ævintýri...
fimmtudagur, apríl 28, 2005:
lögberg, borð 41, ákkúrat nákvæmlega núna:
snoop dogg ft. pharrell
piparmyntute
afsláttarhugtak kröfuréttarins, munurinn á afslætti og skaðabótum
kristall +
lagasafn opið á fyrningarlögum nr. 14/1905 (bara alveg glæný bara)
harðsperrur
kaffi
belja
yfirstrikunarpenni
gloss
fleygur með súkkulaðilíkjör
tómt raunvínsglas (úr plasti)
marvin gaye
ipod
valborg
maltesers (sem rakel á)
minnimáttarkennd
stress
örlítill prífkvíði
status tékki lokið.
farin í kaffi.
maria // 1:32 e.h.
______________________
mánudagur, apríl 25, 2005:
skólabókardæmi um hvernig þrumum skal stolið.
þeir vita hvað þeir eru að gera nossararnir.
maria // 1:50 e.h.
______________________
sunnudagur, apríl 24, 2005:
stúlkan er frelsuð.
hjálmar eru málið.
og raggi bjarna, enda er þetta ekkert smá flottur jakki.
maria // 3:15 e.h.
______________________
föstudagur, apríl 22, 2005:
hvað er á höfn í hornafirði?
a) "lítil bensínstöð og svo blokkaríbúðir!"
b) "ekkert?"
c) "bæjar-/sveita-stjóri sem systurnar vita ekki hvað heitir.
spurningin er fjölvalsspurning og eiga allir svarmöguleikarnir sér stoð í raunveruleikanum - á einn eða annan hátt.
rétt lausn fæst aðeins með miklum, djúpum og yfirveguðum þánkagangi. (valkvæð forskeyti við þánkaganinn, júrídískur, sósíalískur, stúbídískur etc. bara á með hann endar á -ískur og höfðar þannig til akademíkerins í stúlkunni.)
mánuður á morgun.
djöfulsins ofurhetja sem þessi stúlka er.
amk í nikótínfríu samhengi.
maria // 5:16 e.h.
______________________
þriðjudagur, apríl 19, 2005:
r-listinn er búinn að skíta á sig.
með þessari klunnalegu síðustustundarreddingu eru þau búin að tryggja sér einu atkvæði færra í næstu borgarstjórnarkosningum. hvað er þetta fólk að gera?
þessir borgarstjórnarfundir eru allavega að skila miklu. bókanir sem hefjast á:
Enn einu sinni birtist afstöðuleysi minnihluta Sjálfstæðisflokksins þegar málefni Reykjavíkurborgar eru til umfjöllunar. Engin efnisleg afstaða er tekin til innihalds 3ja ára áætlunar
og
Það lýsir metnaðarleysi meirihlutans vel að dráttur annarra sveitarfélaga vegna framlengingar 3ja ára áætlunar sé notuð sem afsökun fyrir þeim töfum sem orðið hafa á framlagningu frumvarps að 3ja ára áætlun fyrir Reykjavíkurborg. Að öðru leyti er bókun R-listans ekki svaraverð
eru það sem er að.
egill helgason er búinn að fatta uppá svarinu.
stúlkan er brjáluð í dag.
þessar fréttir hafa valdið henni vonbrigðum. gríðarlegum vonbrigðum.
í smíðum er harðort bréf til borgarstjóra og formanns skipulagsnefndar, kannski bara nefndarinnar allrar.
hún er þreytt á tuggum um íbúalýðræði þegar forystugerræði er staðreyndin.
hún er þreytt á stefnuleysi og skítareddingum þegar kemur að umhverfi hennar.
rökrétt væri að næst á dagskrá sé að finna sér fasteign í garðabæ.
og flytja!
maria // 4:58 e.h.
______________________
sunnudagur, apríl 17, 2005:
einstaklega spennandi sumarfrí.
ýmsar spurningar sem vakna, sérstaklega varðandi praktísk málefni fórnarlambsins/listamannsins.
náði hann í dótið sitt?
hvernig borgaði hann fyrir taxann?
hvert fór hann?
hvaðan kom jose?
er hann með leyfi fyrir þessari byssu?
hvert flúði textahöfundurinn, ævintýramaðurinn og fórnarlamb skotárásar?
sannarlega að mörgu að hyggja í próflestri.
maria // 11:45 e.h.
______________________
laugardagur, apríl 16, 2005:
stúlkan fagnar 21. degi sínum í reyklausa liðinu í dag.
í tilefni dagsins hefur dísa litla í smáratúni, liðsmaður í reyklausa liðinu, fært stúlkunni belju að gjöf. stúlkan sér beljuna sem hvatningarverðlaun og stefnir ótrauð á rolluna sem dísa hefur heitið henni eftir 6 vikur í reyklausa liðinu. hún er þakklát liðsfélaga sínum fyrir sýndan stuðning og hlýhug í sinn garð.
stúlkan hefur ákveðið að til heiðurs dísu í smáratúni muni lesstofuborð nr. 41, þar sem stúlkan með flesta emeritus-titlana situr, verða heimsins fyrsti reyklausi dýragarður á lesstofu í háskóla áður en námi hennar lýkur við lagadeild hí.
á þessum bæ er ekki verið að búa til smámarkmið - hérna eru gerðar stratígískar lángtímaáætlanir!
maria // 4:02 e.h.
______________________
töff.
mjög töff.
það er samt fallegur mórall í sögunni.
ef þú leggur e-n í einelti ferðu að vinna við skúrningar og miljónir manns syngja með þegar það er gert grín að þér.
ef þú ert lagður í einelti eignastu fullt af péning, bitches and ho´s (sumar gætu verið háðar kókaíni) og heimurinn elskar (eða elskar að hata) þig.
þetta er eins og amerísk unglingamynd.
maria // 2:57 e.h.
______________________
föstudagur, apríl 15, 2005:
stemmingin á pöllunum var rosaleg þegar sundknattleiksleikurinn varð æsispennandi á lokamínútunum.
maria // 4:24 e.h.
______________________
fimmtudagur, apríl 14, 2005:
djöfull að hafa ekki unnið í þessu happadrætti.
jæja, það er bara að spila með næst, þeir fiska sem róa og allt það.
einhver á lesstofunni hefur drukkið of mikið kaffi undanfarið og ekki náð á klósettið í tæka tíð.
kvenmenn hafa fallið í ómegin og hörðustu karlmenni tárast af óþefjan þeirri er grúfir yfir lesstofu lögbergs. ástandið er óbærilegt.
maria // 9:51 e.h.
______________________
þriðjudagur, apríl 12, 2005:
stúlkunni þótti gaman að sjá þessa grein eftir þennan mann.
sérstaklega eftir að hafa séð hann í pontu.
einstaklega einlægur og aðlaðandi ræðumaður. talar frá hjartanu með yfirveguðum áhersluhandahreyfingum og rödd sem ætti aldrei að þagna. alveg þannig að stúlkan fór smá hjá sér við að sitja í salnum og hlusta. dáleidd.
hún var víst ekki sú eina.
hins vegar er hún sú eina sem hún veit um sem getur státað af því að umræddur maður hringdi í hana til þess að perrast í henni fyrir um 6 árum. henni finnst það meira töff núna en þá.
maria // 8:01 e.h.
______________________
einbeiting óskast.
fullum trúnaði heitið.
maria // 7:50 e.h.
______________________
mánudagur, apríl 11, 2005:
þegar liðsandi þessarar færslu er skoðaður er betra að blasta hátalarann. það eykur effektinn og auðveldar einstaklingum að syngja með séu þeir ódrukknir. (innsk. útgefanda.)
stelpan er komin í nýtt lið.
haraldi schram hefur verið skipt út fyrir hófí.
þett'er lííííf í lagi.
það er samt e-ð óþægilega arískt við nýja liðið.
einnig er vert að gera athugasemd við henson að láta hanna nýjan galla eftir að hafa séð hvað þeir eiga á lager.
þykkvabæjarkartöflu auglýsingin er á sama stað. stúlkan og þjáningasystir hennar sem hvorugar höfðu sé auglýsinguna í ca. 10 ár (plús mínus nokkrir mánuðir) kunnu báðar textann utanað. eðlilega.
hvað varð um skífurnarnar? parísarkartöflurnar? hver sér eiginlega um markaðssetninguna hjá þykkvabænum!!!
hvar er guðni ágústsson þegar íslenska kartaflan er ekki að nýta sína möguleika. ónýtt sóknartækifæri og guðni bara að mjólka beljur.
dagur 16. vakning að tilheyra sama liði og fegurðardrottning.
maria // 5:04 e.h.
______________________
miðvikudagur, apríl 06, 2005:
gestaþraut dagsins er fengin af dómasafni lánstrausts:
Þriðjudaginn 21. júní 1955.
Nr. 167/1954. Keilir h/f (Jón N. Sigurðsson) gegn
Ársæli dónassyni (Ragnar Jónsson).
Dómendur: ha~etaréttardómararnir Gisur Bergsteinsson. Jón Asbjörnrson og Jónatan Hallvar8sson og prófensorarnir Thedddr B. Líndal og Ólafur Jóhannesaon.
hversu margar villur eru í textanum?
mjög smart verðlaun í boði fyrir rétt svar!
(ath. vel rökstutt svar getur jafnvel gilt sem rétt þó það sé kannski ekki alveg tæknilega rétt.)
maria // 1:40 e.h.
______________________
sunnudagur, apríl 03, 2005:
í kjölfar breytinga á atferlismynstri stúlkunar er lúta að reglulegri nikótínneyslu hafa ákveðnir karakterbrestir komið upp. brestir sem stúlkunni var allseindarókunnugt um að myndu þjaka hana svo mjög.
nikótínfría stúlkan hefur nákvæmlega enga einbeitingu og hefur eytt síðustu klukkustund á síðunni missamerica.org. þegar þetta er skrifað kl. 16:55 hefur stúlkan kynnt sér lífshlaup allra aðalungfrúa ameríku frá árinu 1921 - 1958 (keppnin var haldin með nokkrum hléum á þessum tíma, m.a. vegna stríða og annars óþarfa)og svo aftur frá 1971 - 2005.
af þeim ungfrúm sem stúlkan hefur kynnt sér á þessum alltof stutta tíma fílar hún sennilega miss america 1971 best. þessi skoðun er látin í ljós með fyrirvara.
henni þykir starfsval ungfrúnna hins vegar áhugavert. lausleg könnun hefur nefnilega leitt í ljós að fyrrum miss america starfar við e-ð eftirtalið:
a) fjölmiðla, mjög algengt. sjónvarpið er að koma sterkast inn, þáttagerð, anchoring, fréttamennska, hosting osfrv. sjónvarpið hefur endalausar áskoranir og tækifæri fyrir ungfrýr.
b) skrifa bækur, sérstaklega um hugðarefni sín í ljósi eigin reynslu. bækur eins og matarræði fyrir sykursjúka og control your own life eru algengar.
c) motivational speakers, allar. undantekningalaust.
d) starfa í þágu málefna þeirra sem eiga e-ð bágt. hver ungfrú sinnir sínu hugðarefni á starfsári sínu sem ungfrú. sumar hafa farið með það alla leið og stofnað svona foundations í sínu nafni sem starfa að afmörkuðu málefni áfram, þó að hún sé kannski orðin frú, eða fréttamaður.
e) starfa í þágu kristinna kvenfélaga. td ungfrú 1997 sem hefur auk þess að starfa með kirkjukórnum ferðast um öll bandaríkin og talað við tugi þúsunda amerískra unglinga um sexual abstinence.
f) mother and a leader in her community. engin ungfrú er móðir án starfsframa nema hún sé leader in her community. þannig er það bara ef maður er ungfrú ameríka. púnktur.
g) developed a carrier in the entertainment industry. afar algengt. afar. næstum jafn algengt og að vera fjölmiðlakona. ein ferðaðist með bob hope-sýningunni í mörg mörg ár.
annars gengur lesturinn bara fínt sko. já já.
fráhvarfeinkenni frá nikka nikótín. nei nei.
einmitt.
einmitt.
maria // 4:51 e.h.
______________________
föstudagur, apríl 01, 2005:
á morgun er vika síðan stúlkan neytti síðast nikótíns.
djöfulsins dugnaður, þróttur og elja.
sjálfsagi og metnaður.
óstöðvandi framfarir í átt að ofursjálfinu.
þetta er martröð.
maria // 12:42 e.h.
______________________