ævintýri...
fimmtudagur, febrúar 26, 2004:
ég er ennþá glöð síðan í gær!!!!
maria // 1:36 e.h.
______________________
miðvikudagur, febrúar 25, 2004:
þessi dagur ætlar að verða frábær afmælisdagur, þó ég hafi vaknað með berjarönd á neðri vörinni og aðeins of seint. hlutirnir fóru aðeins úr böndunum í matarboði hjá los gústos í gærkvöld, en gríðargleði var við völd þegar ég kvaddi mitt tuttugasta og annað ár og heilsaði því tuttugasta og þriðja í góðra manna hópi. svona áramótafílingur yfir þessu - léttvín, tímamót og prakkarastrik...
ætla að fara heim til mín og baka afmælistertu í tilefni dagsins.
gleðifögnuður verður svo á heimili mínu á laugardagskvöld nk.
þeir er telja sig eiga erindi í þennan fögnuð eru vinsamlegast beðnir um að láta sjá sig. formleg invitasjón verða ekki send út, enda miklu svalara að láta orðið berast......
maria // 2:34 e.h.
______________________
týpiskt að kommentakerfið detti út í dag....
maria // 12:08 e.h.
______________________
omg hvað það er fyndið að fara á instant-fyllerí á þriðjudögum!!!!!
maria // 12:05 e.h.
______________________
þriðjudagur, febrúar 24, 2004:
Tegar eg flutti ad heiman baud pabbi mer dunk af tjorurhreinsi, tvi tad er svo praktiskt ad eiga. Eg aftakkadi pent en gat talad hann inna ad kaupa handa mer sushi-sett i stadinn. sem er btw mjog smart.
Tad getur svosem fylgt sogunni ad eg hef hvorki eldad sushi ne notad sushi - settid eftir ad eg flutti ut. Það skiptir samt ekki grundvallarmali ad minu mati. Tad sem er mikilvaegt er hversu smart tad er og passar vel vid steinplattana mina. get alveg vidurkennt ad stundum hef eg lagt a bord fyrir 2 med sushi - settinu, bara til ad horfa a hversu flott tad er i aksjon - og tekid svo af bordinu tegar eg hef lokid vid ad dast ad tvi.
eg dadist lika ad sjalfri mer i gaer tegar eg drulladist til ad trifa bilinn sem eg er a. fyrrverandi kaerastinn minn a hann og vill ad eg selji hann svo min setti harid i tagl, skellti ser i joggarann og tok med ser bilasjampo i fotu a select - bilatvottaplanid, galvosk og fit for fight.
Tegar eg maetti a svaedid i godu flippi med "at the carwash" a heilanum var virdulegur madur i jakkafotum ad skola af jeppanum sinum i staedinu vid hlidina a mer. eftir sma byrjunarordugleika (tad var halt og eg a sleipum skom...) sprautadi eg godri vatnsgusu yfir jakkafatamanninn vid hlidina a mer.
hann brjaladist.
eg sagdi fallega fyrirgefdu - en hann tok ekki mikid mark a mer enda hettupeysur ekkert serstaklega flegnar.
eg nadi ekki ad afsaka mig frekar tvi hann hoppadi uppi jeppann og skrensadi i burtu.
eg svara honum tess vegna her:
i fyrsta lagi a madur ad vera i joggaranum og ready for action tegar madur laetur leka af bilnum.
i odru lagi er ekki alltaf gott ad vita hversu mikid magn kemur tegar skrufad er fra (skil ekki ad karlmadur a tessum aldri hafi ekki vitad tad.......)
i tridja lagi var tetta vatn - tad TORNAR.
tarna stod eg skitug, i rennandi blautum fotum og buin ad valda skapvonsku jakkafatamanns og for ad velta fyrir mer af hverju i andskotanum eg aetti ekki lengur kaerasta - ef ekki fyrir annad en ad lata hann trifa helvitis bilinn!! eg komst ad teirri nidurstodu ad ef eg eignast kaerasta aftur verdur jafn mikilvaegt ad hann taki ad ser ad trifa bilinn eins og ad hann kunni ad dansa - t.e. eiginleiki nr. 5 a "eiginleikar sem karlmenn verda ad hafa til ad bera" - listanum minum.
i stadinn get eg elda fyrir hann sushi og reddad honum tjoruhreinsi hja pabba til ad trifa bilinn.
maria // 6:02 e.h.
______________________
snilld
ótrúlega pro.
hver vill ekki vinna porche á tombólu!!!
maria // 4:59 e.h.
______________________
mánudagur, febrúar 23, 2004:
rannveig sem hefur yfirburðastöðu þegar kemur að aðgengi að tækni - og tölvumönnum og kann þess vegna á tölvur (sem er töff) er búin að búa til bekkjarsystrablogg fyrir lagastúdínur.
heiður að vera í félagsskap þessara afburðakvenna sem eru með mér í bekk.
maria // 2:54 e.h.
______________________
sunnudagur, febrúar 22, 2004:
ég reyndi að setja hingað link á mynd sem mér fannst fyndin. gat það ekki því ég er vanhæf.
maria // 7:56 e.h.
______________________
skynsemin er að taka yfir.
það er gott.
það er framför.
svona er ég dugleg:
hélt mér frá áfengi alla helgina (samt ennþá spurning með sunnudagsbjór...)
fór til eddu og horfði á aðrar vinkonur skemmta sér og gera sig að fíli gagnvart karlmönnum (í stað þess að gera það sjálf. skemmtileg tilbreyting)
fer ekki til prag (rakel ætlaði að spilla mér og mínum fjármálum áðan, ég barði slíkan áróður frá mér með því að koma inn hjá henni brennandi samviskubiti. hún ætlar ekki heldur að fara!!! ha ha)
lærði heima (enda á aumingja bjarni settur ríkislögmaður ekki möguleika gegn lögmönnum Hitakúts ehf á morgun þegar við grjóni fyrir hönd eigenda múlatorfu rúllum upp ríkinu fyrir óbyggðarnefnd háskóla íslands! múhaha!!)
byrjaði að plana roknapartý fyrir næstu helgi (ef maður á afmæli þá á maður afmæli...)
talaði við útlensku perlurnar mínar - oh hvað ég fíla ykkur vel!!!
tvennt í viðbót sem þolir ekki kastljós veraldarvefsins.... ég er samt ánægð með það!!!
pís át
fyrir hönd málflutningsstofunnar Hitakúts,
María Rún Bjarnadóttir hrl.
maria // 7:47 e.h.
______________________
föstudagur, febrúar 20, 2004:
ef maður sendir fólki texta undir fölsku nafni er þá sniðugt að hann hljómi svona?
solin brennir nottina og nottin brennir dag. thu ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag.
eða:
og hvitir armar birtust og hjartað brann af gledi og hjartad brann af sorg er þeir folu sig i skugganum. tvi hun var bara 22 og fyrir innan gluggann og fallegust af ollu tvi sem nokkur sinni skedi.
eða jafnvel:
maby i have seen you before. I've seen you bathing on the floor.
ljóðræn snilld á fölskum forsendum. verður ekki miklu betra.
maria // 1:31 e.h.
______________________
ég kyngdi matskeið af kanel á árshátíðinni. ekki af því að maturinn var vondur og ég varð svo svöng heldur af því að jóhannes árnason og ágúst stefánsson beittu óheiðarlegum aðferðum til að kúga mig uppá svið til að taka þátt í þessum skrílslátum. bera þeir því in solidum ábyrgð á því að ég hósta ennþá kanel á grundvelli 36 gr og 33 gr samningalaga.
sveiattan.
maria // 11:31 f.h.
______________________
ef þetta er ekki fyndið þá veit ég ekki hvað.
hörður harði - doin his thing!
maria // 9:53 f.h.
______________________
fimmtudagur, febrúar 19, 2004:
eru landamerkjabréf frá 1891 ekki bara grín?
ég er að massa verkefni í eignarrétti með grjóna bekkjarbróður mínum. júrídíski þankagangurinn tröllríður elsa-skrifstofunni sem ég er búin að leggja undir mig sem námsherbergi.
alltaf að nýta sér aðstöðu sína.....
maria // 3:35 e.h.
______________________
miðvikudagur, febrúar 18, 2004:
mín er búin að vera í ruglinu.
alltaf gaman að því.
marineruð í viku til að sýna norrænum laganemum íslenska gestrisni - eða bara til að nýta hverja afsökun til að fara ekki að læra. nú er svo afsökun farin af landi brott og árshátíðin búin.
tími þorgeirs örlygssonar er kominn í mínu lífi.
maria // 2:37 e.h.
______________________
miðvikudagur, febrúar 11, 2004:
komin í innsta hring - bróðir minn lét uppi bloggið sitt.
fíla það mjög vel.
shitt hvað ég er að meika það.
maria // 7:54 e.h.
______________________
mín er ekki búin að redda kjól fyrir árshátíðina.
dramað er rosalegt.
maria // 4:39 e.h.
______________________
þriðjudagur, febrúar 10, 2004:
ég ákvað að skella mér á árshátið orator í næstu viku. sem eru svosem ekkert merkilegar fréttir því það er fullt af fólki sem ætlar að gera slíkt hið sama.
hins vegar er það ekki sniðugt í mínu tilviki þar sem ég á hvorki peninga til að borga fyrir aðgöngumiða ( og ætla þess vegna að rífa upp visa-kortið úr rassvasanum...)
né kjól til að vera í (og þess vegna hringdi ég í frænku mína í gær en hún er einmitt afskaplega flink að sauma.....). þetta eru hins vegar tímabundnar lausnir - þar sem yfirdrátturinn er fullnýttur og enn á eftir að greiða síðustu útborgun af brávallagötunni minni (og þess vegna ætla ég að fara í fleginn bol og lalla mér niður í landsbanka á eftir)
stundum held ég að það virki ekki allt eins og það á að gera hjá mér...........
maria // 12:10 e.h.
______________________
mánudagur, febrúar 09, 2004:
því ég er tölvugreindarskert tók elsku diljá mín málin í sínar hendur og vhala - hingað er komið kommenta-kerfi.
hvar væri ég ef ég væri ekki perla.............
maria // 8:34 e.h.
______________________
Finally....komin med KOMMENTAKERFI!!!
maria // 2:02 e.h.
______________________
sunnudagur, febrúar 08, 2004:
fór á svona instant-djamm í gær, skemmti mér vel og gerði engan óyfirstíganlegan skandal. þar að auki eyddi ég nákvæmlega 700 kr og kom heim á skikkanlegum tíma.
það er langt síðan ég hef farið að djamma og samt liðið svona vel á sunnudegi.
lykillinn að þessu vel heppnaða djammi var einfaldur - ég gleymdi veskinu mínu heima og fór á djammið með nákvæmlega núll krónur í vasanum. það er - ég drakk gott sem ekkert þegar í bæinn var komið. þar sem að haldið var að mér vodka - black death áður en í bæinn var haldið entist mér sú víma allt kvöldið og ég vissi nokkurn veginn hvað ég var að gera og segja allan tímann. og ég veit að ég lét gsm-símann minn vera og get því gengið hnarreist um ganga lögbergs alla næstu viku (eða svona næstum...)
ég er svo ánægð með þetta að ég ætla að reyna að gleyma veskinu mínu heima öll föstudags-og laugardagskvöld héðan í frá - það myndi einfalda lífið til muna.
maria // 9:37 e.h.
______________________
fimmtudagur, febrúar 05, 2004:
fröken/frú to be rannveig bekkjarsystir mín er nýjasti heiðursfélagi mariarun.blogspot.com.
til hamingju með það fröken/frú to be næstum 25 ára..........
maria // 10:53 f.h.
______________________
þriðjudagur, febrúar 03, 2004:
loksins er þessi prag-ferð að smella saman. hallelúja.
það virðist ýmislegt vera að smella saman, ég er loksins flutt og er að byrja að læra. varð reyndar veik í dag og er að berjast við að halda hugsuninni skýrri. það er kannski töpuð barátta fyrir löngu.....
maria // 6:05 e.h.
______________________