ævintýri...
mánudagur, janúar 31, 2005:
Naughty Girl by Beyonce |
"Tonight I'll be your naughty girl
I'm callin all my girls
We're gonna turn this party out
I know you want my body"
2004 was your year! You felt sexy as hell - and it showed.
|
sælir.
maria // 5:58 e.h.
______________________
nýr uppáhaldsdrykkur. kampavín.
maria // 1:37 e.h.
______________________
sunnudagur, janúar 23, 2005:
af hverri helgi má læra eitthvað nýtt:
tips nr. 1: taka ofnæmistöflu fyrir djammið. kemur í veg fyrir takmarkaða starfsgetu daginn eftir. (nema aðilinn sé að drepast úr almennri leti, stúlkan kann engin ráð við slíku.)
tips nr. 2: verða besta vinkona áfyllingarstelpunnar í partýum þar sem áfengið er frítt. (það er alltaf ein flaska eftir...)
tips nr. 3: glimmer á augun. þá finnst öllum þú sæt. líka þeim sem finnst það almennt ekki.
tips nr. 4: halda með vinum sínum. alltaf og undantekningalaust.
tips nr. 5: fara með þetta alla leið eða sleppa því. yfirleitt er önnur leiðin heppilegri en hin. betra er að velja þá leið (þetta veit stúlkan af bæði góðri og ekki svo góðri reynslu.)
tips nr. 6: eiga vini sem eiga börn sem hægt er að knúsa. yndislegt.
tips nr. 7: eiga vini. þó þeir eigi ekki börn. yndislegt.
maria // 10:03 e.h.
______________________
föstudagur, janúar 21, 2005:
stúlkan gæti hæglega bloggað um að vera ósátt við mistúlkanir fólks á síðustu færslu.
hún ætlar samt ekkert að gera það, sannfærð um að fólk (til dæmis það sem er /hefur verið hjá sirrý) viti betur en að hlæja að óförum annarra. nú nema það sé vont fólk, en stúlkan kannast ekki við að eiga nokkurs konar samskipti við slíkan lýð.
þeim sem maður fílar hlær maður ekki að - heldur með. púnktur.
hún gæti líka auðveldlega bloggað um hversu illa henni gengur að setjast niður og eiga góða stund með bókunum sínum.
hún ætlar samt ekkert að gera það - enda er áætlað námsstart helgarinnar miklu meira í hennar anda.
stúlkan gæti jafnframt tekið ráðum drottningarinnar móður sinnar (vitandi að konan hafi almennt / ávallt rétt fyrir sér í ljósi 24 ára reynslu af samskiptum þeirra) og hætta að segja alltaf frá því sem miður fer í lífum stúlkunnar og krónprinsessunnar.
samningaviðræður sjálfanna tveggja ganga þó brösulega. krónprinsessan tekur sérstaklega illa í allar hugmyndir um slíkt - vitandi að hlutur hennar verði vægast sagt rýr (enginn?) í slíkum sögum. tillaga sáttasemjara verður lögð fyrir deiluaðila fljótlega/ strax og hún nennir að semja hana.
maria // 1:40 f.h.
______________________
sunnudagur, janúar 16, 2005:
stúlkan hefur þurft að ríghalda í líf sitt alla helgina.
ekki að hún sé að missa tökin á því (nei nei, langt í frá!) heldur hefur hún lent ítrekað í lífshættu síðan á fimmtudag. þá festist hún í lyftu. í hálftíma. viðgerðarmaðurinn var sannkallaður elvis og lét bíða eftir sér. öryggisvörðurinn veitti stúlkunni öryggi á við mús í kattholti þegar hann fékk hláturskast af að sjá 6 grey föst í aðeins of lítilli lyftu.
stúlkan komst út úr lyftunni - nokkuð heil og ótrúlega vel haldin miðað við aðstæður enda veitir fátt huggun eða frelsi eins og að syngja "búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim" á slíkri raunarstundu.
