>

ævintýri...

fimmtudagur, nóvember 27, 2003:

minns er orðinn veikur. klassík. fór í lyfju og verslað vítamín og hóstasaft fyrir fimmþúsund kall.
gott að e-r getur grætt á veikindum manns - það er allavegana ekki ég.
hið gallharða lestarplan er því sprungið á 3ja degi.
gaman að því.

p.s. ég er brjáluð yfir að rupert var rekinn úr survivor. vona að ekkert þeirra sem er eftir vinni og að þau deyji öll úr hungri. það væri gott á þetta svikula pakk.


maria // 6:05 e.h.
______________________

þriðjudagur, nóvember 25, 2003:

ég virðist hafa allan tíma í heiminum til að gera allt annað en að læra - núna þegar það er ískyggilega stutt í próf. búin að surfa bloggheiminn í 2 tíma og komast að því að þórir sem er með mér í bekk er linkaður á hverju einasta bloggi sem er töff.
ákvað að skella tengli á hann - þá verð ég kannski töff líka.

maria // 4:33 e.h.
______________________

ég sýndi víðsýni í verki gær þegar við halla skelltum okkur á fund hjá frjálshyggjufélaginu í gær. vinkonurnar (önnur með netta vinstri slagsíðu í pólítík og hin yfirlýstur vinstrimaður á leið til kúbu) höfðu gaman af. frjálsyggjmenn höfðu sennilega enn meira gaman af þar sem þeirri vinstri-sinnaðri hefur borist fundarboð frá frjálshyggjumönnum til að ræða hugmyndir hennar frekar.
kannski tekst henni að snúa þeim.
gangi þér vel halla mín.


maria // 2:04 e.h.
______________________

mánudagur, nóvember 24, 2003:

bananalýðveldið er í blússandi sveiflu. búin að vera gúrkutíð í fréttunum og svo kemur þessi fíni bankaskandall - við höfðum gott af því, hálfgerð ládeyða búin að vera.
mér finnst þetta bankaskrípamál í raun hin besta skemmtun. mér finnst hálffyndið hvernig davíð er búinn að taka á þessu. maður sem er búinn að sitja hátt í tvo áratugi á valdastól númer 1 og predika frelsi - og þá sérstaklega í viðskiptum allan þann tíma. og davíð er maður sem lætur verkin tala - lagaumhverfi fjármálstofnana, fyrirtækja og banka er gjörbreytt á hans valdatíð allt í þágu frelsis í viðskiptum og markaðsbúskap. svo þegar e-r fer að nýta frelsið og troða sér í gegnum "loopholes" verður kallinn bandbrjálaður - tekur út peningana sína og misnotar aðstöðu sína til að koma á framfæri persónulegum athugasemdum um að fólk eigi að sniðganga Búnaðarbankann. ég vona allavega að hann hafi misnotað sér aðstöðu sína því ef hann talaði sem forsætisráðherra þá er það miklu meira ámælisvert - forsætisráðherra af sama kalíberi og davíð á litla íslandi má ekki segja slíkt - siðferði verður líka að vera virt í stjórnmálum, jafnvel þótt maður ráði.
ég skil bara ekki hvað manninum gengur til - voru vitlausir menn að nýta sér frelsið sem davíð hefur veitt (þá bara sumum eða..)? græddu þeir of mikið miðað við hvað davíð hafði séð fyrir sér? eru þeir ekki vinir hans? það að selja starfsmönnum hlut í fyrirtækjum á lægra gengi en gengur og gerist er ekkert nýtt á íslandi. þetta er engin bomba. hefur e-r tékkað á hvað kári stef græddi á að selja sér hlutabréf í codanum? eða er það allt í lagi því að er búin að vera niðursveifla í gengi bréfanna hans? ætli þetta siðferðisleysi með innanhúss hlutabréfa-brask sé bundið við fyrirtæki sem ganga vel? eða kannski við þá sem geta ekki státað af ríkisábyrgð?
það kemur mér á óvart að ísland hafi ekki komist í fleiri erlenda fjölmiðla vegna þessa máls. hverjum finnst ekki fyndið að forsætisráðherrann á "lýðræðiseyju" í atlashafi fari í fýlu útí banka og segi fólkinu sínu að taka peningana sína út úr bankanum - þetta er betra en nokkur diktatúr. sérstalega með það í huga að prime-minesterinn sjálfur hefur afar hlýðinn þingmeirihluta og er frelsari landsins í svo mörgum merkingum.
þetta er nottlega bara brandari.
mental note: ef einhver vill selja mér hræódýr hlutabréf sem ég get grætt 346 milljónir á - þá spyr ég davíð fyrst - just to be on the safe side......

maria // 5:23 e.h.
______________________

föstudagur, nóvember 21, 2003:

ég og rassi erum íbúðareigendur.
í dag var samþykkt kauptilboð kærustuparsins vegna fasteignar að brávallagötu númer 22.
hvílík endalaus gleði.
hvílík hamingja.
afhending 1 febrúar - innfluttningur áætlaður 1 mars.
hallelúja.

að mér var hins vegar gert óvægin atlaga
halla er e-ð að miskilja notagildi laganáms. það er ekki asnalegt að segja venjuhelga.
það er það ekki.

mér er samt alveg sama - ég og rassi eigum íbúð!!!

maria // 7:28 e.h.
______________________

fimmtudagur, nóvember 20, 2003:

elsku besta uppáhalds barbara mín var að vinna heimsreisu. heimsreisu - barbara er að fara til kína.
ég er svo glöð hennar vegna - til hamingju elsku ástin mín!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

eins gott að þú sendir mér póstkort frá every áfangastað!

maria // 5:13 e.h.
______________________

A beautiful French film everyone should see
You are "Amelie". You are a dreamer and
only want the best for everyone. Give yourself
some of that attention and maybe your dreams
will come true.


!?!What Indie Film Personality Are You!?!
brought to you by Quizilla

svona er ég duleg að læra!!!!!!!!!


maria // 4:28 e.h.
______________________

af því að ég er komin í prófalestur hef ég nóg að hugsa um. fór að velta fyrir mér hvernig sama setning getur haft tvær merkingar; svona eins og "...hún var greind..." það er alveg hægt að halda að þarna sé gripið niður í samtal um e-n sem hefur kannski misst minnið " hún var greind - núna man hún ekki hvað hún heitir" eða kannski er verið að tala um e-n sem hefur fengið alvarlegan sjúkdóm " hún var greind með brókasótt"
bara pæling.

maria // 4:13 e.h.
______________________

miðvikudagur, nóvember 19, 2003:

ég er að reyna að læra. eins og gefur að skilja gengur mér ekki vel.
ég hef oft verið í "fokki" í skólanum - en það hefur alltaf reddast. nú er ég ekki eins viss - ég hef aldrei staðið jafn illa að vígi í námi. aldrei. og ég vona að staðan verði aldrei aftur svona.

það eru svo fá borð á lesstofunni hérna í lögbergi að ég er að læra inná elsa-skrifstofunni. sem er fínt. það sem er vont er að í næstu stofu er verið að kynna verkefni í e-u fagi sem er ekki lögfræði.
það er augljóst því eftir hverja nemendakynningu sem að á sér stað í tímanum klappa samnemendur þeirra hressilega fyrir þeim. og hressilega, það er ekkert tíkarlegt bank í borðið þar. sem er gaman - gott fyrir hópandann og egó einstaklinganna að klappa.
klappið þýðir að þau eru dugleg og hafa komið kynningunni á verkefninu sínu vel frá sér. til hamingju með það. það er samt hræðilega niðurbrjótandi fyrir mig. hvert klapp er spark í mig - liggjandi á grunnþrepum námsins þegar ég á að vera komin uppá aðra hæð. og það er ekki gaman. ég þekki þetta fólk ekki og þau vita ekki að ég er til. þau vita ekki að dugnaður þeirra drepur mig.
ég samgleðst þeim samt - vildi bara að ég verðskuldaði klapp líka....

maria // 2:00 e.h.
______________________

mánudagur, nóvember 17, 2003:

CWINDOWSDesktopBringiton.jpg
Bring It On!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

fattaði að það mátti svara fleiri en einum valmöguleika og tók prófið aftur. ég er ekki alveg sannfærð um gildi þessa prófs.....

maria // 12:46 e.h.
______________________

CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

það er aldeilis

maria // 8:57 f.h.
______________________

miðvikudagur, nóvember 12, 2003:

ég er í ruglinu.
ég er að falla.
ég er að fá taugaáfall.
gaman að því.
get sjálfri mér um kennt.
ennþá skemmtilegra.

elsa - ísland stendur fyrir málþingi um vændisfrumvarpið í háskólanum í reykjavík á föstudaginn kl 15 - 17. allir velkomnir.
um kvöldið er svo bjórkveld í sal siglingafélagsins brokeyjar við höfnina. byrjar kl 21.
afar áhugvert allt saman.
blaður og bjór - það eina sem ég virðist ráða við!!

maria // 12:38 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives