ævintýri...
þriðjudagur, ágúst 31, 2004:
minningarathöfn morgundagsins hefur verið aflýst sökum skorts á dauðum hlutum.
síminn er risinn upp frá dauðum.
eftir þetta verður hann aðeins kallaður jesú.
hver einasta vafasama setning sem ég á eftir að láta út úr mér, hvert einasta sms sem gerir mér meira vont en gott og hver einasta þvæla sem uppúr mér vellur í gegnum símtækið jesú héðan í frá verður ekki á mína ábyrgð heldur hans.
jesú.
frelsarans sem nú er upprisinn og endurheimtur frá dauðum.
krónprinsessan hefur á örskotsstundu endurnýjað samband sitt við umheiminn og jesú.
jesú er besti vinur stúlkunnar....
hallelúja!!
maria // 9:13 e.h.
______________________
mánudagur, ágúst 30, 2004:
komin í leitirnar.
krónprinsessan hefur ekki falið sig síðan á laugardagskvöldið (þó hún hafi haft fleiri en eitt tilefni til) og er síður en svo farin til súdan (þó hún væri sennilega best geymd þar í ljósi ýmissa undangenginna atburða).
hún hefur aðeins verið sambandslaus við umheiminn af tæknilegum ástæðum. á laugardagskvöldið lenti hið margumtalaða ólíkindatól gsm-sími prinsessunnar í ófyrirsjáanlegu óhappi.
hann dó.
á hann var traðkað til dauða.
í ljósi hins leiða vana krónprinsessunar til að misnota þetta tæki sitt trekki í trekk þegar vín er haft um hönd eða í kokteilum skálað voru örlög þessi afar heppileg fyrir framvindu sl. laugardagskvölds.
afar heppileg.
minna heppileg fyrir framvindu gærdagsins og dagsins í dag.
á prinsessuna næst því aðeins í gegnum tölvunotkun - þe. á msn eða í gegnum tölvupóst, í það minnsta þar til símtækið ástigna eignast eftirmann.
minningastund um gsm-síma krónprinsessunnar verður haldið miðvikudagskvöldið 1 september nk.
þeir sem vilja minnast misskemmtilegra sms-skeyta, neyðarlegra samtala og dramatískra einræða sem í gegnum símtækið hafa farið er bent á að borga í strætóbaukinn á aragötunni.
sögusagnir um andlát mitt eru því stórlega ýktar.
elvis lifir.
og krónprinsessan líka.
maria // 5:39 e.h.
______________________
föstudagur, ágúst 27, 2004:
eini gjaldkeri landsins sem kann hvorki að reikna né telja hefur hérmeð forlega lokið störfum sínum í þágu hagvaxtar og gróða til handa björgúlfi og þjóðinni allri. landsbanki íslands kann henni bestu þakkir fyrir að hafa týnt peningum á stórkostlega mismunandi og sérstaka vegu. kveðjuhóf hennar stendur yfir í kjallara bankans. veigar eru þambaðar af stút enda einungis konur í hófinu.
skál í boðinu.
reykjavík, 27 ágúst 2004
maria // 4:44 e.h.
______________________
síðasti dagurinn sem bankastarfsmaður hefur runnið upp.
uppáhaldssamstarfskona mín tók með vodka í kók í plastpela til að kveðja sumarstarfsmann ársins.
það er klassi yfir þessu. vandað yfirbragð og smekklegheit.
maður veit aldrei hvað gerist næst...
maria // 9:51 f.h.
______________________
fimmtudagur, ágúst 26, 2004:
er ekki grundvallaratriði að blogga þegar maður kemur heim eftir einn? á ölstofunni til að fagna próflokum og syrgja vinkonu sína?
stelpan gerir í það minnsta bilað gott eggjabrauð á næturnar.
pullurnar hans jóa í bæjarins hvað?!!
klúðraði 25% spurningu á prófinu í dag.
getur maður samt ekki alveg náð fyrir það?
bankinn eftir 8 tíma - stelpan svaf 2 tíma síðasta sólarhringinn.
já já.
hver þarf svefn þegar maður hefur kaffi.
maria // 12:50 f.h.
______________________
laugardagur, ágúst 21, 2004:
stelpurassgatið á fartölvu. (í óskiptri sameign með ónefndri bankastofnun allra landsmanna sem fjármagnar fínheitin.) hún er alveg hrikalega glöð með nýju tölvuna sína. líður pínku eins og þegar maður er nýkominn úr klippingu - svona; aðeins sætari.
þannig er stelpan í dag.
þunn, en aðeins sætari.
miðaldra kvenkyns bankastarfsmenn eru stórkostlegir.
þeir sem fengu símtal frá krónprinsessunni í gærkvöld geta sennilega staðfest það.
kleisí.
og ég á leiðinni í próf!
ég er viss um að strax og tölvan verður tekin formlega í gagnið mun þynnkan hverfa og námsafköstin margfaldast, enda er örgjörfinn í tækinu 1,7. það þýðir víst að tölvan getur gert fleira í einu án þess að hægja mikið á sér.
ég er þannig í dag.
sætari og með 1,7 örgjörfa.
á miðvikudaginn þarf ég hins vegar að afkasta 6.
það hlýtur að ganga upp. (leiðrétting. verður að ganga upp).
maria // 6:19 e.h.
______________________
föstudagur, ágúst 20, 2004:
krónprinsessan dýrkar svona dramatík.
maria // 9:49 f.h.
______________________
eddfríður afmælisstúlka fær hér hamingjuóskir í tilefni gærdagsins.
maria // 9:44 f.h.
______________________
skv. online-stjörnuleiknum myndi yasmine bleeth vera stjarnan sem hneppti hnossið að leika mig.
krónprinsessuhofið kann þátttakendum í neðangreindri getraun bestu þakkir fyrir þátttökuna og hvetur þá til þess að nýta sér stjörnuleikinn til þess að komast að því hvaða stjarna gæti látið ljós þeirra skína skærast á hvíta tjaldinu.
góðar strandarstundir.
maria // 9:16 f.h.
______________________
fimmtudagur, ágúst 19, 2004:
krónprinsessan er búin að eignast nýjan uppáhaldsleik.
"hvaða stjarna myndi leika þig ef þú værir sögupersóna í bíómynd" - leikurinn gefur ekki aðeins góða mynd af leikmanninum sjálfum, heldur veitir honum aðhald og oft nýja sýn á sjálfan sig - þá sýn sem aðrir hafa af honum. nauðsynlegt er að leika leikinn með léttri lund þar sem útspil meðspilara leikmannsins eru oft á tíðum ófyrirsjáanleg og óvænt.
stjöruleikurinn hentar fólki á öllum aldri.
spurning dagsins er því þessi:
"hvaða stjarna myndi leika mig í bíómynd?"
mjög vegleg verðlaun í boði fyrir rétt / góð svör.
(ég er alveg að fríka út í þessum litum!)
maria // 2:25 e.h.
______________________
miðvikudagur, ágúst 18, 2004:
núna skil ég konseptið "end of an era".
sambýliskona mín flytur brátt af landi brott.
á eftir að sakna hennar alla leið.
hún gaf mér gler-blender í gær til að mixa hinn víðfræga aragötukokteil þro-hoska - og drukkið hinni brottfluttu til heiðurs. blenderinn er í takt við nýju græjurnar á heimilinu, í heilu lagi.
ég verð bara hálf þegar dills fer.
ég á samt aðra sambýliskonu sem fer mér vel. það er gott.
maria // 4:04 e.h.
______________________
litanotkun.
e-ð kreísí við þetta.
maria // 10:03 f.h.
______________________
ætli það skipti máli hvaða þjóð sjái um pyndingar við upplýsingaöflun frá "hryðjuverkamönnum"? er minna mark tekið á upplýsingum sem ráðamenn í súdan afla frá flóttamönnum/terroristum en þeim sem bandaríkjaher aflar í guantanamo?
maria // 10:00 f.h.
______________________
mánudagur, ágúst 16, 2004:
í gærmorgun fór ég í bakarí.
sem er ekkert sérstakt.
stelpan sem afgreiddi mig horfði samt undarlega á mig.
kannski var það klessti maskarinn, áfengislyktin eða spray-on sokkabuxurnar sem var að trufla hana.
ég er ekki viss.
nýbakað brauð var hins vegar gott start á sex and the city maraþoni aragötu-kvenna. það er líka svo sætt að vekja sambýliskonu sína með kleinum, nýbökuðu brauði og brassa.
þessi sería varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum - misalnetshæfum. ein þeirra var sifjaréttarlegur undirtónn 4 seríu þar sem charlotte er að skilja. ég hef valið að halda því fram að ég hafi lært fyrir sifja-og erfðarétt í gær þó heilinn væri ekki starfhæfur og eina hreyfingin úr rúminu hafi verið á kfc (þar sem er alveg nóg að drekka eplasafa ef manni langar bara í það!!) og á vídeóleiguna (til að sækja satc) .
lærdómur þynnkunnar er þessi: alltaf að lesa kaupmála vel áður en maður giftir sig.
stelpan er svo effektíf.
maria // 9:36 e.h.
______________________
þetta gefur góða innsýn.
maria // 10:16 f.h.
______________________
laugardagur, ágúst 14, 2004:
annað hvort er ég ólétt eða aumingji.
þegar hinn níu ára grikki kjútípælus rúsínulupusus sigldi á pappírsbát yfir ólympíuvatnið í gær sat mín heima og grenjaði. ekki yfir hvað þessi neysluhátíð kostaði heiminn og hvernig þetta fjármagn hefði nýst okkur betur á annan hátt - nei, heldur af því að mér fannst hann svo mikið krútt og athöfnin svo falleg.
ein heima, veik og ekki að læra, vafin inní 5 lömb með æluna uppí háls - en grét með ekka þegar gríski fáninn var dreginn að hún og drengurinn hljóp í land til að láta aðstandendur hátíðarinnar klappa sér á kollinn.
það er ekki allt í lagi.
ég jafnaði mig samt og ældi svo næstum af hræðilegum ræðuhöldum alveg þangað til þjóðirnar fóru að labba inn. ég sá þær allar. ekki viss um að áhorfendur eigi að vinka íþróttamönnunum tilbaka í gegnum sjónvarpið þegar þeir brosa framan í myndavélina, sannfærð um að þau séu öll sigurvegarar. það gæti samt verið. fyrir mér eru þau öll sigurvegarar og ég samgladdist hverjum og einum sem labbaði inná völlinn. ég hélt mér samt frá því að grenja (nema úr hlátri stöku sinnum) fyrir utan þegar palestína labbaði inn. þá brustu allar flóðgáttir og stelpan þurfti að fara inná klósett að jafna sig. sigurinn sem fólst í palestínska fánanum á ólympíuleikunum var stór.
í nótt dreymdi mig að palestína væri frjáls og friður í heiminum.
í draumnum grenjaði ég allan tímann.
það er ekki í lagi með mig!
maria // 1:14 e.h.
______________________
föstudagur, ágúst 13, 2004:
GOTT:
- appelsín í gleri með lakkrísröri.
- fjölskyldan mín. án þeirra væri ég ekkert.
- vinkonur mínar. ég elska þær.
- retail-therapy.
- 20% aukaafsláttur á útsölunni í evu.
- hitabylgjan.
- fiðrildi í maganum.
- að hitta gott fólk eftir langan tíma.
- hvítvín.
VONT:
- skítkast og baktal.
- heimsyfirráð eða dauði - pælingar í heimdallskosningunum.
- naglalakksklessur á lærinu og hælnum í hitabylgju.
- sumarpróf í sifja - og erfðarétti.
- fasteignasalinn minn.
- að segja eitt og meina annað.
- bush.
- að vinna inni - vitandi að það er ekki austurvöllur sem bíður, heldur lögberg, eftir vinnu.
(yfirlit þetta er birt með fyrirvara um mögulegar breytingar, viðbætur og útúrsnúninga. einfaldlega vegna þess að það er ekkert víst í þessum heimi - enda er hitabylgja á íslandi.)
maria // 11:57 f.h.
______________________
miðvikudagur, ágúst 11, 2004:
tæknin hefur náð heljartökum á stelpunni.
til að fara alla leið í neysluhyggjunni hefur verið ákveðið að uppfæra tölvukost krónprinsessunnar.
eftir að eignarhaldsformi krónprinsessunnar var breytt úr sameignarfélagi í einkahlutafélag er enginn fjármálastjóri til að taka í taumana lengur.
því hefur verið tekin ákvörðun um að kaupa fartölvu sem þarf ekki að vera í sambandi til að virka, sem heldur skjánum á sér uppi sjálf, sem skrifar alla stafi sem pikkaðir eru á hana og slekkur ekki á sér nema ýtt sé á e-k off takka á henni.
nú þarf bara að finna tæki sem sæmir stúlkunni.
uppástungur?
maria // 12:56 e.h.
______________________
stórkostleg grillveisla í garðinum á aragötunni í gær.
hvítvín, bjór, einnota grill og homer simpson-sized kótelettur.
maria // 11:09 f.h.
______________________
þriðjudagur, ágúst 10, 2004:
stelpan er komin af harðgerðu fólki.
fólki sem skellir sér í sveitina uppá flippið - til að ná tengslum við náttúruna.
festir svo jeppann í náttúrunni - því hún er svo frjáls og óbeisluð.
skríður undir jeppann til að moka burt drullunni - enda af jörðu komið og mun aftur að henni verða.
fær bílinn í hausinn, en klárar dæmið með blóðtauma og bogið enni.
4 spor.
það er ekki neitt miðað við að fá ford explorer í hausinn.
djöfull er pabbi minn mikill nagli. ég á aldrei eftir að næla mér í eins harðan gaur og hann er.
maria // 1:05 e.h.
______________________
ég er búin að vera með þjóðsönginn á heilanum síðan ég vaknaði.
þjóðarvakning á aragötunni.
annars gæti hitabygjan e-ð verið að rugla kerfið.
maður veit það ekki.
maria // 12:50 e.h.
______________________
föstudagur, ágúst 06, 2004:
"i was maid for loving you baby!!"
singstar í kvöld.
já!!!
til hamingju með morgundaginn íslendingar.
megi ríkistrúin verða okkur hliðholl með aðskilnaði.
hallelúja.
maria // 4:30 e.h.
______________________
gærkvöldið allt var eins og atriði úr bíómynd.
3 stúdínur sem búa saman fara í bæinn og kaupa sér eins buxur. á visa. (þær eru ekki óskynsamar þegar kemur að peningum, þær eru bara svo hrikalega flippaðar gellur). fagna svo sjopping-spreeinu með öl á öl. (þær eru sko ekki drykkfelldar, þeim finnst bara gaman að lyfta sér upp, relaxed lifestyle.) toppa svo allt með að kúra saman undir sæng og horfa á bestu kvikmynd allra tíma - pretty woman.
þá rann upp fyrir mér hvaðan rauðu krullu-syndromið mitt kemur.
dijúlía.
öskubusku/hóru - draumurinn í beinni.
kannski endurspeglar aðdáun mín á helgu og hennar hári mína duldu þrá eftir því að vera í doppóttum kjól með hanska, gera mig að krúttlegu fífli og láta kalla mig hóru. samt þannig að richardinn minn lemji alla sem eru vondir við mig.
því ég er svo mikil kona og hann svo mikill maður.
ég held að þetta útskýri líka brúðarkjólaáráttuna.
kannski geng ég bara í heimdall og kýs bolla.
hann mætir líka í aragötupartý.
aldrei hefur helga gert það.
maria // 8:44 f.h.
______________________
fimmtudagur, ágúst 05, 2004:
mér lángar að vera með alvöru klullur.
svona eins og helga.
hún virkar bæ ðe vei hrikalega svöl.
spá í að ganga í heimdall og kjósa stelpuna.
eða kannski lángar mig bara alveg bilað í þetta hár.
maria // 3:29 e.h.
______________________
þriðjudagur, ágúst 03, 2004:
er forvitni eða fróðleiksfýsn eðilegri hvati þess að lesa ævisögu lindu pé?
maria // 8:08 e.h.
______________________