ævintýri...
mánudagur, maí 31, 2004:
Ég er rosalega fegin að ég hafi ekki orðið ofurölvi og gert mig að algeru fífli á föstudagskvöldið/aðfaranótt laugardags. Það hefði verið hrikalegt. Alltaf svo leiðinlegt að gera hrikalega vont first-impression sökum ölvunar og lömunar á andlegu atgerfi. Eða vera ofurölvi og rugla í fólki – og muna ekki eftir því daginn eftir. Aumingja fólkið sem lendir í því.
Hrikalega er ég fegin að vera ekki þar.
Sjúkkitt.
Enná fegnari að hafa gert gríðarlega góða hluti í gærkvöld.
Fegin að hafa staðið með sjálfri mér og ekki látið tilfinningar og rugl hlaupa með mig í gönur. Sérstaklega ánægð með að sýna engum eins mikla virðingu og sjálfri mér.
Engum.
Jafnvel enn ánægðari með að nýta ekki tækifæri til að redíma sjálfa mig eftir glæsiafrek föstudagskvöldsins.
Djöfull er ég fokking fegin að hafa farið sérstaklega vel með tímann minn og gert allt sem ég ætlaði að gera um helgina – og ekkert annað.
Það var laglegt.
Gott hjá mér!
maria // 5:34 e.h.
______________________
föstudagur, maí 28, 2004:
hvernig væri kokteilboð á aragötunni í kvöld?
myndi fólk mæta á þeim forsendum?
vitandi að í kokteilboðum ælir maður ekki á tröppurnar hjá virðulegum prófessorum?
maria // 10:39 f.h.
______________________
fimmtudagur, maí 27, 2004:
pixies.
þvílík blússandi hamingja og velstand!
það var ekki annað hægt en að brosa hringinn og slamma í takt.
jú og dansa dansinn og faðma barböru af gleði.
ölstofan í hópi góðra kvenna toppaði kvöldið svo alveg.
hamingja - í beinni.
maria // 9:12 f.h.
______________________
þriðjudagur, maí 25, 2004:
'skan: gvöð (á innsoginu) er það??
hin: já'skan (á innsoginu).
'skan: ég bara vissi þetta ekki!
hin: ég veit 'skan (á vægu innsogi). það gerði það enginn... nema þú veist (vink vink til hægri) - hún var víst með honum líka (hvíslað)...
sumarstarfsmaður dauðans: hva bara blússandi framhjáhald í bankanum? (hátt og á útsoginu).
sumarstarfsmaðurinn sat einn í næsta kaffitíma.
maria // 1:41 e.h.
______________________
mánudagur, maí 24, 2004:
já já og svo bara saumó í sumó á laugardaginn.´
alltaf nóg að gera í ruglinu...
maria // 1:14 e.h.
______________________
föstudagur, maí 21, 2004:
dadi er mættur. in da hás!!!
maria // 10:32 e.h.
______________________
miðvikudagur: krónprinsessupartý
fimmtudagur: dapurlegt partý (aka þynnka)
föstudagur: útskriftarveisla og orator-partý
laugardagur: djísús....
það er ekkert grín að vera farin að vinna - partýálagið eykst til muna.
maria // 1:58 e.h.
______________________
mánudagur, maí 17, 2004:
prófin búin og sumarið komið.
gott - ég var alveg farin að þrá þetta.
bústaðarferðin í fljótshlíðina var skemmtileg (að sögn fróðra/minnugra manna). lögregluyfirvaldið á suðurlandi fröken dísa stóð sig gríðarlega vel við undirbúning velheppnaðar skemmtidagskrár og hlýtur hér með þakkir og lof krónprinsessunnar.
í dag á ég frí og á morgun byrja ég að vinna.
landsbankinn verður aldrei samur eftir þetta sumar.
maria // 4:14 e.h.
______________________
þriðjudagur, maí 11, 2004:
suma daga er baráttan einfaldlega töpuð áður en hún hefst.
þetta er einn þeirra.
það er ekki eitt heldur allt.
það er ekki gott.
ekki núna.
ekki í dag.
ekki þegar það eru 38 klukkutímar í stjórnsýsluréttarpróf.
krónprinsessan hefur sjaldan kjökrað jafnoft á einum degi.
það er bara ekki gott að tapa - allavega ekki í dag.
ekki núna.
maria // 9:10 e.h.
______________________
mánudagur, maí 10, 2004:
landbúnaðarstefna esb er dauðinn fyrir hagkerfi þróunarríkjanna.
krónprinsessan flytur til asíu ef næsta ríkisstjórn reynir að fara með okkur inní evrópusambandið.
maria // 5:15 e.h.
______________________
ég sá ríkisdagblað heimdellinga í dag. sniðug hugmynd.
þar var viðtal við sigurð kára sell out þingmann sem var sáttur við "athyglina sem hann fær í formi athygli" og "sat hjá við atkvæðagreiðslu til að sýna gallharða afstöðu sína á móti sparisjóðsfrumvarpinu".
er þessi maður a) ruglaður, b) veruleikafirrtur, c) mesta sell-out á þingi?
óþolandi að lýðræðislega kjörnir fulltrúar almúgans séu kosnir á þing til að standa fyrir hugsjónir sínar - en þegar þeir komast þangað berjast þeir ekki fyrir neinu nema eigin hag og pólítískum frama með því að þegja, búkka sig og beygja.
óþolandi.
menn sem hafa staðið fremst í fólksmerginni og gargað frelsi í 10 ár komast loksins uppá svið til að tala í míkrafóninn og bara þegja. þegja, en þykjast hafa fullt að segja.
óþolandi!
prinsessunni hitnaði vægast sagt verulega í hamsi þegar pólítískar umræður fóru af stað í góðra manna hópi fyrr í kvöld.
það var ekki óþolandi heldur gríðarlega hressandi.
önnur grein í þessu annars ágæta ríkisblaði kveikti vonda víbba í lögbergi. þar fór laganeminn ósk á annarlegum kostum um frjálst val kvenna til að selja afnot af eigin líkama. fékk netta sigurðar kára víbba af lestri þessarar greinar - greinahöfundur verður að teljast afar potential sell out. ég ætla ekkert að rökstyðja þá skoðun enda búin að fá nóg af öllu því sem er málefnalegt eða matskennt eftir lestur dagsins.
"sjónarmið verður ekki málefnalegt við það að ráðherra beiti því" - spanó að rokka í áliti umboðsmanns um bræðralag björns, ólafs barkar og davidoffs.
maria // 1:02 f.h.
______________________
sunnudagur, maí 09, 2004:
krónprinsessuhofinu hefur hlotist liðstyrkur.
fögnuður er landlægur í krónprinsessuríkinu um þessar mundir.
sérstaklegt fagnaðartilefni var í gær þegar það perlaði af hofinu - to say the least....
maria // 2:04 e.h.
______________________
ég verð frábær mamma.
eftir 2ja tíma svefn rauk mín á fætur kl 8 í gærmorgun og mætti á víkingssvæðið til að fylgjast með afrekum 7. flokks karla í fótbolta - fjölnismenn eru mínir menn. góðan daginn.
það gerðist kannski ekki mikið fyrr en eftir fyrstu 2 kaffibollana, en eftir það var systirin á hliðarlínunni orðin heitasti stuðningsmaðurinn og dreif mömmurnar með sér í ruglið. "gefð'ann fyrir hinrik!!!" , "oohhh" (gripið fyrir andlitið þegar hinrik skýtur framhjá...) "góður fjölnismenn!!, kemur strákar... "(rosa supportive klapp og góðlátlegt bros til mæðranna sem táknar svona: jii við erum svo crazy að missa okkur... híhí..) áður en andrés fær boltann og sama dramatík upphefst.
mæting mín hefur líka reflektað rosavel á mömmu og pabba sem foreldra - "þó við komumst ekki með þá mætir systir hans." voða svona "afar rík, lærð ábyrgðatilfinning" hjá bjarna-og ágústubörnum sem skilar sér í svona interal-support milli sistkynanna. gott veganesti fyrir lífið- kind a thing. alls ekki svona "við vorum búin að lofa 2 öðrum foreldrum að mæta og passa uppá þeirra börn en erum búin að lofa okkur í annað, maría þú verður bara að fara svo þau verði ekki brjáluð!!!"- kind a thing....
- sérstaklega viðeigandi þegar stóra systirin sem er í prófum hefur framið myrkraverk í skjóli undangenginnar nætur....
miðað við slappt atgerfi mitt, en engu að síður frábæran stuðning á hliðarlínunni, úthald í " já - ég er alveg sammála þér"- umræður á milli leikja, vekja aðdáun mæðranna á hversu vel ég nái til drengjanna - án þess að eiga sjálf barn, vekja aðdáun fyrir að vera í laganámi (gvöð, mig hefur alltaf langað að læra um stjórnarskránna, er þetta ekki erfitt?) og drekka ekki nema tæpan lítra af kaffi á 3 tímum held ég að framtíð mín sem móður sé gulltryggð.
