ævintýri...
föstudagur, september 26, 2003:
komst að því að tölvan mín er hluti af mér - ja, hluti af námsmanninum í mér (góð afsökun?)
sl. viku hefur nettengingin í stofu 101 í lögbergi ekki verið til staðar. en það reddaðist því ég uppgötvaði kapal - ég fann hins vegar fyrir miklum samskiptaörðuleikum fjarri msn, e-mail og fasteignasolur.is.
í fyrradag flippaði elsku tölvan mín út og nú á ég tölvu sem er með ónýtan harðan disk og engar glósur. ég var ekkert sérstaklega hörð af mér þegar ég áttaði mig á þessu og fór að grenja.
aumingja röggi bróðir minn sem er 7 ára heldur að ef manni gengur illa í skólanum þá eigi maður að koma heim til mömmu útgrátinn með ekka og segja "það gengur ekkert upp hjá mér uhu, ég er hræðilegur námsmaður "snuft", ég dey ef ég fæ ekki þessar glósur, af hverju er lífið svona erfitt!!" - og vorkenna sér ofsalega mikið.
(held hann eigi aldrei eftir að jafna sig eftir þá hræðilegu upplifun sem hann þurfti að ganga í gegnum þegar ég féll í almennunni - hvorki hann né neinn annar í götunni)
í gær fékk hann ekki alla krossana í "mjög gott" í samskiptabókinni frá kennaranum - minn var búinn að stríða stelpunum og fékk "miðlungs" í reitnum fyrir "truflun í tíma". drengurinn fylgdi fordæmi systur sinnar og var allt kvöldið að jafna sig áður en hann grét sig í svefn. það er ekkert grín að vera í skóla!
þetta tölvuvandamál er hins vegar versta mál. sérstaklega þar sem gert hefur verið ráð fyrir hverri krónu sem saman skrapast til íbúðarkaupa...
fjármálastjórinn var ekkert sérstaklega ánægður með útgjaldastjórann sem sagðist þurfa ný gleraugu, nýja fartölvu og nýjan gsm-síma (því hann beilaði líka á mér helvískur!!) í gær.
ég kríaði út gleraugu og viðgerð á tölvunni - svo fékk ég gamla ljóta símann hjá fjármálastjóranum.
en ég læt mig hafa það - ég er að harðna í samskiptum mínum við tæknina. hún mun ekki buga mig - aftur.......
maria // 4:55 e.h.
______________________
miðvikudagur, september 17, 2003:
aldrei hef ég verið fræg fyrir gott tímaskyn.
ég hef alltaf þurft að setja traust mitt á tæknina til að vita hvað tímanum líður til þess að vera nokkurn vegin innan tímaramma. almennt er ég með armbandsúr, gsm-síma og svo er klukka á tölvunni minni. samt kem ég of seint, þó sjaldnar nú en áður.
veit ekki hvort þetta sé eðlislægt eða lært atferli. ég fæddist 10 dögum eftir tímann, kom of seint fyrsta skóladaginn (og sennilega flesta skóladaga síðan....) en tekst þó almennt að mæta á skikkanlegum tíma í vinnu (samt aldrei fyrst!) ég get ekki mælt mér mót við fólk án þess að koma of seint og bara einu sinni hef ég komið á réttum tíma í saumaklúbb.
tímaatferli mitt hefur þó breyst mikið til batnaðar undanfarin 2 ár, en framfarir mínar eru alfarið háðar miklu klukkuaðhaldi (klukka, gsm og tölva).
síðustu vikuna hefur þetta breyst.
klukkan mín er batteríslaus, gsm-síminn minn er með gríðarleg hegðunarvandamál og tölvan á klukkunni minni gengur of hægt!!!
ég veit ekki hvað klukkan er!
þetta er hræðilega mikið stress-moment í mínu lífi. þegar ég kem inn í herbergi eða hús er það fyrsta sem ég geri að finna klukku – ég verð að vita hvar hún er, just in case. Þetta er orðið svona james bond-legt “ ég les herbergið á sekúndubroti” dæmi.
ég fer í klukkubúð á eftir til að kauða batterí og gsm-inn er í viðgerð. tölvan er hinsvegar að tapa sér og er sennilega ekki viðbjargandi.
ég þarf að fá hjálpartækin mín aftur.
ég get ekki bara “fengið tímaskyn” og alltaf VITAÐ hvað klukkan er!
maður getur ekki annað en vel fyrir sér, er þetta samsæri?
maria // 4:09 e.h.
______________________
þriðjudagur, september 16, 2003:
ég er ekki búin að ydda einbeitinguna nógu vel þegar kemur að heimanáminu.
það er e-ð að vefjast fyrir mér að allt annað sem mér dettur í hug að gera þarf ekki að gerast áður en ég byrja að læra. sérstaklega ekki þar sem ég finn mér svo margt annað að gera að ég næ ekkert að læra -
sem er sennilega hinn undirmeðvitaði tilgangur alls stússins. og ég veit alveg uppá mig sökina.
á hverjum morgni vakna ég aðeins of seint en er sannfærð um að í dag sé nýr dagur. að í dag einbeiti ég mér fullkomlega í fyrirlestri og bruni beint á bókhlöðuna þegar honum lýkur til að læra fram á kvöld og saxa á "forskotið" sem kennarinn og samnemendur mínir hafa á mig í blaðsíðulestri. þar að auki muni ég sníða framhjá öllum kolvetnum í matarræði mínu og sérstaklega svinga ég framhjá sykrinum því nú er heilsuátakið byrjað. í dag!!!
á hverjum kvöldi sofnað ég ólesin og með lakkrís í maganum. og á hverju kvöldi ætla ég að taka þetta á morgun. því á morgun byrjar það - í alvöru....
ég held að ég sé biluð.
maria // 2:19 e.h.
______________________
fimmtudagur, september 11, 2003:
ég vona að fréttirnar verði ekki fullar af hugvekjum um tvíburaturnana þó það sé 11 september. ég er enn ekki sátt við að dauði 3000 manns megi kosta dauða 300.000 manns.
öll líf eru verðmæti - sama hvers þjóðernis þau eru.
maria // 4:56 e.h.
______________________
ég er hálfmiður mín í dag.
mér finnst hræðilegt að uppáhaldsstjórnmálamaðurinn minn hafi verið myrtur.
verra þykir mér að þegar ég fletti sænskum dagblöðum á netinu í norgun voru fréttir af tvem öðrum konum sem voru myrtar.
sú yngsta var 5 ára og stungin til bana á leikskólanum sínum.
ef börn geta ekki leikið sér úti á leikskólanum sínum án þess að eiga það á hættu að vera stungin til bana af geðsjúkum manni sem flýr af geðsjúkrahúsi þá er illa komið fyrir velferðarparadísinni svíþjóð.
önnur var 16 ára gömul stúlka sem hvarf úr partýi á laugardagskvöldið. hún fannst myrt í morgun.
svona eru ungir svíar öryggir.
anna lindh var talsmaður friðar og öryggis og varði af miklum krafti hlutleysi svía í stríðsrekstri. mannréttindavernd var hennar helsta baráttumál. áður en hún varð utanríkisráðherra var hún umhverfisráðherra. í gær var hún stungin og í morgun lést hún af sárum sínum.
á einum sólarhring hafa 3 konur á öllum æviskeiðum verið myrtar.
svona er nú komið fyrir sósíaldemókrataútópíunni.
maria // 4:52 e.h.
______________________
mánudagur, september 01, 2003:
Haustið er tíminn. Minn tími í það minnsta.
Skólinn er byrjadur og sumarhýran komin i hús landsbankans.
Sennilega spilar veðrið líka þátt í hvað ég fíla septemer-stemmingu vel.
Sennilegast er þó að ég sé septemberstelpa því haustið hefur alltaf þýtt skóli fyrir mig. Síðan ég var 6 ára hef ég byrjað í skóla á hverju hausti. 22-6 = 16. 16 sinnum hef ég gengið inn um dyr menntastofnunar á Íslandi og látið mata mig. Sem betur fer býður íslenska menntakerfið uppá sæmilega fjölbreyttan matseðil - ég er víst ekki södd enn...........
maria // 3:24 e.h.
______________________