>

ævintýri...

þriðjudagur, nóvember 30, 2004:

þegar ríkisstjórn þykist vera hægrisinnuð, taka málstað fólksins og auka frelsi í samfélaginu hvers vegna hagar hún sér þá eins og versta fasistastjórn?
það er augljóst að þessi ríkisstjórn hefur engan áhuga á að auka jöfnuð í samfélaginu með þeim stjórntækjum sem hún hefur til umráða svo það er skiljanlegt að hún vinni ekki að því markmiði.
en kommon. hvert stjórnarfrumvarpið af öðrum sem einkennist af forsjárhyggju.
frelsis/markaðsstjórnin sjálf. að skjóta sig í fótinn. aftur.

stúlkan hefur áður býsnast yfir mönnum sem kosnir eru á þing með hugsjónir en selja þær fyrir góð nefndasæti eða hollustu við flokkinn strax og færi gefst. og hvað hún þolir ekki svoleiðis.
fólk sem eru fulltrúar í fulltrúalýðræði bera ábyrgð gagnvart kjósendum sínum til þess að standa með sjálfum sér og skoðunum sínum. sérstaklega í vinnunni. þess vegna er stúlkan brjáluð yfir nöfnum manna eins og sigurðar kára og guðlaugs þórs á
já-lista þessara laga um hækkun skatta á tóbak og sterkt áfengi.
frelsi einstaklingsins bla.

maria // 2:38 e.h.
______________________

mánudagur, nóvember 29, 2004:

eftir að hafa horft á meistaraverkið eternal sunshine of the spotless mind hefur stúlkan verið að velta fyrir sér hvort og þá hverja hún myndi stroka út úr sínu lífi gæfist henni á annað borð færi til þess.
miklar vangaveltur (stúlkan hefur verið helvíti veik í tvo daga og ekki verið hæf til annars en að hugsa þann tíma) og gaumgæfilegir leiðangrar um minni stúlkunnar hafa sannfært hana um að ein manneskja sem á vegi hennar hefur orðið, hefði betur tekið á sig sveig framhjá stúlkunni á þessum vegi lífsins.
þessi niðurstaða fékkst með tilliti til alls þess sem kostað hefur verið til við manneskjuna auk tilfinningalegs, félagslegs og vitræns hagnaðar stúlkunnar af samskiptum við hana. þar að auki var gaumgæfilega farið yfir atburðarásir sem orðið hafa til vegna manneskjunar í lífi stúlkunnar og verður að segja að fyrir alla aðila hjóti gagnaeyðsla að vera besta leiðin.

eru samskipti sem enginn græðir á og jafnvel fleiri en einn tapa á, sem skilja ekkert gott eftir sig og hafa takmarkað námsgildi fyrir viðkomandi aðila ekki best geymd í ruslakörfunni?

maria // 4:41 e.h.
______________________

laugardagur, nóvember 27, 2004:

það eina sem mögulega getur toppað komplett sex and the city maraþon er mary poppins á dvd. í aukaefninu má nefnilega finna sing-a-long útgáfu af myndinni - sem er vægast sagt supercalifragilisticexpialidocious.
julie andrews hvað. stúlkan er stórkostleg í "..a spoonful of sugar..".
hún hefur sannarlega pótensjal, innlifunin er góð og hún hreinlega geislar í sófanum. allt sem prýða má söngleikastjörnu en kannski ekki alveg það sem við erum að leita að í þessari keppni....

maria // 5:03 e.h.
______________________

mánudagur, nóvember 22, 2004:

neyðarkall!

sá sem getur reddað sjöttu seríu af sex and the city (á dvd) verður í einstöku uppáhaldi hjá stúlkunni og sambýliskonu hennar að eilífu - auk þess sem sá aðili verður ausinn gjöfum og njóta ríkulegrar þóknunar í formi ýmissa veraldlegra gæða lengi, lengi, lengi.
plís?

maria // 8:46 e.h.
______________________

laugardagur, nóvember 20, 2004:

stúlkan skilur ekki hvers vegna endalaus markaður virðist vera fyrir ofbeldisfulla tölvuleiki með kvenfyrirlitningarívafi, en enginn sjáanlegur fyrir uppbyggilega eða jákvæða tölvuleiki fyrir börn og unglinga. þó gta - san andreas hafi sannarlega gildi fyrir örvun kapítalísks hugsunargangs - kannski bara með óheppilegum formerkjum (alveg rétt, ekki taka siðferðilega afstöðu til forsenda markaðarins, hann er sjálfur algerlega hæfur um það) og er þannig kannski bara blússandi uppbyggilegur fyrir alla þá sem hafa áhuga á hvernig megi græða peninga hratt.
ætli framboðið hafi áhrif á mótun innihalds eftirspurnarinnar?
eða vaknaði æskan bara og krafði markaðinn um tæki til þess að auka hæfni sína í að drepa, sprengja, slátra og leggja allt í sölurnar til þess að sleppa undan löggunni til að komast í kasínó og gambla með ljóshærða útúrkókaða gellu uppá arminn. vitandi að það er lífið maður!

djöfull var halldór fyrirfram búinn að díla um að fá að kynna skattalækkanirnar á sínum hluta kjörtímabilsins sem forsætisráðherra. annað hvort mun næsta hefti forsætisráðherra-bókaflokksins fjalla um hann sem hetju eða heigul.
ef stúlkan ætti að taka vældgess alveg útí loftið myndi hún giska á seinni kostinn.

maria // 3:54 e.h.
______________________

föstudagur, nóvember 19, 2004:

ef maður sendir email með tilboði um að koma í sleik hvert er þá best að senda það?
a) á saumaklúbbinn sinn
b) á saumaklúbbinn sinn og ritstjóra morgunblaðsins
c) á e-n sem væri kannski til í að koma í sleik
d) ekkert ofantalið

annars er spurning hvort
þessi keppni sé einskorðuð við andlitshár?

maria // 5:15 e.h.
______________________

fimmtudagur, nóvember 18, 2004:

að hanga heima hjá sér með læknisvottorð fylgja hiklaust bæði kostir og gallar. hins vegar fylgja kostunum gallar og gallarnir hafa í raun ákveðna kosti. fyrir manneskjur sem eru veikar (og voru kannski ekkert sérstaklega vel staddar fyrir) getur lífið - eins einfalt og það er á aragötunni, orðið einstaklega ruglingslegt.
þess vegna er gott að hafa tíma (ca. 3 klst. pr. dag) til þess að lesa dagblöðin. fréttablaðið og morgunblaðið koma hingað í kjallarann, en dv les stúlkan hjá frúnni á erfi hæðinni. í þessum blöðum ( og þá sérstaklega því sem aldrei lýgur) má nefninlega svo oft finna hagnýtar lausnir fyrir og á lífinu.
í dag mátti lesa í tímariti sannleikans að konan í dag er ekki lengur bridget jones - týpan (bömmer fyrir kvikmyndahúsin að þessi grein birtist áður er brigdet 2 myndin verður frumsýnd! djöfulsins flopp verður þessi mynd!!) heldur er nútímakonan samantha í sex and the city.
þvílíkur léttir fyrir stúlkuna. nú þarf hún ekki lengur að velkjast í vafa um hvernig týpa hún er (verandi nútímakona, þe. kona og lifandi í nútímanum og því á skilgreiningin við um stúlkuna eins og alla aðra kvenkyns einstaklinga sem skilgreina sig fullorðna).
sviss, bamm, búmm - gúddbæ allt sem lýsir ekki blússandi neysluhyggju eða pólítískri léttúð í fari stúlkunnar - eins gott að þessi bridget-týpu rass fari þá í leiðinni.

hver segir svo að það sé ekki tímasparnaður að lesa dagblöðin upp til agna á hverjum degi!!!

maria // 5:22 e.h.
______________________

miðvikudagur, nóvember 17, 2004:

aragatan er eins og blaðsíða úr sam-norrænum kynningabæklingi fyrir skandinavíu sem gefinn væri út fyrir japansmarkað.
absúlútlí vonderfúl.

maria // 2:41 e.h.
______________________

laugardagur, nóvember 13, 2004:

stúlkan dvelst nú á heilsuhælinu í gerfahverfi - rétt við korpúlfsstaði í svo gott sem mosfellssveit. dvölin hefur hingað til verið ánægjulegt - enda einstaklega góð þjónusta og aðbúnaður fyrir vistmenn á borð við stúlkuna til fyrirmyndar, auk þess sem starfsfólkið verður að teljast einstaklega alúðlegt og metnaðarfullt í störfum sínum.
hælið er rekið á grundvelli ágústu-stefnunnar sem er tæplega 25 ára gömul fræði sem enn eru í mótun, en byggja að miklu leyti á persónulegum tengslum vistmanna og starfsfólks og ríkum tjáskiptum þeirra á milli, auk þess sem sjúklingar gegna ekki sínum skírnarnöfnum á meðan dvölinni stendur, heldur hefur starfsfólk ríkar heimildir til þess að kalla vistmenn það sem þeim sýnist. stúlkan gengst því við nöfnum á borð við krúttuhala, prinsessu, stelpurassgat eða ræfilstusku á meðan dvöl hennar stendur.
hælið er ekki hluti af opinbera helbrigðiskerfinu, en getur heldur ekki talist einkarekstur þar sem starfsemi þess er mun víðtækari en að taka við ræfilstuskum eins og stúlkunni. hælið er því rekið sem fjölskylda og hefur slíkt rekstarform reynst vel í þau 25 ár sem það hefur verið starfrækt.
hér getur stúlkan hins vegar lítið stundað nám sitt þar sem mikilvægir meðferðaraðilar á borð við ömmubræður og móðursystur taka ríkan þátt í uppbyggingarstarfi sem fram fer á hælinu - en slíkar meðferðir eiga sér einkum stað við eldhúsborðið.

stúlkan verður að viðurkenna að stefna hælisins hentar henni einstaklega vel og mun hún því að öllum líkindum dveljast á hælinu eins lengi og hún nennir.

maria // 3:18 e.h.
______________________

fimmtudagur, nóvember 11, 2004:

það þarf ekki mikið til að gleðja lítið hjarta.
heimsókn helstu spekúlanta vorra tíma í veikindahöllina gladdi til dæmis stúlkuna afar mikið í dag.
minni (og meiri) spámenn eru í framhaldi einnig afar velkomnir í slottið. líklegt er að þeir þurfi að hella uppá kaffið sem þeir fá sjálfir - en það er bara gaman. svona gestaþraut, en samt ekki.





maria // 8:14 e.h.
______________________

þriðjudagur, nóvember 09, 2004:

annars er stúlkan á leið á interrail með samverkakonu sinni - eða partner in crime eins og það útleggst á útlensku.
ekki strax, en bráðum.
sem fyrst.

maria // 10:39 e.h.
______________________

stúlkan fríkaði út og fór í bíó með sambýliskonu sinni (sú vil meina að stúlkan sé samvaxin sófasettinu - en það er ekki rétt, stúlkan er bara með svo stóran rass). það kostaði bara 2 svitaköst, en þetta hófst án hita.
myndin minnti hana á að það er alltof langt þangað til hún getur dansað.
sambýliskonan fór svo með stúlkuna í bíltúr - eins og stúlkan gerði forðum með skjólstæðing sinn þegar hún starfaði sem liðsmaður fatlaðs einstaklings.
viðeigandi - því stúlkunni finnst hún hálffötluð.


maria // 10:33 e.h.
______________________

sunnudagur, nóvember 07, 2004:

stúlkan er orðin langveikt barn - eins gott að hún á svona góða mömmu og pabba.

maria // 3:45 e.h.
______________________

fimmtudagur, nóvember 04, 2004:

ég þurfti að mála sumarbústað með möggu og rakel í borgarnesi svo ég ruslaði með krakkanum, tók með bleikar aukabuxur á hana, hrærði í eplapæ og tók það og nýkreistan eplasafa með í nesti fyrir okkur, áður en brunað var af stað í rúgbrauðinu sem magga fékk lánað. landslagið á leiðinni uppeftir var eins og neðri hluti hallingdals í noregi en bústaðurinn var hús sem stendur við ströndina í arkösund í svíþjóð. ótrulega fallegt hús með stórum garði þar sem ríkir endalaust sumar. sumarkjólasumar.
við vorum eins og í gamalli ingmar bergman mynd þegar við borðuðum eplapæ í sólinni eftir að hafa málað húsið að innan á klukkutíma. stelpan sem ég var að passa hljóp um grasið í hvítum léreftsfötum með blúndum.
svo kom ég heim og vaknaði - við hliðina á stráknum sem vann á vídeóleigunni minni í grafarvogi. hann er svona 16 ára.

svo vaknaði ég. ein.
ætli stúlkan sé með óráði á nóttunni?

maria // 11:24 f.h.
______________________

mánudagur, nóvember 01, 2004:

af tvennu illu:
þegar maður er búinn að vera VEIKUR (engin tilviljun að þetta orð var með hástöfum) í viku og líða illa, illa, illa; hvort er þá verra að:
a) fá ofnæmi fyrir sjálfum sér eða
b) fá bilaðsleg útbrot og ofnæmisviðbrögð eftir óverdós af verkjalyfjum.
væri myndavélin á eric ekki svona úr fókus og litlaus (rétt eins og stúlkan er líka um þessar mundir) hefði verið hægt að bjóða uppá stórkostlega skyggnimynda /slidesýningu af einstaklega útbrotaðri og ofnæmri, veikri stúlku alla næstu viku - svona tribjút til læknisins í smáralind fyrir að vilja varla koma við stúlkuna þegar hún heimsótti hann á föstudagskvöldið.
stúlkan þarf hins vegar að stilla fjarskiptatækið, eins og svo margt annað í sínu lífi, sem allra fyrst til þess að geta fengið smá lit í kvikindið - og helst hafa það í fókus.

maria // 2:27 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives