>

ævintýri...

fimmtudagur, september 30, 2004:

stúlkan ákvað að vera brjálaður neytandi í gær.
fór bæði í hringluna og smáralind og verslaði. verslaði fyrir miklu meira en hún á. verður vísast að draga fram vísakortið. finnst það svosem ekkert hrikalega leiðinlegt. neytandinn sem hún er.
til að fagna shjoppinginu var farið í bjór á kjallaranum.
stúlkan sofnaði því svefni hins öfluga neytanda yfir sex and the city í gær.
velí næs.

yeah yeah yeahs er nýja uppáhaldið.

maria // 1:27 e.h.
______________________

mánudagur, september 27, 2004:

það gerðist í dag.
búið, skilað, lokið.
stúlkurnar þrjár fögnuðu með humarsúpu og hvítvíni á vegó.
á morgun hefst lærdómurinn.
í kvöld er það kæruleysi.
það er bara allt að gerast.


maria // 7:29 e.h.
______________________

sunnudagur, september 26, 2004:

jahá.
þetta er harður heimur.

Your Love Life Is Most Like My Best Friend's Wedding

It's not looking so good for you and your latest crush.Don't give up on men... but do give up on him.

What Movie Is Your Love Life Like? Take This Quiz :-)

Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance.



maria // 5:59 e.h.
______________________

patti litli bara kominn í moggann.
ja ji minn eini.
patrekur - svo miklu, miklu meira!!

maria // 1:21 e.h.
______________________

fimmtudagur, september 23, 2004:

þetta verður síðasta nóttin.
for real.
nú er þetta að klárast.
öll spil hafa verið lögð á borðið.
í nótt verðum við bara samtals fjórar.
einni okkar þykir karlpeningurinn fýsilegri kostur.
stelpan skilur bara ekkert í því!! (emmit...)
þær sem eftir sitja sakna hinnar pínku. það eru víst fleiri sem hafa saknað hennar...

maria // 10:03 e.h.
______________________

þriðjudagur, september 21, 2004:

það verður önnur nótt með konunum.
þetta verður sú síðasta - við verðum að slíta þessu.
það gerist líka á morgun - stúlkurnar þrjár sem hafa villst á vegum vinnuumhverfis barna í allt of langan tíma hafa ekkert val lengur. þær hafa verið kallaðar heim óháð því hvaða leið þær velja. þeim verður kippt í mark á morgun. gálgafresturinn er runninn út.
hver vegur að heiman er vegurinn heim.


maria // 10:48 e.h.
______________________

laugardagur, september 18, 2004:

nýkjörin stjórn elsa fær hérmeð hamingjuóskir og velfarnaðarkveðjur frá stúlkunni, fráfarandi forseta.
vinnuumhverfi þeirra verður vonandi eins gott og vinnuumhverfi barna í svíþjóð.

maria // 6:06 e.h.
______________________

föstudagur, september 17, 2004:

stúlkan eyddi nóttinni með fjórum konum.
ein þeirra er með stór augu og andar sérlega hátt. önnur prumpar hátt og sú þriðja ropar með lykt. sú fjórða er fullkomin á meðan stúlkan kann ekki að gera punkta. hún veit allavega ekki alltaf hvar hún á að hætta. hvar hún eigi að setja punkt. þegar það er komið nóg.
núna er klukkan 6. eftir 3 tíma er sólarhringur síðan stúlkan vaknaði.
neibb. get ekki hætt.
fæ aldrei nóg.

