>

ævintýri...

miðvikudagur, janúar 29, 2003:

ég missti mig aðeins í bloggheimi áðan, vafraði um einkalíf annarra þegar ég átti að vera að glósa lagaskilareglur um fjármálaskipan hjóna sem hafa tengsl við erlendan rétt. skil ekki alveg áhugaleysi mitt þar sem þetta ætti nú að vera atriði sem ég ætti að kynna mér vel - svona með framtíðina að leiðarljósi.
ég gat bara ekki hamið mig þegar ég datt í þennan blogg pakka. magnað hvað blogg segir mikið um fólk. ekki bara það sem fólk bloggar (sem segir auðvitað heilmargt og er allt milli himins og jarðar) heldur tenglarnir sem það er með á síðunni sinni. eins og gaurinn sem var með tengla á kreml, pólítík, múrinn, vefþjóðviljann, mbl (allt .is) og svo cnn og google (bæði .com). ég var ekki lengi að draga þá rökréttu ályktun að einstaklingurinn sé meðvitaður um það sem er að gerast, hafi áhuga á þjóðmálunum og sé með netta vinstri slagsíðu í pólítískum skoðunum sínum. enda þegar ég fór að lesa það sem hann skrifaði var það bara alveg hárrétt hjá mér. á síðunni hans var tengill á vin hans - greinilegt að þeir deila ýmsum áhugamálum, nema að hann var gay, það sá ég strax því hann var með gayworld.com, gayparadise.com og myndasyrpu af einstaklega fríðum mönnum á síðunni sinni. nú það var ekki erfitt að sjá að þessi síðarskoðaði var í háskólanum því hann var með tengil á nemendafélag sinnar deildar. nú ég fór auðvitað á heimasíðu deildarinnar þar sem fyrrnefndir félagar voru einmitt á mynd. þannig að eftir 10 mínútna varf veit ég að félagarnir Siggi og Palli (man ekki alveg hvað þeir heita, en það er í lagi) eru í sömu deild í Háskólanum, deila stjórnmálalegum áhuga og detta geðveikt oft í það. og fíla það sko ekkert smá vel. já og Palli er gay og veit ekki alveg hvað hann á að gera í sambandi við gaurinn sem hann hitti um síðustu helgi (hitti hann sennilega eftir vísindaferðina sem þeir fóru í á föstudaginn - hún var mjög vel heppnuð btw)
auðvitað er hægt að draga kolvitlausar ályktanir af þessu og alveg eins til í dæminu að fólk setji inn svona tengla á síðurnar sínar einmitt með það í huga að fólk (eins og ég) dragi ályktanir um það út frá þessum tenglum, kannski eru Siggi og Palli algerlega að villa á sér heimildir. en það skiptir eiginlega ekki máli. það sem skiptir máli í þessu samhengi er hvað ég veit mikið um þá. alveg ótrúlegt mikið með hliðsjón af því að ég hef aldrei séð þessa menn í alvörunni og mun sennilega aldrei gera.
það sem mér fannst verra var hvað ég gat illa hamið mig í að hnýsast svona inn í annarra manna líf - ég bara gat ekki hætt að lesa um hvað Halldóra er ánægð yfir því að vera orðin ólétt, Gunna finnst Páll Óskar pirrandi og Eygló gaman að lesa þegar hún kúkar. ég gat ekki hætt að lesa um hversdagslegar athafnir og hugrenningar fólks sem ég þekki ekki neitt og mun sennilega aldrei kynnast persónulega. ég veit samt hvað það fékk sér í morgunmat og hverjum þau eru skotin í - og ég fíla það. ég ætla ekki að skammast mín yfir að skreppa í heimsókn í bloggheimi - þau vita ekki einu sinni að ég er þarna!



maria // 4:44 e.h.
______________________

þriðjudagur, janúar 28, 2003:

ég er að hressast. mætti í skólann og sagði alveg þrisvar að ég hafi fallið. það verður auðveldara í hvert skipti. ég þoli samt ekki þegar fólk þarf eitthvað að fara ræða það nánar; svona "hvað klikkaði?", " en þú ert svo klár?", "þú tekur þetta bara næst, það sem drepur mann ekki gerir mann bara sterkari....." fullyrðingar sem fólk heldur að séu voða uppbyggjandi en eru bara ekki til að hjálpa. það besta væri ef fólk segði bara ekki neitt. bara þegði og skildi mig bara og skipti svo um umræðuefni. hvern langar að tala um mistökin sín!! ég held samt að fólk viti bara ekki alveg hvað það á að segja og þess vegna grípi það bara til svona frasa - ég verð allavegana að trúa því til þess að missa ekki alla trú á fólki svona almennt.............
horfði á rosalega mynd í gær - Deer Hunter með Bobba baby. Vakti mann svoltið til umhugsunar. rússneska rúllettan sem heldur Cristopher Walken gangandi - alveg hreint mögnuð mynd. magnað líka að komast að því að Chris var svona brálæðislega góður leikari, sorglegt að hann hafi ekki getað haldið því betur við................
gat ekki alveg sofnað eftir myndina og velti fyrir mér hvort við séum öll í endalausri rúllettu..................ég er bara ekkert frá því.

maria // 1:13 e.h.
______________________

föstudagur, janúar 24, 2003:

égfélláalmennunniogdó.mérlíðuraðeinsbeturnúnaenísíðustuviku,núnaerégbaraþunglynd.
spacetakkinnvirkarekki.meikaekkisvona.bestaðfaraafturuppírúmoggrenja.
ofanáalltsveikríkisstjórninmigogætlaraðdrekkjalandibarnannaminna.
égætlaaðflýjaþettalanddauðans.

maria // 1:13 e.h.
______________________

föstudagur, janúar 17, 2003:

er í heimspekilegum forspjallsvísindum. ég hélt að ég væri djúp......ég er farin að efast. en það er forsenda framfaranna þannig að kannski með því að efast um að ég sé djúp er ég kannski að dýpka......
Pierce heldur samt ekki, hann heldur að efinn sé ekki góður þó að með vísindalegu aðferðinni er hægt að eyða vissri tegund efa. ég er farin að efast um efakenningar Pierce............

maria // 12:01 e.h.
______________________

fimmtudagur, janúar 16, 2003:

það er gaman að það sé kominn snjór - en þetta er bara full seint. Snjór á að koma í desember og vera farinn í lok janúar, þetta er bara ekki alveg að virka........ eins gott að ég fékk dúnsæng og kodda í gær- vildi bara að það mætti hafa svona dótadag í skólanum hjá mér. Ég myndi taka með nýju sængina mína!!!!
Eins gott að snjórinn verði farinn þegar ég á afmæli!!!

maria // 10:20 f.h.
______________________

mánudagur, janúar 06, 2003:

and she´s back.
kom heim frá svenska landinu í gær og byrja í skólanum á morgun. bilun, fór daginn eftir síðasta prófið og kem aftur daginn áður en ég ætti að byrja aftur í skólanum. það mætti halda að allt gangi útá skólann á mínum bæ.. fegin að þessar tvær vikur hugsaði ég nánast ekki neitt um prófaútkomuna, fólk spurði bara hvernig mér gengi í skólanum og ég sagði bara eins og er - mér gengur alveg rokk vel ..... þau föttuðu sem betur fer ekki að spyrja um hvernig prófið gekk - þó mig gruni nú alveg lúmskt (án þess að þora að viðurkenna það því það gæti verið óhappa að vera of jákvæð) að mér gekk alveg bara ágætlega í prófunum. samt ekki, best að passa sig bara á að segja sem minnst þangað til útkoman er komin.............
það var killer kalt í svíþjóð, frostið varð minnst -8 en mest -28- ja, svo ég viti til, ég veit ekkert hvernig það var á nóttunni.......... allavegnana þá fékk ég kvef og er ennþá veik. mig langar í pensillín.........

það verður nú að viðurkennast að það er rosagott að vera komin aftur

maria // 12:58 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives