigin endi - svona soltið happy endi bara til að láta mér líða betur. Vonandi varð hann jafnhamingjusamur og ég er búin að ákveða að hann varð strákgreyið.

Ég er líka hamingjusöm í dag því ég er búin að vera svo dugleg að læra undanfarið. Það þarf ekki mikið til greinilega.

maria // 12:54 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives