ævintýri...
fimmtudagur, febrúar 24, 2005:
maría hefur ákveðið að hylla bæði sjálf sín föstudaginn 25. febrúar.
þeir sem vilja samgleðjast þeim þremur á þessum síðustu og verstu eru einstaklega velkomnir í hofið eftir kl. 9 (þ.e. 21:00).
líklegt verður að teljast að krónprinsessan eigi eftir að vera ráðandi í samskiptum sjálfanna við aðra - mega menn því vera viðbúnir óld skúl gleði á aranum.
þá er aðeins eitt eftir (bara örstutt um ógildingu):
hvernig á bollan að vera á litinn? OG hvaða ávexti á að setja í hana?
það er ekki auðvelt að vera til. svo margt að hugsa um - svo margt að ákveða...
blár er að koma sterkur inn. en þetta kemur í ljós. spennan stigmagnast.
maria // 10:35 e.h.
______________________
þriðjudagur, febrúar 22, 2005:
pabbi.
"villtu redda mér, það er búið að vera rafmagnslaust á aranum í viku."
rafvirki.
"já já, er þetta allt í rúst? við hringjum bara í einhvern á morgun og göngum frá þessu. reddum þessu bara sjálfar. setja í öryggið bara þangað til, já, já."
112.
"ég er ekki viss um hvort þetta sé neyð en það er brunalykt úr rafmagnstöflunni hjá mér. ég er samt pínku hrædd. ég er eiginlega alveg að fara að grenja".
barbara.
"við eigum bara að lofta út. brennum ekki inni í kvöld allavegana. sjáum til hvað gerist á morgun. ég er samt ennþá pínku að fara að grenja. eigum við ekki bara að sitja við hurðina í kvöld."
barbara.
"ég þori ekki alveg að sofna. já, já, þetta reddast. ok. er komið ljós inni hjá þér? ekki? nei, nei. ég er ekkert stressuð yfir þessu. nei, nei. ok. góða nótt. bless.....villt þú ekki bara sofa uppí hjá mér, það er sko nær hurðinni."
maria // 11:58 e.h.
______________________
stúlkan hefur tendens (alls ekki áráttu, bara örlítinn tendens) til að velta sér (í merkingunni, rúlla, nudda og elta) uppúr atriðum í lífi sínu sem ættu að vera einföld, en taka það sem meira máli skiptir með einari (hendi sko).
sem betur fer á hún sérstaklega meðvirka vini.
drottningin móðir hennar er hins vegar allt nema meðvirk. verður það að teljast afar miður á augnarblikum sem þessum. afar.
maria // 11:45 e.h.
______________________
fimmtudagur, febrúar 17, 2005:
stúlkan átti einstaklega gleðilegan dag í gær sem entist langt fram undir morgun í dag.
hún dansaði af sér skóna í orðsins fyllstu merkingu enda voru dansherrar hennar sérstaklega hæfir þetta kvöld, hitti stebba og eyfa live backstage og brosti svo mikið að hún er með harðsperrur í kinnunum í dag. þetta verður ekki mikið betra.
maria // 3:21 e.h.
______________________
laugardagur, febrúar 12, 2005:
þegar það kyngir niður snjó er betra að vera með vatnsheldan maskara.
nema manni langi að líkjast pandabirni og hræða lítil börn - þá eru vatnsheldir maskarar gagnslausir.
maria // 1:49 e.h.
______________________
fimmtudagur, febrúar 10, 2005:
er ekki alveg eðlilegt að bíða eftir þvottavélinni fram á miðjar nætur?
og horfa á my best friends wedding?
og kannski syngja með?
ein.
forever and ever....
maria // 1:55 f.h.
______________________
mánudagur, febrúar 07, 2005:
sunnudögum á aragötunni er sannarlega varið misviturlega.
yfirleitt er virkni í samræmi við flæði kvöldsins áður. hér verður heldur ekkert reynt að draga úr því að oft flæðir vel og mikið af hinum ýmsasta vökva í lífi sjálfanna tveggja og eðlilega var þessi helgi engin undantekning á því atferlismynstri.
atorkan var í lagi í dag. eftir að stúlkan tæmdi íbúðina af dósum, glösum og öðrum drykkjarílátum áttaði hún sig á flæði vökva - annars konar en þeim sem vanalega rennur á aranum. neðri hluti norðurálmunnar drukknaði einfaldlega. og allir skórnir í forstofunni.
stúlkurnar þurftu því að verja kvöldinu í björgunaraðgerðir þar sem píparaskortur í bland við þíðu og óveður hefur breytt dauðagildrunni fyrir utan hurðina í dauðahafið. sem þröngvaði sér inn í hofið.
þetta er væntalega í síðasta skipti sem vökvi verður markvisst fjarlægður af þessu heimili.
píparinn fær að heyra í stúlkunni á morgun.
maria // 1:31 f.h.
______________________
stúlkan skrifaði stúdentsritgerð um rómantík. þetta eru því gamlar fréttir fyrir hana, hún skilur þó að þetta sé fyrst að komast í fréttirnar núna þar sem ritgerðin hefur ekki verið birt.
ennþá.
maria // 1:29 f.h.
______________________
sunnudagur, febrúar 06, 2005:
stúlkan leggur sig fram við að umgangast skemmtilegt fólk frekar en annað. sem betur fer gengur það ágætlega hjá henni.
maður sem leggur sig fram við að stjórna því að fólk skemmti sér sem best og sem oftast (og þykir því heppilegur félagsskapur fyrir stúlkuna) setti hlutina í samhengi þegar hann velti því upp að í ljósi þess að benedikt einarsson teljist laukur engeyjarættarinnar (sbr. mannlíf sl. sumar) hljóti jóhannes árnason einfaldlega að vera rúsínan í pylsuendanum.
stúlkan var þó heldur ósátt við að þurfa hafa eytt peningum í að uppgötva að hún væri á allt öðrum stað í lífinu nú en fyrir 5 árum.
en. hún veit það að minnsta kosti núna.
maria // 8:08 e.h.
______________________
þriðjudagur, febrúar 01, 2005:
ef maður er finni og heitir jaakko - liggur þá ekki beinast við að vera kallaður steini á íslensku?
maria // 9:33 e.h.
______________________