í það minnsta á hliðarlínunni.
maria // 11:49 f.h.
______________________
laugardagur, maí 08, 2004:
umboðskona krónprinsessunnar heimsótti nýtilkominn hluta krónsprinsessuríkisins í gær (þar sem krónprinsessan er upptekin við próflestur gat hún ekki sinnt þessari embættisskyldu og sendi því holdgerfing sinn, málefnalegu umboðskonuna á staðinn fyrir sig).
hefðun (sem er gildir stofnháttur eignaréttar í fríríkinu) á stúdentakjallaranum er hafin og höfði fabrizio og hans norska frú ekki mál á hendur hofinu innan 20 ára mun stúdentakjallarinn verða hluti af krónprinsessuríkinu. gott að vera í lögfræði mar'!
umboðskonan fékk sér einn og annan (og jafnvel enn annan...) með afar málefnalegu fólki og fékk þar ábendingar þess efnis að einstaklingar séu fjarri lagi nægilega oft nafngreindir á þessari opinberu netsíðu krónprinsessuhofsins.
í samræmi við markmið sín tók umboðskonan þessar staðhæfingar til athugunar.
engin lög eða réttarframkvæmd eru til um slík erindi og því mun engra málsmeðferðareglna verða gætt við könnun erindisins. í ljósi stjórnforms fríríkisins - lýðræðislegt einveldi, verður meðal annars sniðið hjá skyldubundnu mati við könnunina en lesendum veittur kostur á að segja sína skoðun á málinu í kommentakerfinu. prinsessan mun síðan taka ákvörðun óháð þessum skoðunum.
þessi færsla er útí hafsauga. alveg útí hafsauga.
skál og amen.
maria // 3:44 e.h.
______________________
tilvonandi krónprinsessa dana heitir mary.
ég held að þetta sé ekki tilviljun.
maria // 3:21 e.h.
______________________
föstudagur, maí 07, 2004:
big heitir john.
john.
afar venjulegt nafn fyrir óvenjulegan mann.
eftir spekúlasjónir viðstaddra á mímis í gær og mikla umhugsun er ég ánægð með nafnið.
carrie og john.
hann verður samt alltaf big fyrir mér.
maria // 1:53 e.h.
______________________
fimmtudagur, maí 06, 2004:
í kvöld lýkur því.
síðasti þátturinn af satc.
í tilefni dagsins og dömunum til heiðurs mun krónprinsessan drekka þeirra skál.
cosmopolitan á mímisbar klukkan 9 í kvöld - engar útlitskröfur verða gerðar, aðeins krafa um huglæga afstöðu viðstaddra; sorg, tregi en jafnframt gleði yfir því að þær séu til á dvd.
þeir sem vilja koma með láta mig vita.
respect.
maria // 2:12 e.h.
______________________
miðvikudagur, maí 05, 2004:
"trúlofunarhringur tapaðist á lesstofunni. Fundvísir vinsamlegast hafið samband við Braga."
ég held að það verði flókið fyrir braga að útskýra þörfina á að taka af sér trúlofunarhringinn við lestur lagabóka á lögbergi þegar kærastan hans tryllist yfir týningnum.
skil hann samt.
á litlu rými þar sem greindar framakonur sem gegna ýmsum ábyrgðarstöðum (td krónprinsessa, biskup, hofmey, lesstofustjóri) flagga sínu fegursta og stynja yfir stjórnsýslurétti er erfitt fyrir menn eins og braga að "halda honum á sér".
karlgreyið - hann var kannski að vonast eftir nettum "bödda sem lenti í framhjáhaldi" (sérstaklega varðandi lesstofustjóra).
bragi veit þó ekki að sauðsvartur almúginn á ekki séns í framakonurnar á lesstofunni - sérstaklega ekki menn eins og bragi sem geta ekki "haldið honum á sér".
maria // 5:57 e.h.
______________________
góðan dag.
get ég aðstoðað þig með e-ð?
já við hjá landsbankanum leggjum uppúr persónulegri þjónustu.
fjármálaráðgjöf?
hmmm.
hækkaðu bara yfirdráttinn, það geri ég!
ekki, nei. ok, gunnar er að losna - ég skal hjálpa þér að fylla í eyðublöð.
maria // 3:37 e.h.
______________________
mánudagur, maí 03, 2004:
krónprinsessan lenti í hinum markaðsráðandi lord og the ring jóni ásgeir í gær.
ofurálinn (sbr. hins vegar kolkrabbinn) hringasmiðurinn jón ásgeir hefur gert dívíus díl við videoleigurnar um að fara ekki að selja myndir í skífubúðunum fyrr en þær hafi verið til leigu í svoltinn tíma - svona svo allir græði.
nú krónprinsessan og hofmeyjan barbara græddu sko ekki á þessu. þar sem ekki er hægt að stóla á starfsfólk á videoleigum var nefnilega afráðið að fjárfesta í hinni stórkostlegu love actually (þetta þarf ekki endilega að vera þráhyggjukennt, er það nokkuð?...) en nei, nei. "bara komin út á leigu, ekki sölumyndbandi."
aldrei verið svona nálægt því að fara í fýlu við manneskju sem hefur ekki gert mér neitt. þurfti að pína fram bros til afgreiðslukonunnar í skífunni.
gott hjá davíð að setja "þú mátt ekki ráða öllu"-lög á lordinn. gott hjá honum!!
einokunarstaða jóns kostaði okkur stöllunarnar símtal á allar videoleigur á 101 og 107 - svæðinu. á endanum ákváðum við að færa okkur út fyrir miðbæjarmörkin og fundum loks eina eintakið af love actually á dvd í 111 - gettói dauðans.
nú er krónprinsessan alin upp í úthverfi og þjáist ekki af miðbæjarsnobbs-syndrominu - en breiðholtið er ekki góður staður.
ferðalag okkar barböru í gettóið og hvernig við komumst heim aftur er efni í sjálfstæða færslu.
ég get allavega sagt að krónprinsessan fer aldrei aftur á flúorlýst almenningssalerni í breiðholti. mér þykir of vænt um líf mitt til þess.
eftir ótal hremmingar; greindarskerta afgreiðslustúlku á videoljóninu, einokun jóns ásgeirs og fólskulega samninga hans við sjoppueigendur íslands (maðurinn er allstaðar!), háskaför í gettóið og 3ja vikna bið fékk krónprinsessan loksins frábæran ástarskammt á dvd sem var sannkölluð gleðisprauta.
omg.
algert yndi.
alveg virði alls veseninsins.
maria // 4:28 e.h.
______________________
sunnudagur, maí 02, 2004:
maria // 6:25 e.h.
______________________
arnold heimsækir sharon.
gott.
vaxbrúða hittir hryðjuverkamann.
mér finnst arnold alltaf líkjast vaxafsteypunni af sjálfum sér meir og meir.
ariel sharon er glæpamaður.
þeir hafa getað spjallað um nasistann, pabba hans arnolds.
ýmislegt sameiginlegt þar.
maria // 5:34 e.h.
______________________
laugardagur, maí 01, 2004:
fyrir 3 vikum síðan ákvað krónprinsessan að leigja sér dvd-spólu. sem er ekki merkilegt. en myndin sem hún var búin að ákveða að sjá var ekki komin út sem leiddi til þess að prinsessan labbaði út með bad boys 2 og 2 lítra af freska. bad boys 2 var ekki merkileg nema fyrir hversu helv. hot will smith er í stuttermabol með skeitera-húfu hlaupandi um miami að bjarga okkur frá kúbverjunum og dópinu.
það sem var merkilegt við þessa ferð var að lögð var inn pöntun á vídeóljóninu til þess að undirrituð gæti lallað sér útí ljón og náð í love actually (sem var upphaflega markmiðið) í kvöld í staðinn.
merkilegast er að stelpan í sjoppunni hefur klúðrað þessu (því ekki getur krónprinsessan klúðrað neinu - verandi rojalitet...) því þegar ég ætlaði að sækja dvdið áðan þá var engin love atcually pöntuð fyrir maríu bjarnadóttur, krónprinsessuna né heldur hofið á aragötu!!
fokking önnbelívabúl!!
mér finnst að þeir sem nota ekki sjónvarp en lyfta sér upp með 1 dvd spólu í mánuði eigi að fá forgang - sérstaklega þegar þeir eru búnir að panta með 3ja vikna fyrirvara!
godd dem.
það verður þá bara will aftur í kvöld....
maria // 11:14 e.h.
______________________
yfirmaður breska hersins heitir michael jackson.
er hægt að taka svona menn alvarlega?
maria // 1:06 e.h.
______________________