eftir að hafa næstum lent í árekstri tvisvar á föstudag flaug stúlkan á hausinn í "dauðagildrunni" - tröppunum að heimili sínu. það var ekki gott og ber stúlkan þess blá (fjólublá, rauð og jafnvel smá græn) merki á rassinum því til sönnunar.
bömmer laugardagsins olli stúlkunni svo miklu hjartslætti að hún hefði einfaldlega getað dáið úr vanlíðan (sem læknaðist sem betur fer við danstrans á laugardagskvöldi), auk þess sem hún vaknaði með brunablöðru á hendinni á sunnudagsmorgni. e-r hefur reynt að nota frumlega aðferð til að kveikja í stelpunni - óafvitandi að þegar kemur að henni þá er það einfaldleikinn sem kemur henni í stuð að því viðbættu að líf hennar virðist einfaldlega hanga á bláþræði þessa dagana.
berklahóstinn sem hefur hrjáð stúlkuna virðist heldur ekki ætla að hverfa.
eftir þessar hrakfarir hefur stúlkan engu að síður tekið ákvörðun um að láta óttann ekki stjórna lífi sínu heldur sigrast á honum og fá lífið í vinning (gæti þetta verið mikið dramatískara?) hún klæðist því föðurlandi og ullarnærbol þar til hún hefur hrakið berlana á brott, hún mun ekki valda sjálfri sér hjartslætti á næstunni (þ.e. heldur sér edrú), mokaði og saltaði tröppurnar á aragötunni og mun ekki ferðast með lyftum - nema ein og ávallt með járnherðatré í vasanum. svona just in case.
jáh - þessi stelpa veit greinilega hvað hún er að gera í lífinu!
maria // 9:44 e.h.
______________________
fimmtudagur, janúar 13, 2005:
stúlkan og hin stúlkan hristu sig eins og aldrei fyrr í gær.
fögnuðu því svo bara með bjór.
nýja árið er að byrja rosalega vel.
maria // 1:29 e.h.
______________________
þriðjudagur, janúar 11, 2005:
það er best að byrja nýtt líf á mánudögum. sérstaklega þegar það heppnast.
þennan mánudag heppnaðist það ekki.
stúlkan er ánægð með að það sé annar mánudagur í næstu viku.
þó það hafi ýmislegt skemmtilegt gerst þennan mánudag.
maria // 2:31 f.h.
______________________
miðvikudagur, janúar 05, 2005:
stúlkan googlaði sig.
sem er eðliegt.
leitin skilaði mögulegu erindi til persónuverndar. sendi það í leigubíl. asap.
maria // 8:10 e.h.
______________________
þriðjudagur, janúar 04, 2005:
í ljósi undangenginna jóla og áramóta hefur stúlkan verið að velta fyrir sér fortíð sinni, nútíð og framtíð.
hún hefur komist að því að staðan er ágæt - en betur má ef duga skal.
þar sem litlu verður breytt í fortíðinni hefur hún ákveðið að einbeita sér að núinu til þess að hafa áhrif á framtíðina (jáh, svona fattar hún kosmískt samhengi milli tíða, not just a pretty face my friend).
stúlkan hefur því gert ítarlega markmiðslýsingu með yfirmarkmiðum (í rauðu), undirmarkmiðum (með bláu) og aðferðum til þess að ná þessum markmiðum (með grænu).
lýsingin er afar ítarleg, grafísk og gæti sæmt sér sem beinagrind í svari við 10% spurningunni: hvernig mun stúlkan verja tíma sínu næstu vikuna? (fordæmi eiga aðeins við að takmörkuðu leyti og tímasóun að nefna dæmi, þar sem planið er alveg dæmalaust gott.)
velkomin vertu fyrsta vika ársins 2005.
maria // 2:18 f.h.
______________________
mánudagur, janúar 03, 2005:
það er langbest að syngja í singstar í góðra vina hópi, íklædd náttbuxum og háhæluðum skóm.
að fara með þetta alla leið eða sleppa því.
ekki bara best - heldur grundvallaratriði.
maria // 1:06 f.h.
______________________