>

ævintýri...

miðvikudagur, mars 31, 2004:

ekkert smá gaman hvað það hefur mikið umtal orðið um elsa-fundinn í gær. sjónvarpsfréttir, mogginn og annað hvert blogg - gaman að þessu.
líka gaman að laganemar hafa tekið geðveikisprófið hér að neðan í hrönnum og þannig dregið úr áhyggjum mínum yfir eigin veikleikum....
samanborið við suma er ég amk eins heil og ég hélt að ég væri!

maria // 4:56 e.h.
______________________

þriðjudagur, mars 30, 2004:

spamadur.is er hér með viðurkenndur andlegur ráðgjafi krónprinsessunnar.
þeir sem vilja skilja verða að lesa áfram......

spurt er - er ég í ruglinu? (vitandi/vonandi að svarið gæti aldrei verið "já"...)
svar: 2 stafir.
Náið samband birtist. Á þessu stigi málsins er óumflýjanlega komið að þeim tímapunkti varðandi þig og tiltekna manneskju að ákveða hvert skal haldið. Þið hafið augljóslega gengið í gegnum fyrsta stig ykkar sambands og þurfið að huga að næsta skrefi.

Stafirnir tveir á spili þessu tákna stöðu ykkar og markmiðum sem tengjast óumflýjanlega ákvörðun þinni varðandi framtíð ykkar. Skilgreindu drauma þína, áætlanir og tilgang þinn í lífinu áður en þú ákveður hvað skal verða.

Framtíðin sýnir stöðuhækkun og batnandi aðstæður en einnig er augljóst samhengi milli líðan þinnar sem tengist sjálfstrausti þínu og velgengni framtíðar.

Þér er ráðlagt að efast hvorki um framhaldið né frama þinn sem er um það bil að breytast til batnaðar.


spurt er - hver er ég? (stundum þarf maður bara góð ráð....)
svar: bikardrottningin (afar viðeigandi titill. krónprinsessan hefur ákveðið að taka upp þessa nafnbót.)
Dula umlýkur konu þessa. Hún leyfir ekki hverjum sem verður á vegi hennar að kynnast sér náið. Hún er góð manneskja en dreymin oft á tíðum. Hún á það til að dreyma um eigin framtíð og annarra ómeðvitað.

Hún býr yfir styrk sem er ekki auðsjáanlegur á neinn hátt og gáfuð er hún. Konan er viðkvæm oft á tíðum og býr yfir þeim hæfileika að vera fær um að hlusta vel á undirmeðvitund sína þegar kemur að því að kynnast öðru fólki.

Hún kann að virðast skrýtin en það er eingöngu misskilningur þeirra sem þekkja hana ekki og fá eflaust aldrei tækifæri á því.

Hún er skapandi, gjöful og góð alla leið.


samkvæmt persónuleikatrénu er ég svo fura.
veit ekki alveg hvað mér finnst um það - svoltið mikið ikea stæl yfir því , hélt ég væri svona meira eik og habitat...
en svona er þetta - maður andmælir ekki spámanninum. nú verður ráðist í framkvæmdir spádómanna og innhverf íhugun stunduð þar til ég hef kortlagt framtíð mína, drauma og þrár. lærdómurinn verður víst að bíða aðeins lengur.......

maria // 4:27 e.h.
______________________

laugardagur, mars 27, 2004:

í gær bauðst krónprinsessunni gullið tækifæri til að þrífa þar sem barbara fékk afhenta íbúðina sína. verð seint þekkt fyrir að láta slíkt tækifæri renna mér úr greipum, skellti mér í skítagallann til að skrúbba og skúra burt iðnaðarryk og flytja kassa.
fékk að djöflast það mikið með tuskuna að spilavítisdraumar yfirsjálfsins gleymdust.
áhugaleysið varð algjört þegar ég fékk að heyra frá áreiðanlegum heimildum að heimdellingar spila bara uppá platpeninga.
eftir að hafa búið í svíþjóð, þar sem hægt er að spila black jack á hverri einustu knæpuómynd í hvaða krummaskuði sem er veit ég að ég er góð í fjárhættuspilum. þess vegna læt ég ekki sjá mig á platspilavítiskvöldum - það er the real deal or nothing!!

það stefnir allt í átök í kvöld.
prinsessan skiptir innan 4 tíma út lagasafni og þorgeiri örlygssyni fyrir varalit og bakkus. ekki ónýt skipti það.......

maria // 3:23 e.h.
______________________

föstudagur, mars 26, 2004:

prinsessuna langar ekkert smá að klæða sig í kvöldkjól og fara á spilavítiskvöld hjá heimdalli. það er ekkert skemmtilegra en að gambla, enda sæmir það prinsessum að drekka kampavín og kokteila uppstríluð við rúllettuborð.
þarf bara að redda mér kavalíer í smóking.
ætla að ganga í þetta mál.

maria // 5:21 e.h.
______________________

þetta er rugl!!!
vilja fundarmenn commenta á þessar niðurstöður.
ég trúi ekki að ég sé svona mikið sækó....
DisorderRating
Paranoid:Low
Schizoid:Low
Schizotypal:Low
Antisocial:Low
Borderline:Low
Histrionic:Moderate
Narcissistic:Low
Avoidant:Moderate
Dependent:High
Obsessive-Compulsive:High

-- Personality Disorder Test - Take It! --



maria // 11:34 f.h.
______________________

fimmtudagur, mars 25, 2004:

er ekki í lagi að fá sér einn í kvöld?
(þó þessi eini verði þrír, er það þá ekki í lagi líka??)

maria // 8:37 e.h.
______________________

þriðjudagur, mars 23, 2004:

ari karlsson um framkvæmdastjóra, skólagjöld og framtíðarsýn.

maria // 2:34 e.h.
______________________

ég hef ákveðið að hundsa allar siðareglur bloggara um að setja fólk í flokka á linkasafninu. mér finnst kynjaskipting nægja og verður fólk bara að sæta því að vera fyrir ofan eða neðan fólk sem það (eða jafnvel ég!) þekki ekki.
tengingarnar eru til hagræðis fyrir mig svo ég geti bara skoðað öll blogg sem ég les út frá mínu bloggi. og hana nú.
jafnvel að hugsa um að búa bara til mínar eigin siðareglur (ekki bara á blogginu heldur í lífnu almennt) - er það ekki voða mikið í anda frjálshyggjunar?
"frelsi einstaklingsins til að gera það sem hann vill á meðan hann skaðar ekki aðra",
"ég mæti bara í gallapilsi í kokteilboð ef mér sýnist - dresskód er rugl" og
"mér er alveg sama þótt ég þekki þig ekki (eða lítið) ég les bloggið þitt og hef link á þig ef mér sýnist"
-pælingar.

já ég ætla að gera opinberar og fastmótaðar siðareglur krónprinsessuhofsins - stofna fríríki á aragötunni og halda áfram að heiðra mína eigin guði.
jess - ég er að hægri sveiflast!

maria // 2:23 e.h.
______________________

sunnudagur, mars 21, 2004:

krónprinsessan stóð plikt sína um helgina - auðvitað, enda samviskusöm og heil í verkum sínum.
eftir að hafa varið heiður laganema gegn viðskiptafræðinemum með beittum orðum úr ræðustól og bjórþambi, úthellt starfsfólki ölvers fyrir brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár og jafnréttislöggjöf, heiðrar guðina með skálum og teigunum og stigið trylltan dans á hverfisbar sínum var laugardagskveldinu varið í sjónvarpsgláp í úthverfinu enda kominn tími til að hylla forfeðurna.

frá og með þessum degi mun krónprinsessan einbeita sér að því að hylla lestrarguðina - enda hefur hlutur þeirra verið rýr í hyllingum krónsprinsessunnar undanfarið.


maria // 5:30 e.h.
______________________

föstudagur, mars 19, 2004:

elsku ástar barbara á afmæli í dag.
til lukku elskan.
hlakka til að skála með þér í kvöld!!

maria // 4:20 e.h.
______________________

krónprinsessan mun tala gegn sannfæringu sinni í orator mágus keppninni í kvöld.
gaman að því.

maria // 4:19 e.h.
______________________

miðvikudagur, mars 17, 2004:

krónprinsessan á sálufélaga í útlöndum og elskar það.

maria // 3:48 e.h.
______________________

ég á deit við sætasta strák í heimi um helgina - ætla að hitta hann og mömmu hans auk þess sem allur saumklúbburinn hennar verður á staðnum....
þetta verður rosalegt deit. hlakka ekkert smá til........

maria // 3:37 e.h.
______________________

ég vorkenni þeim sem eiga ekki jafn sætar vinkonur og ég......
love it að fara á kaffihús með utanbæjarfólki.


Talskilaboð sendi ég
Sent með
GSMbloggi Og Vodafone

maria // 3:36 e.h.
______________________

mánudagur, mars 15, 2004:

rakel hin rosalega elíasdóttir hlýtur hérmeð verðlaun fyrir frumlegasta svar getraunarinnar sem fór fram í síðustu viku.
ekkert rétt svar barst hins vegar og verður því hér með upplýst að á myndinni var á ferð húsdraugurinn zeta sem er 3ji kanturinn í fræðilegum ástarþríhyrning lagaprófessor emeritus nokkurs og klósettpappírsmúmíunnar þegar hún er "af með bukserne". hornsteinninn í þessum þríhyrning er óútgefið meistaraverk þríeykisins á sviði sifjaréttar.
leiðinlegt að enginn lesandi sé með svona grundvallaratriði á hreinu...


