ævintýri...
fimmtudagur, júlí 29, 2004:
íslendingar eru mikið hugsjónafólk.
á því leikur enginn vafi.
okkur einkennir kraftur og dugur sem aðeins virðist rökrétt að rekja til þeirra stórkostlegu náttúruafla, veðráttu og umhverfi sem mótað hafa íslendinginn. þegar okkur er misboðið látum við heyra í okkur. við greinum kjarnann frá hisminu og beitum kröftum okkar þar sem þeirra er þörf og þar sem við vitum að framlag okkar skiptir máli. við söfnum öllum stórstjörnum íslands í hljóðver og sendum vatn til afríku.
við erum heimurinn.
það eina sem hefur háð okkur störfum okkar við að búa til betri heim er ófrumleiki við nafnagiftir herferðanna okkar. þessi ofnotkun frelsishugtaksins dregur úr gildi herferðanna sem hinir réttvísu og reisnarlegu íslendingar standa fyrir. það er betra að segja bara eins og er í staðinn fyrir að fela sig á bak við frelsishugtakið. (landlægur vandi á íslandi.)
free willie hefur betur heitið:
hvalinn í valinn! - við náttúrlegar aðstæður. það hefði lýst hugsjónum halls hallsonar á mun raunverulegri hátt.
þetta frelsi fyrir bobby er hins vegar dæmi um söksess og hversu alvarlega íslendingurinn tekur sjálfan sig. sérstaklega áhugavert er hversu alvarlega leiðtogar heimsins hafa tekið þetta útspil hróksins og lagt því lið með undirskrift sinni. kóngar eins og idi amin, yo-yo-ma og ariel sharon eru að dansa eftir höfði hrafns jökulssonar.
skák og mát.
hrafn er dæmi um hinn eina og sanna íslenska íslending.
hrafn sameinar alla kosti forsetaframbjóðandanna í sl. kosningum
- hann er maður fólksins, vill að ungt fólk eigi pening og tefli frekar en að dópa, stuðlar að friði og bættum heim en er fyrst og fremst sameiningartákn.
besta framlag íslendinga til betri heims væri því þetta:
hrafn á bessastaði.
maria // 10:27 f.h.
______________________
miðvikudagur, júlí 28, 2004:
það var eldheitur kvenfélagsfundur í gær.
rjúkandi stuð.
þar sem heitar stúlkur koma saman - þar er eldur.
það er enginn reykskynjari á argatötunni.
maria // 11:12 f.h.
______________________
mánudagur, júlí 26, 2004:
ég veit að ég hef sagt við aðra manneskju að ég ætli aldrei að tala við hana aftur.
3svar.
og myndi alveg svara ef það hringdi.
ég hef hafið nýtt líf marga mánudaga í röð og heitið sjálfri mér breyttu mataræði, minni bjór og meiri lestri.
undangengið veiklyndi mitt dregur ekki úr gildi neðargreindrar áætlunar.
núna er kominn tími til að tékka sig út úr ruglinu.
það gerist í dag.
einn tveir og fokking bingó.
maria // 12:55 e.h.
______________________
laugardagur, júlí 24, 2004:
móðir mín á afmæli í dag.
hún er ákkúrat (plús mínus nokkrir mánuðir) 20 árum eldri en ég.
held að þetta verði góður dagur vegna þessa tímamóta.
atburðinum verður fagnað með fjölskylduferð á hárið -
"verk sem sameinar fjölskyldur og brúar aldursbil."
eftir samþjöppunina á hárinu mun krónprinsessan samfagna öðrum afmælisbörnum helgarinnar. afmæli eru skemmtilegustu partýin - þess vegna verður þetta skemmtilegt kvöld.
er stelpan að missa sig?
maria // 11:59 f.h.
______________________
föstudagur, júlí 23, 2004:
í gær varð aragatan helsta tæknivirki vesturbæjarins.
heimilið sem áður státaði af fermingargræjunum hans pabba, geislaspilara frá 1991 og "latte-maker" sem gengur fyrir 1 batteríi hefur nú umturnast og er nú búið metersháum hátölurum, 2 sjónvörpum, videói auk snúra og rafmagnstækjum og -tólum sem myndu duga bandaríkjaher við pyndingar í 2 fangelsum í 3 vikur. að minnsta kosti. bráðum bætist við sími, georg forman-grill og annað sjónvarp. heimilið hefur bætt við sig húsgögnum og eldúsáhöldum auk þess sem internetið mun ryðjast inná neyslusambýlið á aragötu innan skammst.
stelpan hefur gengist við neytandaeðlinu í sér og afneitað hippanum.
markaðurinn hefur unnið.
krónprinsessan slökkti á heilanum í sér og glápti á mtv-awards, fræga fólkið og flottheitin í leðursófa með bjór í reykjarmekki langt fram á nótt í gær. það var rosalegt.
aragatan hefur tekið stökkbreytingum.
aragatan er orðinn unglingur. krónprinessan ætlar meirað segja í smáralind um helgina. visa verslar svo vel á útsölum.
'haggi?
maria // 12:44 e.h.
______________________
ég er svo allt of oft á síðustu stundu.
með svo gott sem allt.
þess vegna einkennist líf mitt af reddingum.
maria // 12:31 e.h.
______________________
mánudagur, júlí 19, 2004:
ef við diljá skyldum þurfa að gifta okkur í vikunni þá gengur það upp. stelpurnar eiga bráðfallega brúðarkjóla sem fara þeim einstaklega vel.
það eina sem vantar er bónorð.
team aragata fékk að upplifa hvernig lýðræðið er dáin hugmynd sem virkar ekki í praktíkinni þegar kommarnir fengu að kjósa hvor aðra við úrslit ratleiksins um helgina.
kommarnir mættu hvorki í búning né með kokteilglös (og kokteila) til að drekka úr á meðan ratleiknum stóð (sumir gerðu það hins vegar...), þau minntust aldrei á frelsi eða frjálsa menn (enda föst í viðjum þéttingar byggðar!!) og sáu ekki húmorinn við að skilgreina fólk og kalla þau skilgreindum hugtökum með niðrandi hætti.
krónprinsessan er ánægð með sitt lið "team aragata", sínar perlur og að hafa kvatt kommúnismann sem sína hugsjón. enda fer brúðarkjóllinn hennar henni afar vel.
lifi einræðið.
maria // 1:06 e.h.
______________________
birni bjarnasyni finnst eðlilegt að tekið verði mið að dómi mde í máli karólínu prinsessu sbr mbl í dag. honum finnst mse hins vegar drasl sbr ummæli hans í haust.
þessi maður er lifandi legend.
maria // 10:02 f.h.
______________________
föstudagur, júlí 16, 2004:
er lögmál að þeir sem búa á hverfisgötu (fyrir utan 1 hús auðvitað) séu andfúlir og með ónýtar tennur?
maria // 1:38 e.h.
______________________
fimmtudagur, júlí 15, 2004:
ég fékk símhringingu í gær.
viðmælanda mínum fannst síðasta bloggfærsla allt of löng, leiðinleg og svo vill hann ekki heyra minnst á afríkudrauma. finnst ég rugluð og hótaði að hætta að leika við krónprinsessuna ef hún tekur sig ekki saman í andlitinu og drekkur meira hvítvín. vildi meina að þetta gerðist þegar rynni af mér - krónprinsessu-elementið hyrfi og ég yrði alvarleg og leiðinleg.
ég náði varla að kveðja áður en það var skellt þóttafullt á mig.
stelpan fékk sér þess vegna hvítvín í gær til að testa þessa kenningu viðmælandans.
ég veit ekki enn hver niðurstaðan er.
ekki ennþá.
maria // 1:14 e.h.
______________________
miðvikudagur, júlí 14, 2004:
ég var alin upp við það hugafar að geta gert nákvæmlega það sem ég vildi þegar ég yrði stór.
decicion-makingið frá bankastjóra til gefa börnunum í afríku að borða til mafíuforingjafrúar til lögfræðings, til sjúkraþjálfara til sendiherra til kommúnista til bjarga-heiminum-lögfræðings var tekið með jafnaðargeði af foreldrum mínum. (alveg þangað til ég tilkynnti þeim í síðustu viku að stelpan ætli til afríku á næsta ári, þá hljómaði mafíuforingjafrú allt í einu miklu betur...)
ég náði aldrei stjörnudýrkun unglingsáranna (mamma vil líka meina að ég hafi farið á mitt fyrsta gelgjuskeið í janúar á þessu ári) - pósterar af patrick swayze, vanilla-ice og new kids on the block héngu ekki á mínum veggjum. ég var ekki einu sinni áskrifandi að æskunni og hefur alltaf fundist gaman að fara í sumarfrí með foreldrum mínum.
ég hef aldrei átt uppáhalds söngvara eða dýrkað e-n leikara, ég veit ekki einu sinni hvað uppáhaldsbíómyndin mín er.
ekki átt uppáhalds íþróttalið, ekki haft flokksbundnar stjórnmálaskoðanir (kómmúnista-elementið dó með oakley-gleraugunum sem ég vann fyrir í heilan mánuð)
- kræst, ég á mér ekki einu sinni uppáhaldsstellingu!
þrátt fyrir þetta held ég að ég sé enginn rosalegur drifter. ég hef skoðanir á því sem mér finnst skipta máli og blanda mér ekki í hluti sem ég hef ekki áhuga eða hæfni til að takast á við. samt finnst sumum ég blaðra allt of mikið um hluti sem ég veit ekkert um og öðrum ég aldrei segja neitt.
um daginn var mér sagt að ég væri gríðarlega þolinmóð. það kom mér á óvart því ég hef alltaf haldið að ég væri óþolinmóð og jafnvel bráðlát.
síðustu vikur er ég farin að átta mig á því að sú mynd sem aðrir hafa af mér er oftar en ekki allt önnur en sú sem ég hef að sjálfri mér.
stundum dett ég í hlutverk - eins meðvirk og dependent og ég er, en samt þekkir sumt fólk bara allt aðra maríu en ég þekki.
allt aðra stelpu sem bregðst allt öðruvísi við en ég.
samt er hún ég.
og samt held ég áfram að vera ég - þó þeim finnist ég ekki sama ég og mér. og þau segja og gera og gera ekki hluti sem hvorki ég, né maría sem þau þekkja og ég hvorki skil né þekki, vitum hvernig á að bregðast við.
og þá skrifa ég svona texta því ég skil hvorki upp né niður - sérstaklega ekki í sjálfri mér fyrir að þekkja ekki maríu bjarnadóttur í öllum þessum útgáfum sem allir hinir þekkja - en ekki ég.
maria // 2:32 e.h.
______________________
mánudagur, júlí 12, 2004:
þetta segir mest um reifhátíðina. sérstaklega myndasíðan. verst að ættarmótshöfðinginn með munnhörpuna náðist ekki á mynd. já og næturvörðurinn með eyralokkinn sem heimtaði að fá að blogga um reifið um miðja nótt. í miðju reifi. alveg flippaður gaur.
maria // 10:09 e.h.
______________________
sunnudagur, júlí 11, 2004:
reifhátiðin dúddi 2004 hefur farið friðsamlega fram, enginn er dáinn-nema áfengisdauða (hrannar beilaði, helgi er dauður)nánari upplýsingar þegar í borg óttans er komið. Kv. Næturvörðurinn með eyrnalokkinn.
maria // 1:18 f.h.
______________________
föstudagur, júlí 09, 2004:
sólrún ásta frænka mín og verðandi eiginmaður hennar trausti, eiga von á barni.
konunglegar fagnaðarkveðjur.
innilega til hamingju.
ég skal passa.
maria // 4:32 e.h.
______________________
fimmtudagur, júlí 08, 2004:
reifhátíðin dúddi 2004 um helgina.
stelpuna er farið að hlakka til að sitja út í rigningasudda, með bjór í hönd, syngja og drepast svo inní tjaldi.
íslensk æska skemmtir sér aldrei betur en úti við.
þeir sem vilja fara á alvöru íslenskt reif í sælingsdal láti mig vita.
maria // 3:45 e.h.
______________________
þriðjudagur, júlí 06, 2004:
halla gunnarsdóttir.
þetta skrifaði ég á þirðjudaginn. (bara þvogæumællt...)
þú ert greinlega svona blind að sjá þetta ekki.
ég hélt að við værum búnar að tala um að tala ekki um rífress-aðferðina!!?
allavega - gjörðu svo vel mín kæra.
þriðjudagur 6. júlí 2004.
í gær þurfti halli að fara í klippingu.
við dabbý fórum með honum.
ferðin hófst klukkan fimm og lauk eftir miðnætti.
á þessum tíma:
1) sendum við hrannar í kaffi til mömmu hennar diljáar,
2) borðuðum harðfisk,
3) veiddum gústa uppúr fiskikari,
4) sáum sýningu árna jónsen (sem er btw stórkostleg innlegg í íslenska listmenningu)
5) fórum út að borða á humarhúsinu,
6) hittum frænku hans gústa (sem gefur afar lélega leiðbeiningar),
7) keyrðum um sveitir þessa lands (4 sveitafélög, góðan daginn!!)
8) héldum undirbúningsfund fyrir reifhátíðina DÚDDI 2004 sem haldin verður um helgina
9) halli fékk klippingu
10) dóum næstum því í umferðarslysi
11) fórum í pottapartý í grafarvogi.
í dag svaf ég yfir mig.
hins vegar reyndi iðnaðarmaður á hlaupahjóli við mig - þó ég sé ómáluð og illa greidd.
veit ekki alveg hvernig ég á að taka því.
maria // 2:10 e.h.
______________________
föstudagur, júlí 02, 2004:
patrekur, sem krónprinsessan og ég erum hluti af skellti sér í karókí á hommabar í gær. guði sé lof fyrir bjórinn.
maria // 5:40 e.h.
______________________