ævintýri...
föstudagur, október 31, 2003:
fór á styrktartónleika/listaatburð í gærkvöldi. fannst gott að sýna baráttu þeirra sem berjast gegn vændi á íslandi stuðning í verki.
halla vinkona mín las ljóð og gerði mig stolta.
hefði átt að vera að læra þar sem allt stefnir í falleinkunnir hjá mér um jólin. ég ætti líka að vera læra núna og áðan þegar ég vann kapalinn í tölvunni minni 3svar í röð.
ég er að byrja að læra.
núna.
alveg rétt strax.....
maria // 3:17 e.h.
______________________
miðvikudagur, október 29, 2003:
ég var búin að skrifa þennan fína pistil um ferðina til svartfjallalands - mér tókst að klúðra þeirri einföldu aðgerð að ýta á post and publish þannig að núna fæst ferðasagan aðeins í styttri útgáfu þar sem verður stiklað á stóru.
svartfjallaland er skrýtið land og elsa-international magnað batterí. þar að auki kostaði lokal-bjórinn nik 1 evru sem hafði ósegjanleg áhrif á ástand ráðstefnugesta.
elsa-iceland var ekki álitið merkilegasti hluti elsa-international fyrir viku (og er í raun enn ansi langt frá því ennþá) – engu að síður eigum við hins vegar heiðurinn að merkilegri tillögu sem mun breyta fjármálaumhverfi elsa-international til muna, við erum merkust norðurlandaþjóðanna eftir glæstan sigur á norðulandamóti elsa (því ásgerður er svo sexý) og héldum heiðri og orðspori íslenskra meyja og manna á lofti í hinum ýmsu merkingum þess orðs.
auk þess gerðumst við lögbrjótar, sigldum á adríahafi að næturlagi, gerðum nákvæma könnun á búnaði lögreglu í svartfjallalandi og dóum næstum því oftar en einu sinni.
við gengum út keik og afar þunn eftir að hafa lagð the european law student association að fótum okkar - enn í mörgum skilningum þess orðs.
svo drukkum við flestar þjóðir undir borðið með nik. allt þetta og miklu meira á einni viku.
Ísland – best í heimi.
nokkrar myndir úr ferðinni eru á heimasíðunni hans bigga. þær gefa ágæta mynd af reynslu okkar.
maria // 6:56 e.h.
______________________
laugardagur, október 04, 2003:
hitti perlunar í gær.
það er svosum ekkert fréttnæmt - ég hef hitt þær áður og hitti þær aftur.
vildi bara deila því með mér að ég hefði hitt þær því þeir sem þekkja mig vita hvað perlufundir eru mikill sálarmatur - svona "soulfood" eins og þeir segja í us to da a.
saknaði útlendinganna okkar tveggja samt - það er alltaf best þegar allar komast.
áðan var ég að reyna að finna ódýr flugfargjöld til svartfjallalands. núna er ég að leita að flugfargjöldum til svartfjallalands þar sem ferðalagið tekur minna en sólarhring - millilendingar í belgrad og ljubljana 3svar í viku liðka lítið fyrir ferðaáætlanir okkar frá æslandinu.
þetta endar sennilega ekki með flugi alla leið....
maria // 6:47 e.h.
______________________
föstudagur, október 03, 2003:
ég er forseti elsa - samtaka evrópskra laganema.
gaman, gleði og glaumur.
tölvan er komin úr viðgerð - og það var ekki ókeypis að leysa hana út. ég hef samt saknað hennar, gott að fá hana aftur.
enn meiri gleði og hamingja.
maria // 11:02 f.h.
______________________