>

ævintýri...

mánudagur, mars 31, 2003:

barbara var ekki ánægð með hvaða mynd ég gaf af okkur les-stöllum í síðustu færslu. verð að taka hraustlega undir með henni - við erum almennt hrikalega duglegar að læra, fylgumst líka með í tímum, nema í neðangreindum tíma, sem var dauðinn og ég er ekkert að draga úr neinu með því að halda því fram.

það var brotist inní bílinn okkar í gær. AFTUR! þetta var annað skipi á hálfu ári. þorði varla að hringja í vís - var viss um að þeir myndu bara ekkert trúa mér - "já, já, því hondæ aksent eru svo rosalega töff bílar...ég skil áreiti þjófanna....." sem betur fer talaði ég við hana Borghildi sem var bara alveg ferlega næs og spjallaði við mig um æskuna, Grafarvoginn og dópið - í sömu svipan.
á meðan ég var að tala við hana renndi ég í gegnum fréttablaða-bunkann. á meðan við borghildur ræddum "ástandið" las ég fréttir að landsfundi flokksins og viðtal við Ágúst Ólaf óskadreng samfylkingarinnar sem vann hjá mæðrastyrktsnefnd í einn dag.
hann er engin hetja - en hann fær plús fyrir viðleitni það verður ekki tekið af honum.....

þegar ég lagði á borghildi fór ég svo að velta stjórnmálunum fyrir mér.
ég hef aldrei verið flokkpólítísk og hefur oft þótt það miður - ég er viss um að það er hrikalega gaman.
eftir að hafa lesið stefnuskrár allra flokkanna get ég bara ekki sætt mig neinn þeirra - og get heldur ekki almennilega gert mér grein fyrir hvernig það verður best að verja mínu atkvæði í vor.

ég veit samt það að það er fátækt á íslandi - menn sem sjá það ekki eru ekki í tengslum við raunveruleikann. afnám eignaskatta og lækkun tekjuskatta er ekki leiðin til að bæta hag þessa fólks, heldur munu þessar skattaívilnanir eiga drjúgan þátt í að auka enn bilið sem hefur myndast milli ríkra og fátækra á Íslandi - sem vex með hverjum degi.
þeir sem eru atvinnulausir eða í láglaunavinnum, þeir sem eru öryrkjar, eldri borgarar og fátækir eru ekki latir eins og ágætur tryggingastærðfræðingur hélt fram. það á bara ekki séns, þau hafa einfaldlega ekki sömu tækifæri og aðrir.
af þessari ástæðu get ég ekki kosið sjálfstæðisflokkinn. kartín fjeldsted og þorgerður katrín eru ekki allur flokkurinn.
kárahnjúkavirkjun er ekki eina leiðin til þess að bjarga bygginni á austurlandi - ég leyfi mér jafnvel að setja spurningarmerki við byggðarstefnu almennt þó ég sé ekki alveg búin að þróa þá hugmynd nógu vel.
ég er líka á því að fræðasetur og túrismi hefðu verið heppilegri leið fyrir austurlandið - og hefði gert það mun eftirsóknarverða - kárahnjúkar verða aldrei nein hoover-stífla!!
það að auki hefur utanríkisráðherrann minn sem ég hef annars miklar mætur, á svikið mig persónulega með því að gera mig - íslendinginn að þátttakanda í stíði. stundum vildi ég vera svíi.
þar af leiðandi get ég ekki kosið framsóknarflokkinn - þrátt fyrir að Jón Kristjánsson sé að gera góða hluti.
evrópusambandið er ekki heppilegur valkostur fyrir Ísland - það er of mikið óvirðing við land, þjóð og þjóðararfinn að framselja fullveldi okkar sambandsríki - jafnvel þó það heiti evrópa og hljómi þarf af leiðandi mun betur en hinn kosturinn í vestri. það breytir hins vegar ekki því að sjálfstæði okkar og aðalauðlind - fiskurinn er of mikils virði til að gefa frá okkur.
þetta er ástæðan fyrir að ég get ekki kosið samfylkinguna, þó þau hafi margt gott fólk innanborðs.
einstaklingar eru alveg færir um að hugsa sjálfstætt og það þarf ekki að segja þeim til í einu og öllu.
þess vegna eru vinstri-grænir full rauðir fyrir minn smekk þó ég hafi fengið gæsahúð þegar ögmundur öskraði "ekki í okkar nafni" í síðustu viku.
ég held samt í þá skoðun að öfgar skila ekki árangri.
kvótakerfi frjálslyndaflokksins heillar mig hins vegar - ókostur þeirra er hins vegar skortur á sannfærandi stefnu í örðum málaflokkum.
ég get ekki kosið flokk með eitt málefni þí margrét sverrisdóttir virðist ofsalega samviskusöm.

ofantalin samantekt leiðir því til eins - einstaklingskosninga.
ég sé gjarna einstaklingar úr öllum flokkum í ríksistjórn - verst er að þau ríða fæst flokkslínur sinna flokka.



maria // 12:34 e.h.
______________________

föstudagur, mars 14, 2003:

Ég er í alveg ótrúlega leiðinlegur erfðaréttartíma. vissi ekki að þetta væri hægt! vi sitjum hérna þrjár og erum allar á netinu, ég að skoða blogg, barbara á björk.com og agnes að downloada kazaa eins og hann leggur sig. af hverju er maður í háskóla?

maria // 10:02 f.h.
______________________

miðvikudagur, mars 05, 2003:





Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:

Þú ert sannkallaður
vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta
hugsjónir mestu máli.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið






ég er allavegana með rétta háralitinn to undertake an easy transformation!!!

maria // 8:16 e.h.
______________________

mánudagur, mars 03, 2003:

enn ein vikan að hefjast. mér finnst tíminn líða svo hratt að ég hlýt að hafa misst af nokkrum vikum - allavegna einni. og svo þegar nýr mánudagur hefst eru 13 atriði sem á eftir að tikka við í dagbókinni síðan í síðustu viku. ég skil þetta ekki. samt er maður alltaf á fullu. er þetta ég sem er bara að setja mér svona óraunhæf markmið eða er tíminn á "fast-forward" og ég bara á "play"?

tíminn líður sennilega hraðar þegar það er gaman - já og mikið að gera. tíminn leið ofsalega hratt í gærkvöld. ég hitti perlurnar mínar - sem er sko ekki saumaklúbbur heldur perluklúbbur. þær eru æði. áttaði mig á því í gær(nótt) þegar ég var á leiðinni heim hvað mér þykir ferlega vænt um þessar stelpur. hvað ég er heppin að eiga svona góðar vinkonur.
fór í kjölfarið að hugsa um vini mína sem ég er búin að vera að vanrækja undanfarið - það hefur einhvern veginn allt þurft að víkja fyrir bókunum. áttaði mig á að ég hef hitt ingu einu sinni á nýja árinu. einu sinni. og það vorum ekki einu sinni bara við heldur fleiri góðir vinir sem ég hef ekki hitt lengi og þurfti því að tala alveg ofsalega mikið við alla. inga - alkasystir mín.
veit svosem alveg að með breytingum í lífinu breytist vináttan. það gefst ekki tími fyrir allt sem áður var. hrikaleg tilhugsun að vináttan breytist ekki heldur dofni - og kannski hverfi.
vona að það gerist ekki hjá mér.
skildi það í bílnum á leiðinni heim að vinir manns eru dýrmætari en nokkuð annað.
perlur eru betri en demantar.
og inga verður alltaf alkasystir mín.

maria // 1:12 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives