ævintýri...
fimmtudagur, maí 29, 2003:
þa er eg komin til svenska landet. sol og sumar og gaman ad sja rassa aftur. vid katrin erum in da house og verdum her fram a haust. gaman ad tessu.
vid rassi buum hja mommu hans og tar er ekkert internet!! tad er hins vegar internet a hotelinu sem eg verd ad vinna a og svo herna tar sem eg er nuna - hja foreldrum hans johans tar sem katrin a heima.
vid erum a brunandi hradferd a leidinni i bæinn......
hasta la vista baby (eg helt med ukrainu i jurovisjon!)
maria // 9:51 f.h.
______________________
fimmtudagur, maí 22, 2003:
móðurhlutverkið gengur bara vel - ég er alveg komin í pakkann. gat ekki hitt ingu í gær því ég þurfti að hjálpa rögga að læra. í dag er svo bekkjarkvöld hjá rögga - keila og lautarferð og ég þarf að skutla finnboga í norskupróf kl. 5. á laugardaginn er svo vorhátíð í skólanum hjá strákunum. það er bara fulltæm að vera mamman og pabbinn í nokkra daga!
maria // 1:55 e.h.
______________________
miðvikudagur, maí 21, 2003:
ég er svo glöð.
mamma mín og pabbi eru orðin hjón - formlega. eftir að hafa verði kærustupar í 25 ár eru þau gengin alla leið og eru hjón.
magnað hvað nokkrir fyrirlestrar í erfðarétti og "aumingja annað ykkar ef hitt deyr ef þið eruð ekki gift"-ræður geta gert.
mikill gleðidagur í gær. gríðarleg gleði og hamingja. vona að ég verði líka svona hamingjusöm þegar ég giftist.
ég varð líka glöð í gær þegar halla gunnars sagði mér að hún er komin með sumarvinnu á mogganum - til hamingju með það aftur!
og ég var glöð yfir að eiga svona góðar vinkonur sem hjálpuðu til við að gera gærdaginn svona góðan hjá mömmu og pabba. elín málaði bæði mig og mömmu (sjaldan verið jafnsætar), katrín sá tótallí um að halda veislunni gangandi (og hellti ömmu fulla í leiðinni!) - hrikalega dugleg og magga sæta spilaði frábærlega í kirkjunni.
í dag fara gömlu svo til verona - höfuðborgar rómantíkur - heimaborg rómeó og júlíu.....
ég verð þá bara í því að vera kölluð "mamma þín" ef ég fer úr húsi með bræðrum mínum þangað til þau koma heim - vona bara að fólk haldi ekki að finnbogi sé líka sonur minn!!
maria // 11:30 f.h.
______________________
mánudagur, maí 19, 2003:
ég fer eftir viku og á ennþá eftir að gera 2/3 af tossalistanum mínum!
hvað er það -ég á aldrei eftir að ná að gera allt sem ég ætlaði að gera áður en ég fer á sunnudaginn.
það verður bara að reddast.
ég er búin að vera eyða svo miklum tíma í djammið og ruglið.
það er gaman að þessu.
maria // 12:54 e.h.
______________________
föstudagur, maí 16, 2003:
ég þarf ekki að bíða lengur. það er komið úr almennunni.
ég fékk 8.
ég er glöð.
maria // 2:10 e.h.
______________________
fimmtudagur, maí 15, 2003:
alveg að fara á límingunum. það er enn ekkert komið úr almennunni. þoli ekki að bíða - sérstaklega ekki þegar ég þarf að bíða eftir e-u sem skiptir svona miklu máli.
þýðir samt ekki að pirra sig á því - þetta kemur allt með kalda vatninu eins og gárungarnir segja.
fór að stússast í bænum með rögga bróður mínum í gær. ég var kölluð "mamma þín" allan daginn. hvað er það? ég vil meina að ég lokki alveg 22 árin sem ég hef til góða og ekkert mikið meira en það! bróðir minn er að verða 7 ára. stærðfræðin gerir það að verkum að fólk hlýtur að halda að ég hafi verið villtari unglingur en ég var - það er nokkuð ljóst!
maria // 12:21 e.h.
______________________
þriðjudagur, maí 13, 2003:
ég er rosalega mikið að reyna að vera tæknielg og setja inn tengla og svona. tölvan tekur þessar tilraunir mínar ekki alvarlega.
maria // 1:53 e.h.
______________________
er að fara að hella mér útí íbúðakaupapakkann.
verð að viðurkenna að þetta kerfi er flóknara en kenningar réttarheimspekinga um meginreglur laga!
er samt að átta mig á þessu og fer að spjalla við húskaupadeildina hjá Landsbankanum á eftir. Svo er bara greiðslumat næst á dagskrá.
ég er hrikalega spennt yfir þessu öllu saman.
það verður frábært að skulda íbúð! (þ.e. eiga íbúð)
sé það alltaf betur og betur að lífið er val.
auðvitað fá allir ekki sömu valmöguleika og geta því ekki alltaf valið eins - en þegar allt kemur til alls er þetta spurning um val. hvað vel ég að eyða tíma mínum í, hvað vel ég að leggja metnað í og hvaða leið vel ég að mínum markmiðum.
vildi stundum óska að það fylgdi leiðarvísir með lífinu svo það væri hægt að átta sig á valmöguleikunum og afleiðingunum af að velja/hafna þeim fyrirfram - það myndi auðvelda ýmislegt.
maria // 1:40 e.h.
______________________
mánudagur, maí 12, 2003:
kosningar búnar og ekkert er breytt.
það kom mér ekkert á óvart - fólk þorir ekki að breyta því sem hefur verið lengi.
þetta er svona stockholm- syndrome í makróljósi - sjúkleiki sem lýsir sér í því að fórnarlamb verður sjúklega ástfangið af kvalara sínum, á sér sérstaklega stað þegar ungum stúlkum hefur verið "mannrænt" (sbr. James Bond mynd)
við erum kannski ung, saklaus og óreynd í þessum efnum og viljum þess vegna ekki slíta okkur frá þeim sem hefur verið til staðar - þótt hann sé ekki hjá okkur á réttum forsendum og sé almennt ekki góður hvorki við né fyrir okkur. en það skiptir ekki máli því hann þarf okkur - hann þarf að halda okkur til að fá það sem hann vill. og við skiljum það.
ég líka. ég hef fullan skilning.
það er svo erfitt að rífa sig úr fari sem maður er búinn að koma sér ágætlega fyrir í - þó það komist ekki allir fyrir og þó farið sé ekki ákkúrat bólstrað þá dugir það alveg. allavegana 4 ár í viðbót.
kosninganóttin kveikti líka spurningar hjá mér um hvort ég sé í réttu fari í mínu lífi.
ég vona að ég öðlist skilning á því fyrr heldur en síðar.
maria // 1:57 e.h.
______________________
fimmtudagur, maí 08, 2003:
ég horfði á silfuregils í gær og mun ekki greiða frjálslyndum mitt atkvæði - það er alveg á hreinu. þeirra frambjóðandi var í ruglinu - það er nokkuð ljóst. gallarnir sem komu í ljós á kvótakerfinu þeirra voru líka of stórir til að þessi lausn sé sannfærandi.
verður að viðurkennast að bjarni ben. skoraði stig bara fyrir lokkið - held samt að hann einn og sér sé ekki nóg til að ég sé til í að kjósa sjálfstæðis....
fór á kosningakompásinn áðan og passa 75% við framsókn, 71% við samfylkinguna og 63% við bæði vinstri græna og sjálfstæðis. verð að viðurkenna að ég er engu nær........ þessi kompás ruglaði mig bara meira í ríminu en að hjálpa mér að ákveða hvern ég á að kjósa.
ætla að taka kosningaskrifstofurúnt með katrínu - það hlýtur að leysa þennan hnút
annars vantar mig vinnu í tvær vikur. hér með komið á framfæri !!
best að drífa mig í classann.
pís át - M
maria // 12:09 e.h.
______________________
miðvikudagur, maí 07, 2003:
kæra maría!
velkomin í ruglið.
gaman að þú sért komin aftur í mannheima og sloppin úr bílskúrnum - við vitum að það hlýtur að hafa verið gott að losna.
reyndar munum við ekki öll eftir þér og þau okkar sem könnumst við þig viljum meina að þú sért doldið breytt síðan við sáum þig síðast.
við minnumst þess ekki að þú hafir nokkur tíma verið með svona stóran rass og svo rámar okkur í að þú hafir verið rauðhærð - ekki gráhærð.......
sumir vilja jafnvel meina að þú hafi verið með lit í kinnum hér áður fyrr en ekki náföl- og allir eru sammála um að þú varst ekki með gleraugu þegar þú bjóst hérna í mannheimum fyrir hálfu ári síðan.
engu að síður höldum við að þú sért sama greyið - innst inni.
vonum samt að þú getir drukkið martini og dansað ljóta dansinn eins og áður og að við hittumst eitthvað áður en þú ferð til útlanda 25 maí.
Bestu kveðjur,
þínir vinir og kunningjar í mannheimum Rvk Iceland.
SVAR:
ég sakna ykkar líka.
mary.
maria // 2:50 e.h.
______________________

Sjáðu hvaða týpa þú ert
surprise!
maria // 2:37 e.h.
______________________
laugardagur, maí 03, 2003:
ég fæ alltaf svona weekly-status frá the counter. kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá að fleiri en bara ég vita hvað ég er að spá ...svona stundum allavega........
ég var að klára að læra. fyrst að þetta er á svona hálfkristilegum tíma (0200) ákvað ég að drífa í að kaupa mér far til svíþjóðar. sé ekki eftir að hafa beðið með það. 7450 iskr fyrir one way ticket til köben. icelandexpress forever - það er allt sem ég get sagt............
ég farin að hlakka óstjórlega til að klára prófin. þá ætla ég að taka heilan dag í að gera ekki neitt. ekki skipuleggja tímann minn og vera á klukkunni til að ná amk. 6 tímum í svefn heldur ætla ég að mæta galvösk í ruglið. og vera þar í smástund. allir sem vilja vera með eru velkomnir!!!
best að fara að sofa - ég er búin að tapa háfltíma núþegar..........
yfir og út.
maria // 1:57 f.h.
______________________