ævintýri...
föstudagur, mars 25, 2005:
stúlkan fékk kjánahroll þegar hún sá beina útsendingu frá lendingu bobbys.
sérstaklega vont þegar bobby sagði á kastrup að bulli eins og fangelsisvist yrði að svara með bulli. bulli eins og íslenskum ríkisborgararétti?
velkominn heim bobby minn.
djöfulsins mannréttindafrömuðir þessi allsherjarnefnd. gott líka að vita að það er ekkert verið að mismuna fólki þegar kemur að ríkisborgararéttinum eða öðru álíka bulli.
ætli bobby boy eigi eftir að sinna kennsluskyldunni sem fylgir stórmeistaralaununum? vonandi. það vantar fleiri heilbrigðar fyrirmyndir á ríkislaun fyrir börnin í landinu.
maria // 4:26 e.h.
______________________
sunnudagur, mars 13, 2005:
stúlkan er að frjósa úr kulda!
hún mun beita sér fyrir stofnun hagsmunasamtaka hálfkalinna íslendinga. vinnuheiti samtakanna er"hafísinn heim á norðurpól - einn tveir og bingó!" þeir sem hafa áhuga á málefninu hafi samband við stúlkuna eða sigga storm á stöð 2. þetta er nottlega bara ekki hægt.
maria // 7:32 e.h.
______________________
miðvikudagur, mars 09, 2005:
stúlkan hefur oft gengist við því að vera viðkvæm. jafnvel því að vera á mörkum þess að vera hálfgerður aumingji. stundum. ekki alltaf.
hún lagði sig alla fram við að fara ekki að grenja á v-deginum í óperunni í gær.
það tókst næstum því.
stúlkan er einstaklega lukkuleg með að vera ekki skorin í tætlur og saumuð saman með fiskisnúru til þess eins að það sé hægt að rífa á hana gat með geitarhorni.
verra að hún á afar fjarskylda frænkur í afríku sem þannig er komið fyrir.
hún ætlar að senda þeim péning. krónan er svo sterk núna. nýta þennan gengismun.
stúlkan leggur til að allir sem þetta lesi kaupi sér eins og einn dollara og gefi v-dagssamtökunum. nú eða millifæri á þau eins og 60 kallinn sem hann kostar.
og bæti svo jafnvel við eins og 1 - 2 núllum við þá tölu.
þá tárast kannski ekki allur salurinn á næsta v-degi, bara svona helmingurinn.
maria // 4:55 e.h.
______________________
sunnudagur, mars 06, 2005:
"i carried the watermelon..."
"you? you are everything!"
"dance with me?"
"nobody puts baby in the corner."
"tonight your mine"
"here´s the money."
"sometimes we see things that we don´t wan´t to see."
"when i´m wrong, i say i´m wrong."
"you are wild!! you are wild!!!!!"
"baby is going to save the world."
"lisa is going to decorate it."
"it was the summer of 1963."
"i´ve decided, tonight´s the night with robbie."
"and she said: ....he has two hotels!"
"your not worth it. your not worth it."
"this is my dance-space. this is your dance-space."
"how many women have you had?"
"it's ok, you were just using them."
"no, they were using me!!"
"but most of all i´m afraid of that i'll walk out of this room and never feel the way i feel when i´m with you."
þessir swayze-bakvöðvar eru ekkert grín. þeir eru háalvarlegt mál.
maria // 12:28 f.h.
______________________
miðvikudagur, mars 02, 2005:
þetta eru hálfvitar.
maria // 9:36 e.h.
______________________
stúlkan tekur framtaki menntamálaráðuneytis og ölgerðarinnar um að kaupa heim drykkjarhorn samnefnt henni fagnandi. hún er sérstaklega ánægð með hvernig einkarekið fyrirtæki tekur þátt í fjárfestingum í þjóðargersemum og endurspeglar þannig breytingarnar sem íslenskt samfélag er að taka í ljósi aukins frelsis á markaðinum.
þar að auki er hún þakklát fyrir heiðurinn að drykkjarhornið fagra, maríu-hornið, sé komið heim enda löngu kominn tími til!
staðsetning þess og geymslustaður er einnig til sóma - á leiðinni af aranum á ölstofur reykjavíkur.
stúlkan er hrærð yfir þessum heiðri sem henni er sýndur og heitir því að bregðast ekki drykkjulistin fyrst að hornið er komið heim.
skál.
maria // 1:11 e.h.
______________________
þriðjudagur, mars 01, 2005:
stúlkan þakkar sérstaklega vel fyrir sig.
hún átti að sögn krónprisessunnar einstaklega skemmtilegan og ánægjulegan afmælisdag þar sem hún naut víns, vina og veglegra gjafa.
hafa þær stöllur sammælst um að halda áfram þeirri hefð að fagna þessum degi á svipaðan hátt í framtíðinni.
maria // 3:24 e.h.
______________________