annars sinnti krónprinsessan skyldum sínu á föstudagskvöldið og heiðraði guðina.
varð um leið í 2 sæti á skákmóti hins göfuga gríms geitskós.
svo ekki sé minnst ráðgefandi störf hennar varðandi skattaréttarleg málefni í bland við kennslufræði og kynlíf.
prinsessan vanrækti þó dansguðina sökum annarra skyldna - en bætti þeim það upp með látum með aðstoð kvenfélagssystra sinna á laugardagskvöld þó bakkus hafi ekki fengið að fljóta með í þá för.
ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort prinsessan mun sinna skyldum sínum um næstu helgi þar sem sjóðir hofsins virðast tæmast ískyggilega hratt þegar guðirnir eru heiðraðir....


maria // 3:20 e.h.
______________________

miðvikudagur, mars 10, 2004:

krónprinsessuhofið hefur fengið fastan stað fyrir skrifstofu sína og þarf ekki lengur að vera háð mætingaleysi samnemenda sinna til þess að nýta sér aðstöðu lesstofu lögbergs.
færir hún hæstvirtum embættismanni og valdsmanni, lesstofustjóra, þakkir. þakkir fær einnig ritari lesstofustjóra fyrir að hafa farið afar fögrum orðum um h.k.m. á plaggi því er veitir henni rétt til lestofuborð nr. 41 á lesstofu lögbergs.
skrifstofan verður opin alla daga frá 8 - 22, útibú skrifstofunnar er í félagsherberginu í kjallaranum.....

í ljósi yfirvofandi trúskipta krónprinsessunnar hefur hún surfað hægri væng bloggheima af mikil krafti undanfarið. lausleg könnun á skrifum hægri manna hefur leitt í ljós að það er enginn hægri maður til hægri ef hann tjáir sig ekki með orðasambandinu "mjög gott "(upphrópunarmerki notuð til áherslu eftir þörfum) þegar hægri vængurinn blakar e-r staðar.
krónprinsessan mun því hér með tileinka sér þessa orðnotkun - og finnst hún þegar hafa hliðrast til hægri.......

maria // 5:15 e.h.
______________________

mánudagur, mars 08, 2004:

rétt er að taka fram að getraun vikunnar lýkur ekki fyrr en nk. föstudag. öllum er heimil þátttaka og eru efnistök mögulegra svara víðtæk þar sem myndbirtingin varði afar stutt. þátttakendum er bent á að láta hugmyndaflugið ráða við úrlausnir sínar enda bæði veitt verðlaun fyrir rétt svar auk frumlegasta svarsins.
góðar stundir.

maria // 8:32 e.h.
______________________

sökum lagatæknilegra atriða hefur myndbirting vegna getraunarinnar verið afturkölluð. getraunin verður kannski bara meira spennandi fyrir vikið?
hofið kemur hér á framfæri opinberri afsökun til hlutaðeigandi sem þótti vegið að heiðri sínum. krónprinsessan harmar það tilfinningalega uppnám er myndbirtingin olli og vil hér með koma á framfæri hjartahlýjum kveðjum til hlutaðeigandi.
með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og von um gæfuríkt samstarf á næstkomandi árum,
h.k.m. krónprinsessa hvítvíns og gleðistunda...

maria // 5:22 e.h.
______________________

í hófum sem haldin eru í prinsessuhofinu teiga gestir guðaveigar.
afleiðingar þess eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar.
menn jafnt sem konur eiga til að til að svipta sig klæðum og stíga villtan dans.......

hofið hefur hafið opinbera getraun...
spurningin er þessi:
hver er þessi maður, af hverju er hann ekki í fötum og hvað er hann að gera???
svörum skal skilað í kommentakerfið.
réttasta lausnin verður verðlaunuð sem og sú frumlegasta.



maria // 4:58 e.h.
______________________

hef tekið tæknina í mína þjónustu og mun því getað sinnt hlutverki mínu sem krónprinsessa hvítvíns og góðra stunda mun betur.
á þessari mynd er klósettpappírsmúmían haraldur
- hún hefur gríðarlegt skemmtanagildi þegar haldin eru hóf í prinsessuhofinu.
alteregóið hennar - halli.tk sem lifir á virkum dögum, átti gleðigjörning dagsins í dag - þegar ég kom heim í hádeginu beið fyrir utan hurðina mína undurfagur gullpakki með vínglösum.
sannarlega viðeigandi gjöf handa krónprinsessu og verndara áfengra drykkja...
því má bæta við að ekkert gleður prinsessuna meira en óvæntir glaðningar og uppákomur og var gjöfin frá halla því enn frábærari en lesendur gera sér grein fyrir.
takk halli - bið að heilsa múmíunni.


Talskilaboð sendi ég
Sent með
GSMbloggi Og Vodafone

maria // 4:36 e.h.
______________________

jebb

maria // 4:28 e.h.
______________________

GSMblogg prufa
This is a test message
áðéíóúþæö
ÁÐÉÍÓÚÞÆÖ

maria // 4:24 e.h.
______________________

sunnudagur, mars 07, 2004:

eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist:
"h.k.m. krónprinsessa hvítvínsins, partýprinsessan og verndari áfengra drykkja maría bjarnadóttir mun taka sér leyfi frá skyldustörfum sínum um óákveðin tíma til þess að sinna uppbyggilegri hugðarefnum.
prinessan hefur hug á að lesa heimspeki til þess að kafa dýpra og átta sig á tilgangi lífsins. h.m. partýprinsessan mun leita leiðsagnar frjálshyggjufólks við þessa vinnu í ljósi þess að prinsessan hefur hug á að taka nýja trú - frelsið.
ofangreindar aðgerðir eru ekki aðeins í þágu innra sálarlífs prinsessunnar heldur einnig nágranna prinsessuhofsins á aragötu.
biðst h.k.m. prinsessan undan kastljósi slúðurs og kjaftasagna á meðan þessari vinnu stendur þar sem tilfinningalegt svigrúm er nauðsynleg forsenda framfara prinsessunnar.
skrifstofa prinsessuhofsins, lesstofuborð það er hún situr við hverju sinni, tekur við skriflegum beiðnum ef nærveru prinsessunnar er óskað í leyfinu. áhugasömum er þó bent á að síminn er ávallt opinn.
skál í gleðinni,
skrifstofustjóri prinsessuhofsins að aragötu."

maria // 7:30 e.h.
______________________

fimmtudagur, mars 04, 2004:

þetta er ungt og leikur sér.....
fyndnar myndir á
orator.is

mín er svo skynsöm að hún er að kafna - tók meðvitaða ákvörðun um að drekka ekki bjór í kvöld!!
bara á morgun og hinn...

maria // 8:53 e.h.
______________________

miðvikudagur, mars 03, 2004:

þá veit ég það.





You Are Most Like Carrie!


You're quirky, flirty, and every guy's perfect first date.

But can the guy in question live up to your romantic ideal?

It's tough for you to find the right match - you're more than a little picky.

Never fear... You've got a great group of friends and a
great closet of clothes, no matter what!



Romantic prediction: You'll fall for someone this year...

Totally different from any guy you've dated.




Which Sex and the City Vixen Are You Most Like?
Take This Quiz Right Now!



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


maria // 5:49 e.h.
______________________

þriðjudagur, mars 02, 2004:

ég samgleðst birni bjarnasyni af öllu hjarta.
a dream come true - loksins, íslensk sérsveit sem er næstum hægt að kalla her. og ekki bara næstum, heldur bráðum.
bráðum getur hann sent bush toy-boysana heim af vellinum og tekið commandoið sjálfur.
"general double b"
ísland í nató - með eigin her!!
gott að vita að öryggi landsmanna er tryggt með hershöfðingjann í brúnni.

maria // 9:20 e.h.
______________________

baráttan við letipúkann gengur ekki vel.

maria // 5:29 e.h.
______________________

mánudagur, mars 01, 2004:

Undir dálknum spádómar í smáauglýsingunum:
Baldur G. spáir því að Katrín Beck verði hamingjusöm ef hún kemur aftur.
ef þetta er ekki effort þá veit ég ekki hvað.
virkar svona? ekki viss.

maria // 4:20 e.h.
______________________

það kom að því sem undirrituð hélt að myndi aldrei gerast.
maría bjarnadóttir hefur slegið eigið met í fyllerí og vitleysu. stórfenglegur árangur enda var fyrra metið sett í norrænu vikunni.
gleði laugardagskvöldsins var mikil - gestgjafinn átti hinsvegar erfiðan dag í gær þar sem æla og kanilslettur eru ekki girnilegar í þynnkunni. verð samt að leiðrétta hæstvirtan
baxter sem heldur því fram að kanilkeppnin hafi verið í matskeiðarformi - það er rangt, gestir reyndu einungis við teskeiðar og eftir stendur að undirrituð yngismær er óskorðaður meistari lagadeildar í kanilkyngjum.
ég er ekki viss um að næsta partý verði haldið á aragötunni þar sem kvartanir nágranna vegna hávaða leiddu til heimsóknar laganna varða í umrætt partý - í þokkabót fengu nokkrir nágrannar óvæntan glaðning á stéttirnar hjá sér frá ónefndum laganema, færi ég honum hér með bestu þakkir íbúa við aragötu sem sendu mér ekkert nema hlýhug og gleðikveðjur í tilefni gleðskaparins...
mér verður sennilega ekki boðið í grillveislu götunnar í júní......

maria // 3:54 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives