 |
|
ævintýri...
mánudagur, september 26, 2005:
og svo gekk hún í flokkinn....
maria // 3:14 e.h.
______________________
sunnudagur, september 25, 2005:
þögnin útskýrist kannski af þeim skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað undanfarið. í kjölfar þeirra hefur stúlkan farið þrjúhundruðsjötíuogfimmþúsund sinnum í ikea - og eytt þar svipaðri fjárhæð. "kerti og kassar fyrir 6000 kjell? já, já, og hendi með einni bastkörfu, þá er þetta gott. í bili. fram að næstu helgi."
þessari helgi var þó ekki bara eytt í ikea. stúlkan fór meðal annars í stúdíó til þess að syngja í nýjasta óskalagi þjóðarinnar, auk þess að virkja í sér námsmanninn.
þetta er nefninlega allt að koma.
diljá klukkaði stúlkuna. verandi þekkt fyrir að gera margt annað en að skorast undan þegar á reynir verða hér tíundaðar 5 staðreyndir um stúlkuna. þrátt fyrir að í klukk verkefninu felist að setja eigi fram 5 tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig, mun stúlkan taka sér það vald að útiloka tilgangslausa þáttinn úr verkefninu og setja fram 5 staðreyndir - vitandi sem er að í lífinu er allt aðalatriði.
nr. 1: mér finnst yfirmátaskemmtilegt að hanga á barnum, drekka kokteila/vodkatónik og kjafta við vinkonur mínar. ég elska vinkonur mínar. nr. 2: ég er með einstaklega selective memory. það sem mér finnst of neyðarlegt eða á e-n hátt ekki til þess fallið að muna gleymi ég bara. það þurrkast út. það er stundum frábært, ekki alltaf. nr. 3: mér finnst ég á krossgötum í lífinu. það er sennilega rétt hjá mér. nr. 4: ég syng alltaf þegar ég er ein í bíl. undantekningalaust. nr. 5: í vor ætla ég að labba uppá hvannadalshnjúk. undirbúningur er hafinn. 33 hæðir á stair-master baðhússins í morgun. er þessi hnjúkur ekki annars alltaf að lækka?
og já. þá má ég klukka. ég held að það sé búið að klukka alla sem ég þekki. þannig að ég klukka bara hershöfðingjann og vinkonu hans lagasmiðinn. góðar stundir.
maria // 5:17 e.h.
______________________
|
|
|