>

ævintýri...

fimmtudagur, apríl 29, 2004:

þrátt fyrir yndislegt veður, ísferð, allsherjarhreingerningu, ikea-ferð og próf í eignarétti (afslúttað með bjór á ölstofunni) er ég ekki viss hvort dagurinn hafi verið:
fallegur eða
fall-legur.

kemur í ljós í maí.

maria // 1:53 f.h.
______________________

mánudagur, apríl 26, 2004:

hreinn loftsson var töff.
sagði sig úr flokknum.
davíð fannst leiðinlegt að hreinn skipti um lið - en svona er þetta, hann vill bara vini sem eiga pening en ekki völd. blame your self bitch!

gríðarlega hressandi að horfa á sjónvarpið í klukkutíma (eða tvo...)



maria // 9:06 e.h.
______________________

welcome to the oc, bitch!!

vala snillingur bjargaði fyrir mér mánudagskvöldum. núna þarf ég ekki að horfa á oc lengur því hún sagði mér hver endar með hverjum auk þess sem helstu aðalatriðin voru dregin fram.
verð að viðurkenna að svona línulegir þættir henta mínum einfalda hug sorglega vel - þá finnst mér ég svo ferlega sniðug þegar ég fatta fyrirfram hvað gerist næst.
impressive.
nei.
vildi að ég sæji fyrir prófspurningar líka - "þokkalega kemur eignanám næst og dettur í það með forkaupsrétti. raunhæft verkefni í veðrétti slær sér upp með 49. gr þinglýsingalaga." en þetta virkar víst ekki þannig....
kax er ekki línulegur framleiðandi.


maria // 9:01 e.h.
______________________

ekki ein um að vilja sell out forseta...

maria // 5:05 e.h.
______________________

gott að heyra að ísraelsmenn eru að ná tökum á hryðjuverkamönnum.
14 ára strákur skotinn í bakið eftir að hafa grýtt vígbúna hermenn.
mér finnst ég strax mun öruggari.

maria // 3:15 e.h.
______________________

afar áreiðanlegar heimildir vilja meina að krónprinsessan hafi aldrei litið jafn illa út og um þessar mundir.
hér verða ekki gerðar tilraunir til að hrekja þá niðurstöðu þar sem hún er í sorglegu samræmi við veruleikann. þess vegna þóttu skrif
særúnar um fegurðarsamkeppnir og að þær séu í raun keppni í uppfyllingu staðla þar sem fegurð sé huglægt mat afar upplífgandi.
afar upplífgandi.
krónprinsessan veit nefnilega að með hækkandi sól og minnkandi próflestri mun útlitið bata - unnið verður að uppfyllingu staðlanna markvisst með átakinu "back to the beauty"
1) svefn krónprinsessunnar hefur riðlast þónokkuð undanfarið. unnið verður að því að koma skipulagi á næturfarir.
2) sykurneysla sem hefur verið ótæpileg í próftíð mun verða strikuð út og fyrri lifnaðarhættir endurvaktir.
3) svo verða keypt fleiri blóm í krónprinsessuhofið - bara af því að mig langar það (þessi punkur hefur í raun ekkert vægi varðandi fegrunarátakið en er samt, góður og þarfur punktur.)
4) visa-ísland mun síðan styrkja átakið með því að heimila straujun svarta kortsins fyrir fegrunardegi í baðhúsinu. þeir féllust á þetta í ljósi þess að núna er tilboð - 10 ára gamalt verð á trítmentum.

þetta getur allavegana ekki versnað.......
pís át.

maria // 1:16 f.h.
______________________

fyrirbærinu tadds hefur verið bætt við tenglasafn krónprinsessunnar.
lestur síðunnar er allra prófmeina bót.

maria // 12:42 f.h.
______________________

laugardagur, apríl 24, 2004:

alcohol



You are Alcohol!


A little sloppy, a little hungry, and a whole lot horny.

So what if you've had a drunken fling or two with puke still in your hair?

You're the life of the party - well, if you can get invited...



What Drug Are You?

More Great Quizzes from Quiz Diva


góður.

maria // 11:26 e.h.
______________________

stundum heldur maður að tónlist sé um mann sjálfan, eða skilur alveg geðveikt vel hvað sé verið að syngja um.
eins og þegar maður finnur hvað celine dion er að lifa - til þess eins að hylla ástina í titanic-laginu.
og þegar maður er alveg sannfærður um að sólin muni aldrei skína aftur og heimsbyggðin aldrei aftur líta glaðan dag þegar mækel djakson (þegar hann var í alvörunni lítill, áður en hann "gekk í barndóm") syngur ain´t no sunshine when she´s gone.
núna líður mér eins og major tom hans bowie - lost in space....
en samt hress - það þarf ekki mikið til að gleðja krónprinsessuhjarta.

maria // 10:00 e.h.
______________________

mæ god hvað ég er fegin að vita hvernig sex and the city endar. annars væri ég í tremmakasti.

maria // 4:37 e.h.
______________________

föstudagur, apríl 23, 2004:

krúsíal.
verðugur málstaður sem þarft er að berjast fyrir.
skrifið undir.

maria // 7:40 e.h.
______________________

góður

maria // 12:59 f.h.
______________________

jc sendi mér mail á hotmailið mitt sem fáir vita um til að þakka mér fyrir áhugann sem ég sýndi á starfsemi þeirra á framadögum.
ég fór ekki á framadaga.
ég vissi ekki af framadögum fyrr en jc sendi mér póst.
ég veit ekki einu sinni hvenær framadagar voru.

hver skráði mig á póstlista? já eða nei!!!





maria // 12:43 f.h.
______________________

fimmtudagur, apríl 22, 2004:

vinnsla umsóknar krónprinsessufríkisins um aðild að sameinuðu þjóðunum er á lokastigi.
spennan er gríðarleg.

er "klofningshópur sólheimaklíkunnar í leikhúsheiminum" ekki bara of massíf samsæriskenning? fimm ára áætlun leikkvenna um að bola út öllum karlmönnum úr þjóðleikhúsinu og taka völdin með "hallarbyltingu" var í það minnsta raunhæf...
dv er að missa sig - og ég fíla það.

maria // 9:24 e.h.
______________________

sumarið er tíminn.
tíminn er eins og vatnið.
og ég er fallin á tíma.

nú falla öll vötn til dýrafjarðar.
lítur út fyrir sumarpróf í eignarétti.

það er fall framundan hjá krónprinsessunni....

maria // 9:20 e.h.
______________________

miðvikudagur, apríl 21, 2004:

krónprinsessunni voru veittir inniskó og feik-rólex úr frá kína.
hvorki bylting né sósíalismi.
eða hvað?
kannski er sósíalisminn falinn í kapítalismanum?

maria // 10:29 e.h.
______________________

þriðjudagur, apríl 20, 2004:

tæknin.
eins og krónprinsessan hefur oft sagt í ræðu og ritum þá er tæknin í miklu uppáhaldi á mínum bæ. þessi aðdáun segir samt ekkert um kunnáttu eða færi krónprinsessunnar á tæknisviðinu - en ág fíla tæknina, aðgengileikann og upplýsingaflæðið.
í morgun sendi karl faðir minn mér sms frá kína.
þá var í gær hjá honum - eða á morgun.
móðir mín er hins vegar á íslandi sem gerir það að verkum að hann veit ekkert hvað hann á að gera þegar skipulegri dagskrá ferðarinnar sleppir. þess vegna sendi karlinn krónprinsessunni sinni sms til að spyrja hvers hún æskti í gjafir við heimkomu hans.
af biturri reynslu veit ág a? slíkar ráðleggingar eru gagnslausar.
einu sinni bað ég faðir minn að færa mér karton af sígarettum - við heimkomu hans fékk ég pakka af nikótíntyggjói.
ég er bara ekki viss um að merkingin náist alveg jafnvel við tækninotkun....
ég ætla að biðja um sósíalíska byltingu og sjá hvað hann færir mér.

maria // 3:02 e.h.
______________________

krónprinsessan hefur heyrt því fleygt að herra bjarki baxter sé nýr ritstjóri sus.is.....
ef svo er er heillaóskum hér með komið á framfæri.

maria // 12:45 f.h.
______________________

mánudagur, apríl 19, 2004:

krónprinsessufríríkið á aragötu mun ekki taka upp stjórnmálasamband við bandaríkjastjórn á meðan georg bush er forseti bandaríkjanna. slíkt væri í andstöðu við grundvallarhugsjónir krónprinsessunnar.

fríríkið hefur hins vegar ákveðið að taka (einhliða enn sem komið er) upp stjórnmálasamband við hið nýstofnaða
zimsenbabwe enda eru stjórnarform þessara nýstofnuðu ríkja afar svipuð - lýðræðislegt einveldi.
mun krónprinsessan heilsa upp á sendiherra zimsenbabwe á lesstofunni eftir að lestri á sérstakri sameign lýkur til þess treysta tengsl milli þjóðanna sem allra fyrst.

ps. umsókn krónprinsessufríríkisins um aðild að sameinuðu þjóðunum er enn til meðferðar í utanríkisráðuneyti ríkisins (lesstofuborði númer 41) - vinnsla er að sama skapi hafin við veitingu dvalar - og atvinnuleyfa í ríkinu enda útlendingalöggjöf mun slakari en hjá hershöfðingjanum bb.

maria // 5:22 e.h.
______________________

ég þoli ekki bandaríkjastjórn.
það er brjálæðislega pirrandi að sitja úti á tröppum með morgunte og moggann og þurfa að þola það að bush og kóndólensu finnist bara allt í lagi að myrða ákveðna menn. og þó þau geri það ekki sjálf þá finnst þeim allt í lagi að hryðjuverkamaðurinn sharon vinur þeirra geri það - í ljósi öryggishagsmuna ísraels.
"já já - senda bara eldflaug á bílinn hans, við sögðum þér samt ekki að gera það........" - eldflaug. hann sendi eldflaug á bílinn hans. er ekkert athugavert við þetta!!
það er ekki í lagi að drepa annað fólk - alveg sama hvað það er mikið athugavert við það, skoðanir þeirra og athafnir. tími hammúrabís er liðinn.
og ég að drekka morgunte og koma í mér í lestrargírinn.
enn verra var að fletta fréttarblaðinu - john kerry sem ég var farin að sjá fyrir mér sem næsta forseta bandaríkjanna, lýsti bara yfir stuðningi við ákvörðun bush um að klappa sharon á bakið og senda honum góða strauma.
john kerry þú ert sell out.
það skila ekki atkvæðum in the long run - þú getur ekki verið friðarsinni stundum og eftir hentugleika.
friður er forsenda hagsældar og hagvaxtar - og nýr forseti bandaríkjanna er forsenda bættrar geðheilsu á aragötunni.
þó hann sé sell out.

maria // 7:06 f.h.
______________________

laugardagur, apríl 17, 2004:

ég held að félagi guð hafi pulled a string....
takk til þeirrar sem á það skilið.
þú bjargaðir lífi unga kona (kannski hægt að smella því á cv-ið, bara pæling.... :))

maria // 6:21 e.h.
______________________

föstudagur, apríl 16, 2004:

gvuð minn góður.
þú verður að bjarga mér.
ég er tilbúin að veðsetja sjálfa mig til að sleppa við veðréttinn.
reddaðu þessu.
amen.

fyrirvari við bæn: kvenbiskupinn rakel getur ekki talist fullnægjandi lausn vandræða minni.

maria // 6:01 e.h.
______________________

fyrsti kvenbiskup íslands (skipuð af herra lesstofustjóra) rakel elíasdóttir (sjá mynd) hefur blessað mig til góðra lestrarverka og árangurs í námi.
megi karl axelsson vera mér náðugur í eignarréttarprófinu..........


Talskilaboð sendi ég
Sent með
GSMbloggi Og Vodafone

maria // 5:05 e.h.
______________________

það er betra að ná að kveðja fólk áður en það deyr. meiri closure í því.

maria // 5:04 e.h.
______________________

sá verstu hljómsveit í heimi hita upp fyrir kónginn í gær.
miss universum var svo vond að ég fíla hana - magnaður skítur. magnaður. svona kraftwerk hittir sugarbabes í klappstýrubúningum - með svalasta gítaleikara í heimi. rosaleg hljómsveit.
komin á "fíla-það" - listann. ekki spurning.

kóngurinn timbuktu var frábær - enda ekki við öðru að búast. fékk gæsahúð af gleði þegar takturinn fór að "gunga"....
vikunni er bjargað.
for real.
för nar botten is nadd, hur langt kan man ga.........

maria // 12:05 e.h.
______________________

fimmtudagur, apríl 15, 2004:

geðheilsuna fram yfir lærdóminn.
timbuktu á nasa í kvöld!
jeij.

maria // 9:05 e.h.
______________________

tribjút til mannsins sem þarf ekki einu sinni að vera með hattinn til að komast í stuð.


hverri krónprinsessu er nauðsyn að umgangast fólk af sínu kalíberi. sem betur fer er enginn hörgull á slíku fólki í kringum þessa krónprinsessu enda stundar hún nám við lagadeild - þar sem frávikin eru norm.
einn er það þó sem af öðrum ber þegar kemur að myndarskap og elju við teiganir og hyllingu guðanna
- drykkjubróðir minn dúddi.
þessi færsla er tribjút til hans.
pís át bróðir!!


maria // 12:51 e.h.
______________________

bocciabótið fór vel fram í gær.
hér afhendir íþróttajöfur stefán karl fyrirliða sigurliðsins langbarða mr. p. faccini dori hinn forláta farandverðlaunagrip mótsins. mótið fór vel fram þó menn hefði ekki verið á eitt sáttir um dómgæslu hæstvirts ara karlssonar. ákveðinir menn tóku töp liða sinna nærri sér en aðrir, en svona er lífið, við erum ekki alltaf sigurvegarar.
krónprinsessan sendir sigurvegurunum heillaóskir í tilefni árangursins.


Talskilaboð sendi ég
Sent með
GSMbloggi Og Vodafone


maria // 12:40 f.h.
______________________

þriðjudagur, apríl 13, 2004:

að lesa eignarrétt er góð skemmtun.

þegar ég var alveg að koksa á eignarnáminu í gærkvöld kveikti ég mér í og á létt 96.7 til að taka mér smá breik. komst að því að það er enginn útvarpsmaður á næturvakt þar heldur eru sömu 7 lögin sett á rípít. sem var fínt því það voru bara skemmtileg lög (öll lög eru skemmtilegri en eignarnámslögin klukkan hálfeitt á mánudagskvöldum). lag númer 4 var samt best. bjarni ara að syngja bjútífúl maría of mæ sól - suðrænt og seiðandi.
ég tók þetta tribjút auðvitað til mín og tók pásu frá lestrinu á hálftímafresti restina af nóttinni þegar lagið mitt hljómaði til að stíga þokkafullan rúmbudans með ímyndaða kærastanum mínum sem dansar eins og vindurinn og talar með spönskum hreim.
sofnaði ástfangin í morgun.
hver segir að það sé ekki blússandi rómatík á aragötunni?

maria // 5:31 e.h.
______________________

mánudagur, apríl 12, 2004:

björn - barn síns tíma.

björn bjarnason /dómsmálaráðherra/tákngerfingur framkvæmdarvaldsins er flutningsmaður
frumvarps um breytingu á útlendingalögum .
skemmtileg tilviljun að nú er verið að fanga 50 ára afmæli brown vs. board of education (svona í ljósi þess hvað íslendingar eru greinlega að rústa örðum þjóðum þegar kemur að jafnrétti, umburðarlyndi og mannréttindavernd!)
útlendingar á íslandi virðast vera 2flokks í huga hæstvirts "framkvæmdarvalds" - og hann skammast sín ekkert fyrir að segja það. enda þarf hann þess varla. allt sem "framkvæmdarvaldið" segir er byggt á málefnalegum sjónarmiðum og ekkert nema ómálefnalegt að gagnrýna hæstvirtan ráðherra/framkvæmdarvald íslands.

er ekkert athugavert við það að einn og sami maður sé handhafi 2konar framkvæmdavalds og um leið handahafi löggjafarvalds?
maðurinn á sæti í borgarstjórn, er ráðherra og um leið æðsta stjórnsýslustig í vissum málum og þingmaður - þingmaður sem tekur þátt í að setja lög sem hann síðar framfylgir ekki sem ráðherra. engin þversögn í þessu...

ætli björn fylgi umferðarreglum? datt í hug að honum finnist þær kannski bara úreltar. í ljósi þess að það er algerlega ómálefnalegt að láta hæstvirt "framkvæmdavald" fylgja úreltum lögum er kannski hugmynd að ráðuneytið tilkynni borgurnum þegar ráðherrann rúllar heim úr ráðuneytinu/ráðhúsinu/alþingi - svona svo við komumst örugglega heim líka.

ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort það sé hæstvirtur ráðherra sem er úrelt í íslensku samfélagi - enda barn síns tíma...

maria // 1:52 e.h.
______________________


maria // 1:23 e.h.
______________________

laugardagur, apríl 10, 2004:

nú er komið nóg.
krónprinsessan verður að hætta í ruglinu.
það bara verður að gerast.
ruglið lýsir sér fyrst og fremst - og nánast eingöngu í undarlegri notkun gsm - síma í fjölfar veigateigana/íhellinga og hræðilegum afleiðingum þessarar undarlegu háttsemi.
gsm-símar mega ekki vera nálægt hennar hátign þegar vín er haft um hönd.
það bara má ekki.
prinsessan verður vör við líkamleg óþægindi bara af tilhugsuninni um skaðann sem hún veldur sjálfri sér og öðrum með þessari gsm-notkun í glasi.
veruleg óþægindi.
þetta er hreinlega vont.

mental note: skilja símann eftir heima.

maria // 4:41 e.h.
______________________

fimmtudagur, apríl 08, 2004:

fermingarveislur eru merkilegt fyrirbæri.
ég er búin að fara í 3 síðastliðnar 3 vikur og jafnmargar eftir.
kvarta svosem ekki - fínt að fá frían mat og þurfa ekki að vaska upp, rekstur krónprinsessuhofsins miðar að svo mörgu öðru en pestó og snittum.
3ja ára frænka mín orðaði þetta best - þetta fólk var líka hérna í gær, ég er búin að segja þeim á hvaða leikskóla ég er.
vildi ekki brake it to her að þetta eigi bara eftir að versna - já ég er ennþá í lögfræðinni, hvaða ári? öðru, já einmitt komin inn, já það er rosa erfitt að komast inn. en það er rosagaman, á alveg við mig.
mikill lestur? já, rosa mikill lestur - en gaman, ofsa gaman.
sama fólkið, svipaður matur og hugguleg lókeisjon.
samræðuhæfnin virðist samt velta á þynnkustiginu og kaffimagninu.
nokkuð viss um að gott kaffi sé ávísun á góða fermingaveislu.
mental note: ekki eignast barn nema geta tryggt gott kaffi í fermingunni - vital fyrir reppið.

maria // 6:19 e.h.
______________________

rauðvín og réttarheimspeki. hin lagalega aðferð?

maria // 6:09 e.h.
______________________

miðvikudagur, apríl 07, 2004:

teljarinn sem ég er með er hættur að virka.
hann hætti reyndar að virka fyrir jól, en ég var ekkert að skipta honum út - gefa greyinu séns, hann gæti hrökkið aftur í gang.
hann hefur ekkert gert það. er bara hérna og gerir ekki neitt.
í stöðunni er tvennt:
1) honum leiðist og er einmanna. einmanna sálir gera oft óskynsamlega hluti, sýna þunglyndiseinkenni og hætta að fúnkera.
2) hann er hægrisinnaður - þar sem hann er í einokunarstöðu fær hann engan "frjálsmarkaðs-hvata" í formi samkeppni og lyppast þess vegna niður og verður óstarfhæfur.

verandi svona dependent átti ég erfitt með að greina hvort meinið hrjáir teljaragreyið.
ég ákvað þess vegna að gera ráð fyrir því að teljarinn sé þunglyndur hægrimaður og skaffa honum vin - sem er um leið samkeppnisaðili hans.
ég postaði nýjan teljara sem virkar - sannfærð um að hann kikki þeim gamla í gang.

maria // 2:39 e.h.
______________________

þriðjudagur, apríl 06, 2004:

"Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum þ. 24. mars sl. að viðræður um grundvallaratriði nýs kjarasamnings við ríkið hafi reynst árangurslausar. Af því tilefni telur samninganefndin réttast að beita sjúklinga ofbeldi svo kúga megi ríkisvaldið til hlýðni."
"Verkalýðshreyfingin hyggst semsagt nýta sér krankleika fólks til að skrúfa upp kaupgjaldið."
frelsi.is 6. apríl 2004.

eru þeir ekki að grínast?
ef þeir eru ekki að grínast gruna ég heimdellingana um að brjóta fíkniefnalöggjöf í krafti frelsis og drauma um lögleiðingu.
borgaraleg óhlýðni eða inspírasjón? - ég veit það ekki...
frelsismenn eru allavega óver ðe lín hérna, verkfallsréttur er tæki í kjarabaráttu, ekki harðsoðið samsæri gegn sjúklingum til að græða pening! þar er ekki eins og þetta sé hálaunafólk sem sé að gera siðlausar launakröfur!!


maria // 4:33 e.h.
______________________

mánudagur, apríl 05, 2004:

í ljósi nýfengins glæpamannatitils (meðsek), baksíðufréttar dagblaðs í dag og þeirri öldu geðveikisprófs sem dunið hefur yfir lögberg á síðustu dögum sé ég mig knúna til að láta nokkur orð standa um einn af meðbræðrum mínum sem hefur líka farið með tærnar yfir lögmætislínuna.


árni jónsen er sérstakur maður.
ekki nóg með að hann hafi sýnt einkenni andfélagslegs persónuleika (þ.e. að hafa lága siðferðiskennd, stela og ljúga) í krafti embættis síns, verið stórkostlegasti fangi íslandssögunnar (reddaði rúmum) og "jarðað" fangelsismálastjóra í stórmerkilegri grein í dagblaði er hann næsti stóri listamaður landsins.

árni er sannkallað óskabarn þjóðarinnar.
maðurinn hreinlega getur allt.
það er alveg magnað að geta meitlað í stein, orðið listamaður og hóað saman í stappfullan brekkusöng í smáralindinni - nýorðinn ráðgjafi í ímyndarmálum hjá sveitarfélagi eftir uppfrískandi frí á siglingu um karabíska hafið (sbr séð og heyrt).
eftir að hafa séð niðurstöður sessunautar míns reitsjúl á lesstofunni í geðveikisprófinu (hún er andfélagslegur persónuleiki) í ljósi hins glæpsamlega athæfis er framið var í dag og undirrituð er meðsek að undirlagi retsjúl fóru hugsanir mínar að gerjast.

maður sem er andfélagslegur persónuleiki hefur brenglaða siðferðismynd. hann tekur lögin ekki alvarlega og hlýðir þeim ekki fremur en honum sjálfum hentar. slíkir menn hneigjast til glæpa, lyga og ósiðsamlegra athæfa.
þetta er sannað og er hægt að nefna reitsjúl og árna jónsen sem nærtæk dæmi.
þetta kveikti hins vegar áleitna spurningu - hver borgaði fyrir karabíukrús árna jónsen? ("sigling um karabíska hafið með fangaverðinum" sbr. séð og heyrt fyrir 2 tbl.)

hvernig maðurinn fer að þessu?
hvernig fer maður úr djeilinu (eftir að hafa þurft að endurgreiða "laun sín" auk málskostnaðar etc. ) á hálfarmiljónar krús um karabíska til að koma heim í brekkusöng, verandi Óríkisstyrktur listamaður og bóhem?
árni jónsen er sannarlega sérstakur maður.

(innskot höfundar: nöfn aðila eru ekki rétt nöfn þeirra. er þetta meðvituð ákvörðun höfundar til þess að leyna persónu þeirra. krónprinsessan heldur fast í þessa prinsippreglu í skrifum sínum, enda ekki ætlun hennar að fjalla um einstaka menn heldur einstök málefni útfrá mannlegu sjónarhorni.)

maria // 4:28 e.h.
______________________

krónprinsessan er meðsek að ólögmætu athæfi.

maria // 4:17 e.h.
______________________

sunnudagur, apríl 04, 2004:

leti, framtaksleysi og aumingjaskapur.
óþolandi, alveg hreint óþolandi! - sérstaklega þegar þetta hellist svona yfir mig...

maria // 1:52 e.h.
______________________

laugardagur, apríl 03, 2004:

krónprinsessan stóð sig með eindæmum vel í gær - föstudagskvöldinu var eytt í lestur skólabóka.
hrikalega þakklát hildi fyrir að hafa verið að læra og sýnt mér þannig stuðning í verki- annars hefði ég endað í ruglinu........

maria // 5:55 e.h.
______________________

föstudagur, apríl 02, 2004:

mead
You're Mead!


What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla

ég veit allavega að krónprinsessan mun ekki sýna á sér sparihliðina þessa helgina.
nú hefst lesturinn.
góðar stundir.

maria // 3:04 e.h.
______________________

þeir sem tóku ekki eftir því þá var fyrsti apríl í gær.
ásgerður er ekki ólétt.
ég er ekki byrjuð að læra.
fyrsti apríl - allt í plati.

maria // 1:47 e.h.
______________________

fimmtudagur, apríl 01, 2004:

nú fer að styttast í færslur þar sem ekki verður fjallað um annað en hversu dugleg ég er að læra.

ps. ásgerður er ólétt
- congrats bidds, vertu samt ekkert að útskýra þetta fyrir heiðari. hann á aldrei eftir að skilja það að guð hafi birst þér, meynni, þegar hann var á akureyri um jólin......
frelsarinn birtist oss því um mánaðarmótin sept - okt.
hallelúja!!

maria // 4:35 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives