>

ævintýri...

miðvikudagur, júlí 19, 2006:

það er kannski rétt að taka fram að hleðslutækið fyrir símann hennar er í feluleik og þannig ástæða fyrir því að það svari alltaf einhver maður og tjái sig um þjónustusvæði þegar hringt er í hana.
hún er að fara ganga í málið.

maria // 1:29 e.h.
______________________

þau fóru austur á breiðdalsvík í veiði. hún getur (næstum alveg bráðum kannski) kastað flugu, hann getur veitt fisk. það geta ekki allir verið sérfræðingar í öllu.
ofsalega mikið gott og gaman fyrir austan.
á leiðinni heim heimsóttu þau vin hennar úr barnæsku,
þórberg, á hala í staðasveit.
henni hefur alltaf fundist þórbergur pínku uppáhalds. um ævina hefur hún lesið tvær bækur oftar en aðrar: ronju ræningjadóttur og fyrstu lestrarbókina hennar í 6 ára bekk, sálminn um blómið. og áður en hún gekk mammoni og frændgarði hans á hönd voru þau þórbergur svoltið sammála í pólitík.
gaman að koma á setrið, best að fara um kvöldmatarleyti, þá er killer gott sveitahlaðborð með reyktri bleikju, steiktum silung og orginal lambakjöti og ís og kaka í eftirrétt.
ís er uppáhalds hennar.

maria // 11:34 f.h.
______________________

miðvikudagur, júlí 12, 2006:















er hægt að gera þetta betur?
hún heldur ekki.
algjörlega fantastísk hjón. og barn. og dagur.
komin með tár í augun!

maria // 4:39 e.h.
______________________

þriðjudagur, júlí 11, 2006:

á síðustu vikum hefur fólk sem henni þykir vænt um fjölgað mannkyninu, annað ákveðið að eyða restinni af lífi sínu saman, sumir sýnt tilveruleg veikleikamerki og enn annað dáið.
þó þeir segi að þetta sé gangur lífsins þá er það skrýtið þetta líf. stundum yndislegt, skemmtilegt og fullt af eftirvæntingu; en stundum pínku erfitt, sorglegt og fullt af eftirsjá og efa.
maður þarf samt að vinna markvisst að því að það haldi áfram. þetta líf þetta líf.
og augljóslega reyna að hafa gaman af.

maria // 1:53 e.h.
______________________

mánudagur, júlí 10, 2006:

raggi bjarna kann sig. enda fátt meira viðeigandi en að segja framhjáhaldsbrandara í brúðkaupi, eða vera með publicity stunt eftir desertinn. toggi ástvalds útskýrir þetta með því að raggi sé eins og forrest gump: you never know what you are going to get.

brúðkaup laugardagsins var stórkostleg skemmtun. hvetur stúlkan hérmeð sem allra flesta til að gifta sig - og bjóða henni í veisluna!

maria // 2:31 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives