ævintýri...
miðvikudagur, júní 30, 2004:
krónprinsessan hefur blandað marga kokteila um ævina (ekki að ég sé með slæma lifur, heldur vann ég einu sinni á bar - that´s why). best gerir hún uppáhaldsdrykkinn cosmopolitan (enda er tönuberjasafi svo hollur fyrir konur) en hinn nýtilkomni þjóðardrykkur hofsins á aragötu; kokteillinn þro-hoski (sbr sítrónuþroski) er einnig að koma sterkur inn.
hins vegar verður þetta að koma fram. krónprinsessan blandar ekki fólk (enda einhleyp) og hvað þá sem kokteildrykki. þetta í ljósi síðustu færslu sem almennur misskilningur virðist ríkja um. hvorki krónprinsessan né ég settum saman uppskrift að okkur sem kokteildrykkjum, það gerði tölva sem bregst við bókstöfum sem hamraðir eru á hana.
neðangreindar uppskriftir eru ekki endilega í samræmi við raunveruleikann. do try this at home.
musteri mammons, 30 apríl 2004
(grill, ég veit alveg að það er maí!!)
maria // 12:10 e.h.
______________________
þriðjudagur, júní 29, 2004:
svona er að hafa alteregó...
How to make a kronprinsessa |
Ingredients:
5 parts friendliness
3 parts self-sufficiency
3 parts energy |
Method: Combine in a tall glass half filled with crushed ice. Add a little lovability if desired! |
Personality cocktail
From Go-Quiz.com
How to make a María Rún |
Ingredients:
5 parts mercy
5 parts crazyiness
1 part empathy |
Method: Layer ingredientes in a shot glass. Add a little caring if desired! |
Personality cocktail
From Go-Quiz.com
maria // 11:03 f.h.
______________________
laugardagur, júní 26, 2004:
þegar það hnussar í fasista
tjellingin bara tekin fyrir af fasistanum í dag.
gaman að því.
geðveikt gaman að því.
það er sennilega ekki til neitt sem heitir að reykja lágt.
ég reyndi að útskýra fyrir honum að mér þætti þetta voðalega leiðinlegt - sérstaklega að hann gat varla fylgst með gríðarlega skemmtilegri sjónvarpsdagskrá. mig grunar samt að hann hafi vita hvað ég var að gera í gær og ekki alveg keypt "fyrirgefðu mér uppáhaldsnágranninn minn, ég skal bjóða þér í pönnsur e-n tíma svo við verður vinir:)"-svipinn, heldur séð í gegnum mig og minn "ég er svo hrikalega illa stödd eftir gærkveldið að ég ræð ekki við vöðvana í andlitinu á mér, þess vegna er ég með skeifu - ekki að því að ég vil bjóða þér í pönnsur og make up við þig - fasisti." - svipinn.
veit það samt ekki.
hann trúði því heldur ekki hálft að þetta væri síðasta partíið í langan tíma. það hnussaði bara í honum.
maria // 3:48 e.h.
______________________
föstudagur, júní 25, 2004:
nú á virkilega að taka skynsemina á þetta.
partýið í kvöld verður síðasta aragötupartýið um óákveðinn tíma. þetta er síðasta tækifæri almúgans til að gleðjast og guðlasta í krónprinsessuhofinu. velkomin.
áfengisneysla krónprinsessunnar verður takmörkuð það sem eftir lifir sumars (meðalneysludögum verður fækkað úr 3,75 á viku niðrí 1,5 á viku).
veðréttarbókin verður opnuð eftir helgi.
meira salat minni bjór.
meiri lestur minna fjör.
þetta er allt að koma.
maria // 1:12 e.h.
______________________
fimmtudagur, júní 24, 2004:
þunna gjaldkeranum fannst krónprinsessan nýta sér fría áfengið í vip-stúkunni á þeim djúpfjólubláu í gær fullmikið. jafnvel í botn.
þunni gjaldkerinn var allavega ekki í eins góðu stuði í dag og rokk-krónprinsessan var í í gær...
alltaf að taka skynsemina a tetta.
maria // 7:28 e.h.
______________________
miðvikudagur, júní 23, 2004:
krónprinsessan rokkar - í kvöld verða djúpfjólubláir (æsku - íslenskun á erlendum nöfnum er svo skemmtileg) heiðraðir með nærveru hennar.
yeah!
fíla mig næstum miðaldra...
maria // 5:12 e.h.
______________________
þriðjudagur, júní 22, 2004:
ef tíminn er verðmætasta eignin
- hvers vegna í andskotanum fer ég svona illa með hann??!!
maria // 8:20 e.h.
______________________
mánudagur, júní 21, 2004:
á planinu fyrir helgina var gríðarlegur dugnaður.
það átti að afþýða helv. ískápinn, skrifa fullt og helling í báðum nýsköpunarverkefnunum, skapa heimili á laugarvegi, mæta í útskriftarveislur, afmæli og á djammið - já og kaupa hjól.
mér tókst að mæta í útskriftarveislunar (mis-tímalega þó...) kaupa hjól og sitja á ölstofunni í marga klukkutíma. jú og taka þátt í að ákveða hvar hengirúmið á að vera á laugarveginum. ég horfði líka á 4 weddings and a funeral í fyrsta sinn og sofnaði í 3ja manna eftirpartýi út frá fílósófíu og besta rauðvíni í heimi.
forgangsröðunin alveg á hreinu?
maria // 1:50 e.h.
______________________
laugardagur, júní 19, 2004:

Talskilaboð sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
maria // 1:07 e.h.
______________________
föstudagur, júní 18, 2004:
15% verkefni álitamál
- algerlega útí bláinn án nokkurra tengsla við raunveruleikann...
segjum að aðili A búi á götu í rural 101 hverfi í e-r borg í norður-evrópu. segjum að þessi aðili A sé á e-n hátt royal og fái því oftar en ekki gesti til sín sem bergja á drykkjum og púa reyk. segjum að þessi aðili A beini gestum sínum utandyra til þess að svæla sína vímu. ok?
segjum svo að í húsinu á móti búi maður sem við getum kallað F5 (sem getur til dæmis staðið fyrir fasistann á 5). segjum að þessi F5 sé farinn að skipta sér af samtölum svælandi gesta aðila A sem standa utandyra, á þeim rökum að hann geti ekki horft á sjónvarpið á kvöldin "hverja einustu helgi, kvöld eftir kvöld!!" og hafi í raun bannað aðila A að leyfa gestum sínum að svæla utandyra.
getur F5 bannað reykingar fyrir utan heimili aðilans A?
takið afstöðu til réttarstöðu aðilans A og fasistans F5 útfrá grenndarsjónarmiðum nábýlisréttar.
takið afstöðu til réttarstöðu aðilans A og gesta hans útfrá tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar.
takið afstöðu til réttarstöðu fasistans F5 og aðilans A útfrá 71 gr stjórnarskrár lýðveldisins Íslands um friðhelgi heimilis og einkalífs.
lausnum skal skila á tölvutæku formi hvort sem er í kommentakerfið eða í tölvupósti sem fyrst.
góða helgi.
maria // 12:24 e.h.
______________________
miðvikudagur, júní 16, 2004:
skrýtið hvernig krónprinsessan verður aldrei jafn efnishyggjusinnuð og í þynnkunni.
kaupa þynnkumat.
leigja videospólu (því nú er komið sjónvarp og video á aragötuna, reyndar bara hægt að horfa á video - ekkert loftnet til á heimilnu...)
kaupa sykur - í hvaða formi sem er.
óstjórnleg löngun til að fara í húsgagnabúðir (er þetta óeðlieg hvöt?)
leiðinlegt hvað framtakssemin nær sjaldan lengra en til fyrstu 3ja atriðanna....
það voru pælingar í gangi um að taka skynsemina á þetta í kvöld og forðast villu vegar á morgun...
nei, er það ekki bara rugl?
maria // 6:50 e.h.
______________________
móður minni - sem tekur algerlega fyrir að láta kalla sig drottningu (sem hún á engu að síður skilið), enda alþýðleg með eindæmum, þykir síðasta færsla á þessari síðu vægast sagt fyrir neðan allar hellur. hún vil meina að krónprinsessan hafi oft þanið velsæmismörk og þolrif foreldra sinna en nú hafi hún farið yfir strikið.
yfir strikið.
langt yfir strikið.
hún vil meina að það sé fólk þarna úti sem átti sig ekki á framúrskarandi skemmtilegum húmor krónprinsessunnar sem tekur sjálfa sig ekkert sérstaklega hátíðlega og takið síðustu færslu alvarlega.
er það ekki móðir mín sem hefur farið yfir strikið núna?
hah?
er það ekki?
tókst þú þetta alvarlega?
maria // 1:13 e.h.
______________________
mánudagur, júní 14, 2004:
krónprinsessunni barst email um helgina.
það er ekki merkilegt.
emailið var hinsvegar merkilegt og er kveikjan að ýtarlegri samanburðarrannsókn sem framkvæmd verður á aragötunni í sumar.
rannsóknarheitið er "kynlíf hækkar einkunnir" og er byggt á niðurstöðum þýskrar félagsvísindakönnunar. þar kom fram að háskólanemar sem stunda reglulegt kynlíf fái betri einkunnir en þeir sem lifa einlífi.
með framkvæmd samanburðarrannsóknar leggur krónprinsessan sitt að mörkum til vísindanna, þá sérstaklega mannfræðinnar sem fræðigreinar um leið og hún sýnir metnað til þess að gera vel á eignarréttarprófinu í sumar.
áhugasamir þátttakendur tilkynni sig á rannsoknir@thecrownprincess.ar.
þakkir til þess nafnlausa einstaklings sem sendi mér upplýsingar um rannsóknina í þýskalandi.
þetta verður merkilegt.
maria // 1:55 e.h.
______________________
laugardagur, júní 12, 2004:
þetta er formlegt boðskort í aragötupartý í kvöld. (svo langt síðan síðast...)
það er aðeins sent til þeirra sem ég þekki.
maria // 7:40 e.h.
______________________
föstudagur, júní 11, 2004:
kominn föstudagur.
ég er búin að slétta og sortera mörg hundruð þúsund krónur í morgun.
skilvirki gjaldkerinn.
í takt við skilvirknissjónarmið mun hitt yfirsjálf maríu bjarnadóttur, krónprinsessan, sinna skyldum sínum í kvöld. hyllling verður í hofinu eftir heimsókn til tóta borgar.
þeir sem heyra kallið eru velkomnir.
maria // 12:54 e.h.
______________________
fimmtudagur, júní 10, 2004:
það er ýmislegt sem kemur í veg fyrir að ég geti tjáð mig um ævintýri gærdagsins.
það eina sem ég get upplýst er að þetta var bleikur dagur.
bleikur felur meðal annars í sér:
gras, naktar konur, jón sigurðsson, 5 ára stelpu, kjúkling, útlendinga og trúbador, 3 metra langa spýtu, leigubílstjóra og heiðarleg sms.´
ég mun ekki tjá mig um þetta mál að öðru leyti.
maria // 9:24 f.h.
______________________
enn ein hefur bæst í hópinn!
katrín krútturass er komin á netið...
maria // 9:14 f.h.
______________________
þriðjudagur, júní 08, 2004:
"sá sem elskar heitast hefur enga skoðun á ást."
er hallgrímur hinn sanni hofundur íslands?
tekin var ákvörðun í fríríkinu um að linka á eina hlut patreks sem ekki er representaður hérna.
því patrekur er svo heilsteyptur.
maria // 8:28 e.h.
______________________
þessi sumarblíða undanfarið hefur farið illa með krónprinsessuna. hún hefur látið blekkjast af sólinni, logninu og bjórnum og sett upp sólgleraugu og franska sjalið í stað þess að fara hina hefðbundum leið sem felur í sér skíðagleraugu og trefil.
mín er því orðin veik.
veik í merkingunni hálsbólga, hausverkur og hiti (svona til að útskýra að hvítvínsþamb í góðra kvenna hópi í gærkvöld er ekki ástæða veikinda dagsins).
og það sökkar.
þetta er ekki að gera sig.
mín hefur eiginlega ýmislegt annað að gera en að liggja uppí rúmi og vera ekki alveg að meika eitt né neitt.
alveg ýmislegt.
ég ætla þess vegna að poppa íbúfen á 3ja tíma fresti og sofa þar á milli næsta sólarhringinn. ég ætla ekki að vera veik annan dag!
veikindi er alvöru waist of time.
karl axelsson aka the kax er ekki að veista sínum tíma.
kallinn orðinn formaður málskotsnefndar dabba.
ætli hann verði ýktað flippaður og grilli aðeins í liðinu með niðurstöðum sínum? komist bara að því að það sé enginn almennur málskotsréttur heldur kasúískur réttur sem er háður vilja kóngs hvers tíma. getur kannski hnýtt aftan við að þessi svokallaði "málskotsréttur" sé bara barn síns tíma. so eighties að það sé úti, ekki að gera sig. alls ekki nógu flippað fyrir ísland nútímans.
vona að kallinn grilli í liðinu.
svona eins og patrekur er - flippaður grillari. en hress. gríðarlega hress!
ég er greinilega veikari en ég hélt...
maria // 1:58 e.h.
______________________
fimmtudagur, júní 03, 2004:
er allt skrýtna fólkið í reykavík alltaf á laugarveginum?
200 kg maður með "wan´t to loose weight, ask me how!!" - barmmerki, sem hótar að hætta viðskiptum við banka allra landsmanna ef hann getur ekki fengið debetkort á sparisjóðsreikning. núna! rauður í framan en býður samt sem áður öllum gjaldkerunum fría prufu af herbalife. því það er málið...
svo vil ég fá að tala við útibússtjórann! prontó! annars fer ég með minn bissness til ameríku!
gjaldkerastarfið er kúrsus í mannlegum samskiptum.
ætli herra ET meti sumardjobbið sem kúrsus í deildinni? afsakið lagadeild hí - víst ekki hægt að hafa ákveðinn greini lengur...
nenni ekki að blogga um ólaf og synjunina frekar en lögmannalögin.
búið að ræða skattmann grís alltof mikið á kaffistofunni - óverdós af mismálefnalegum rökum um forseta og synjunarvald, pólítík og samsæriskenningar hefur slökkt allan málskotsblossa í mínu hjarta.
maria // 1:41 e.h.
______________________