vinnuumhverfi laganema við hí er sérlega ábótavant. fagurfræðileg sjónarmið við mat á umhverfi vinnuumhverfis þeirra er stórlega vanmetið, enda hvorki litríkt né hlýlegt umhverfi sem mætir þeim á hverjum degi.
lögberg er vinnustaður laganema við hí. samkæmt könnun mannréttindahóps elsa-ísland (sem fram fór á appelsínugulu sófunum í opna rýminu á annarri hæð þar sem var kalt og enginn karlmaður sem féll fyllilega að smekk hópsins, nema ingi, en hann er hommi) kom í ljós að nemendur eru ekki sáttir við umhverfi sitt og þykir það ekki hvetjandi við námið (nema stúlkur á fyrsta ári sem hafa mætt á spani í fyrirlestra um almenna lögfræði og slást um sæti á fyrsta bekk).
úrtak könnuninar var marktækt, enda mark takandi á fólki sem lærir í myrkri á lesstofu, dagtid.
almenn ölvun laganema á almannafæri þykir klárt merki um skort á aðbúnaði og öryggi þeirra innan veggja skólans. fordæmi sýna að laganemar eiga það til að detta á hausinn í vettvangsferðum erlendis. engin trygging er heldur fyrir hinn almenna laganema að verða ekki fyrir einelti enda hefur lagadeild ekki enn sett í gang aðgerðaráætlun gegn einelti (svokallaða olweusar-áætlun) sem ágústi karli karlssyni var lofað vegna eineltistilburða skólasyskina hans á grundvelli hliðarkippa sem strípað hár hans á til að taka. (hann er líka hommi.)

ástandið verður aðeins bætt með skýrri lagasetningu - helst afturvirkri, sem felur í sér ríkar eftirlitsheimildir til handa stjórn orators á framkvæmd löggjafarinnar. lesstofustjóri (og ad hoc lesstofustjórar) ber refsiréttarlega ábyrgð á framkvæmd hinnar ströngu og kasúítísku löggjafar en samræmd starfsskilyrði til faggildingar lesstofustjóra eru gefin út af stjórn ferðasjóðs orators.

í reykjavík allt of seint eða allt of snemma,
maría bjarnadóttir,
þreytt.


góðan dag.

maria // 1:13 f.h.
______________________

miðvikudagur, september 15, 2004:

stúlkan hefur ekki sofið ein í tæpa viku.
hún hefur ekki heldur sofið meira en 5 tíma á nóttu í tæpa viku.
hjásvæfa stúlkunar er elektrónísk ástkona hennar sem heldur fyrir henni vöku með endalausum texta um vinnuumhverfi barna. eftirlit, ábyrgð og framkvæmd.
og hvernig sem stúlkan reynir þá gengur henni ekki að fá ástkonu sína til þess að skipta um umræðuefni á koddanum.
sennilega af því að í rúmi stúlkunar er ekkert internet. kannski líka vegna þess að hún þráir að klára þetta umræðuefni og snúa sér á hina hliðina.
stúlkan er sennilega karlmaðurinn í þessu sambandi.
hún hagar sér í það minnsta þannig gagnvart bellu sinni.



maria // 9:29 e.h.
______________________

þriðjudagur, september 14, 2004:

stúlkan á í mjög nánu ástarsambandi við annan aðila.
tölvuna sína.
hana bellu.
eins og alltaf þegar ástvinir manns veikjast er stúlkan þess vegna langt frá því að vera hress. bella er veik.
þegar stúlkan tekur hana úr sambandi verður skjárinn á henni dekkri. það er ekki gott. bella er ung og hraust og ætti að þola að vera kippt úr sambandi.
þess vegna er ástkona hennar, stúlkan, afar áhyggjufull.
afar áhyggjufull. hún hyggst því beita símtækinu jésús til þess að afla sér upplýsinga til þess að hjálpa henni bellu.
stúlkan er ekki alveg í formi til þess að takast á við svona dramatík - veika, jafnvel lífshættulega veika ástkonu. hún er nefninlega hræðilega upptekin við að skilgreina vinnuumhverfi barna í svíþjóð.
jésús, jósef og maría! (það verður að beita öllum brögðum til þess að bella nái heilsu á ný, annars missir stúlkan í orðsins fyllst merkingu vitið.)


maria // 10:54 e.h.
______________________

þessi skýrsla er að klárast.
hún verður að klárast.
hún hlýtur að klárast.
hún gæti klárast?

maria // 10:19 e.h.
______________________

mánudagur, september 13, 2004:

stelpan er nýr formaður orators.
í eina viku verður hún bæði formaður orators og forseti elsa.
stelpan er rosaleg! - í eina viku...

maria // 4:32 e.h.
______________________

fimmtudagur, september 09, 2004:

afmælis"barn" dagsins verður 23 ára í hjarta sínu.
tilviljun ræður því að hann heitir ágúst rétt eins og síðasta afmælisbarn, og kennir sig helst við karla.

maria // 4:41 e.h.
______________________

miðvikudagur, september 08, 2004:

stelpan er komin í framboð.
framboð til embættis formanns orators.
krónprinsessan heldur með henni.
vonandi gera fleiri laganemar við háskóla íslands það - og sýna það í verki á aðalfundi orators nk. föstudagskvöld.

maria // 3:41 e.h.
______________________

þriðjudagur, september 07, 2004:

í dag hefur ágúst nokkur kenndur við karl lokið við 25 ár af lífi sínu.
gratúlasjónir.

maria // 11:01 e.h.
______________________

mánudagur, september 06, 2004:

stelpan er brjáluð.
hún horfir ekki oft á helgarsportið - en gerði það í gær. gæðastund með pabba sko. pabbanum sem er sannfærður um að dóttir hans sé ágæt - þó hann hafi sett spurningamerki við fjölda hvítvínsglasa sem hún teigaði í brúðkaupinu sem þau mættu í kvöldið áður. allt annar handleggur. stelpan er ekkert brjáluð yfir því enda brúðkaup og veislurnar sem þeim fylgja í einstöku uppáhaldi.
stelpan er brjáluð yfir nýja íþróttafréttamanninum á rúv. hún hélt að allir undir þrítugu hefði fengið með móðurmjólkinni jafnréttishugtakið og beitingu þess.
grundvallarmisskilningur í gangi.

fréttin var um íslandsmótið í strandblaki. íþrótt sem ekki hefur verið keppt í lengi á íslandi og því engin hefð til um að fjalla meira eða betra um þátt karla í þeirri íþrótt. heldur ekki hægt að bera fyrir sig að áhugi sé meiri á strandblaki karla en kvenna þar sem lítið sem ekkert hefur verið sýnt af því (og ef e-ð er sýna tölur að strandblak kvenna sé mun vinsælla sjónvarpsefni en strandblak karla).
þess vegna er fréttaflutningurinn svo óskiljanlegur.
í fréttinni var fyrst sagt frá úrslitaleik kvenna. hverjir kepptu og hvernig fór. gott og vel. já og sýnd mynd af rassinum á þeim.
þá tók við umfjöllun um karlablakið. fyrst var sagt hverjir kepptu til undanúrslita og hvernig fór. svo hverjir kepptu til úrslita og hvernig það fór. svo var tekið viðtal við sigurvegarana í karlaliðinu og þeirra sjónarhorn á framtíð íþróttarinnar á íslandi fengið, svona með hliðsjón af íslenskra veðráttu og svona. svo var sýnt þegar þeir tóku við verðlaununum.
hvaða rugl er þetta???
er ekki búið að skammast í þessum íþróttafréttamönnum síðan kvenréttindabarátta hófst?
eru þeir heyrnalausir?
er engin hugsun í gangi?
er ekki alveg óþolandi að ungur fréttamaður á ríkissjónvarpinu nótabene finnist átómatískt mikilvægara að fjalla um karlahluta íþróttarinnar heldur en kvenhlutann?
stelpan hefur lifað í þeirri trú að með breyttum tímum og nýju fólki muni jafnréttið alveg verða að veruleika - enda öll jafnhæf.
stelpan hefur greinilega rangt fyrir sér. og finnst það óþolandi.
íþróttadeild rúv fær skammarpóst á eftir.

maria // 1:28 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives