>

ævintýri...

fimmtudagur, janúar 22, 2004:

af hverju er lággjaldaflugfélög svona leiðinleg?
af hverju er ekki hægt að samræma aðeins þannig að íslenskir laganemar geti farið til prag og haft gaman að án þess að budjetinn fari til andskotans?
af hverju eru námsferðir erlendis ekki námslánshæfar?
af hverju er bókakaupalán lín 20 þúsund?
er til háskólanemi sem eyðir 20 þúsund í bækur á önn og hvaða bókalausu kúrsum er sá aðili í?
ég þoli ekki námslánakerfið enda sannfærð um að það kerfið byggi á einni stórri rökvillu.
hvernig getur jafnrétti til náms verið fólgið í lánaskerðingu vegna launatekna?
þeir sem þurfa að vinna eru þeir sem fá ekkert ókeypis.
þeir sem vinna og sýna fram á tekjur hljóta að vera betri borgunarmenn en þeir sem ekkert vinna. þannig ættu þeir frekar að fá hærri lán en þeir sem ekkert vinna sbr. almenn skynsemi og stærðfræði.
þeir sem taka lán taka lán, þetta er enginn styrkur. hvers vegna getur fólk sem sýnir fram á að það sé borgunarmenn ekki fengið lánsupphæðina sem það þarf til að geta lifað og stundað skóla án þess að þurfa að vinna svartar skítavinnur með skólanum?
áttar ríkið sig ekki á að svört vinna háskólanema er afleiðing námslánakerfisins?

get orðið alveg brjáluð þegar ég hugsa um þetta kerfi.
af hverju fer maður ekki í háskólanám til skandinavíu og fær borgað fyrir að fara í skóla?
það er kannski hugmynd....





maria // 4:33 e.h.
______________________

mánudagur, janúar 19, 2004:

bætti bjarka baxter bekkjarbróður mínum við - alltaf gaman að fólki með skoðanir.

maria // 4:50 e.h.
______________________

elsku besta barbara rúllaði bara upp almennunni.
það var laglegt systir mín.

maria // 4:42 e.h.
______________________

listin er merkileg. endurspeglast í deilu svía og ísraelsmanna um "pro-palestínu" listaverkið á sænska þjóðminjasafninu.
gaman að heyra að það sé e-ð fútt í þessum diplómötum - sendiherra sem ræðst á listaverk, hversu abstrakt er það....

maria // 2:34 e.h.
______________________

ég hef uppgötvað óþol mitt gagnvart ókeypis áfengi. hef því tekið meðvitaða ákvörðun um að sniðganga það um óákveðin tíma. held að það sé bæði mér og öllum sem eru í símaskránni minni til happs.

maria // 2:26 e.h.
______________________

þriðjudagur, janúar 13, 2004:

broddi heitir daníel yngvar. bjútífúl.

drekkti mér í hvítvíni á föstudagskvöldið og hafði afar gaman af. byrjaði að svamla um 4 leytið í klippingu hjá mínum mæta bekkjarbróður los gústos og hélt mér á floti hjá vís þar til ég skellti mér í bjórlaugina á ölveri og flaut svo með straumnum á ölkeldurhús borgarinnar. skilaði mér svo heim 12 tímum en svamlið hófst. hraust sál í heilbrigðum líkama.....

ekki alveg jafnfersk á laugardeginum hins vegar......

skólinn er byrjaður og ég er strax farin að síga aftur úr í heimanáminu, þetta er nottlega ekki í lagi. kannski lagast það eins og allt annað með tímanum - og hörkunni.

maria // 7:33 e.h.
______________________

miðvikudagur, janúar 07, 2004:

nýársspá 2004:
magga og ingvar eru sætustu mamma og pabbi í heimi. broddi beibí er fallegasta barn ársins.

maría stendur sig með ágætum í vor - og sumarprófum.

brávallagata verður valið fallegasta gata borgarinnar og íbúðir á þeirri götu hækka gríðarlega í verði.

perluklúbburinn vinnur vinnustaðaleik létt 96'7 og fær mánaðarferð fyrir perlur, maka og brodda í norðurhéraði Ítalíu.

kvenfélagið rök verður valið í stjórn kvenfélagssambands íslands og gerir róttækar breytingar á lögum félagsins sem leiða til gríðarlegrar kjarabótar fyrir stjórnarmenn félagsins (árleg fræðaheimsókn til miami og 300 þús kr mánaðarlaun)

í ljósi þess að fyrstu tveir þættir spánnar hafa þegar ræst verður hitt að teljast afar líklegt......




maria // 11:28 f.h.
______________________

mánudagur, janúar 05, 2004:

bloggpása í samræmi við biðstöðu í lífinu.

maria // 1:12 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives