ævintýri...
föstudagur, október 28, 2005:
í dag kom veturinn.
og stúlkan kúrði sig undir sæng með bók í nýjum náttfötum.
dagurinn sem veturinn kemur er góður dagur.
sérstaklega ef maður á heimili. og rúm. og bók. og baðkar. og jarðaber. og góðan mann.
maria // 12:55 e.h.
______________________
þriðjudagur, október 25, 2005:
eitt í þessu:
hvernig getur dagur sem byrjar svo vel að það væri óskandi að allir dagar byrjuðu svo vel farið algjörlega út um gluggann og endað í drullugri for gremju og pirrings? svo mikilli gremju að svitinn byrjar að spretta og allt sem fyrir augum ber fer að snúast?
stundum er lífið ekki sanngjarnt.
og stundum eru þeir sem geta einhverju breytt svo fastir í eigin for að ekki er hægt að rykkja þeim uppúr því með nokkru móti.
og svo eru sumir bara ekki skemmtilegir og skemma fyrir hinum.
og svo.
og svo.
og svo.
og svo er best að hemja sig stundum. smá.
en maður er alveg jafngramur inní sér.
þrátt fyrir að dagurinn hafi byrjað eins vel og einn dagur gat gert.
maria // 4:40 e.h.
______________________
mánudagur, október 24, 2005:
JÁ ÉG ÞORI, GET OG VIL!!!!
maria // 11:25 e.h.
______________________
þriðjudagur, október 18, 2005:
þegar maður fer í partý á vegum flokksins er tvennt sem þarf að gera:
- kveikja í stemmingunni (bókstaflega)
- fara á trúnó. helst með frambjóðendum.
stúlkan er að koma gríðarsterk inní flokksstarfið. enda flokkurinn hress eins og fress.
stúlkan er búin að sjá það að í nágrannahúsinu er rekið unglingaheimili. annað hvort það eða að foreldrarnir eiga enga vini og búa til börn for a living. það er kannski kominn tími á að þrykkja í eins og eitt eplapæ og kynnast nágrönnunum til þess að komast að botni í þessu máli. (og sannfæra þau í leiðinni um að þetta hljómsveitarbrölt hjá krökkunum í bílskúrnum þeirra sé alveg dæmt. senda þetta í e-ð uppbyggilegt í staðinn - box eða skógarskóla reykjavíkur eða bara eitthvað annað. krakkinn á trommunum er alveg ógeðslega lélegur!)
maria // 6:37 e.h.
______________________