ævintýri...
þriðjudagur, ágúst 15, 2006:
hún er búin að vera skítaógeðslega lasin síðan á föstudaginn. sá samt morrisay á laugardag - til þess eins og verða veikari á sunnudag.
þess vegna fer hún með kvef, hálsbólgu og hita með sér til london. þaðan til north of spain (where the rain stays mainly in the plain) santander og san sebastian og svo til barcelona í 2 vikur. og svo til alicante.
ef þú ert að deyja úr öfund þá verðuru bara að díla við það.
hasta la vista baby.
sjáumst í september.
maria // 1:53 e.h.
______________________
föstudagur, ágúst 11, 2006:
stymmi stuð.
búinn að svara og sendi bara út fréttatilkynningu í leiðinni.
hann hefur skilið hversu alvarlegt það er að geta ekki fylgst með þegar unni okkar er dröslað útum allan heim að taka þátt í allskonar einhverjum einstökum viðburðum - þegar hún vill ekkert fara! hún vill bara vera heima hjá hestunum og kærastanum og það er bara alltaf verið að senda hana í eitthver boð í útlöndum að hitta david cameron og gefa peninga og e-ð.
:( - eins og hún orðar það svo oft sjálf.
stymmi veit greinilega hvað stuðningur lesendanna skiptir hana miklu máli í þessu erfiða starfi sem henni finnst ekkert spes - en lætur sig þó hafa svo við hin þurfum ekki að vinna þau.
maria // 3:30 e.h.
______________________
fimmtudagur, ágúst 10, 2006:
hvaða "#$/$%"$# rugl er þetta!!!!
búið að læsa blogginu hennar UB á mbl!
og hvernig á maður að fylgjast með henni núna?!
til hvers að hafa fegurðardrottningu sem er bara með læst blogg?
ef hún vissi ekki betur myndi hún garga: MANNRÉTTINDABROT! en það væri nottlega þátttaka í að gengisfella hugtakið og það er ljótt.
hún sendir styrmi bara meil einn, tveir og bingólottó.
styrmir,
make it happen. turn UB back on.
kv. krónprinsessan.
maria // 11:46 f.h.
______________________
öööö, er hún með verstu mögulegu stundarskrá á þessari haustönn?
öööööö, já.
vinsamlegast hafið ekki samband við hana á þriðjudögum frá 5 september fram að jólum, hún verður upptekin í tremmakasti.
í fyrra var hún í fyrirlestrum frá 8 - 2 á þriðjudögum. það er ekki gott fyrir heilann.
í haust verðir hún í fyrirlestrum frá 8 - 5 á þriðjudögum. ef einhver ætlar að segja henni að þetta batni með tímanum getur sá hinn sami bara skíttað í heilann á sér. hún verður allavegna ekki með neitt í hausnum á þriðjudögum kl. 5 næstu mánuði.
maria // 11:03 f.h.
______________________
miðvikudagur, ágúst 09, 2006:
uppáhalds: súfistinn, vinir og svona tuttugu tímarit á svona fjórum, fimm tímum. appelsín í gleri (kannski tvær) og berjate.
ókosturinn er að stundum eru sumir skrýtnari en maður sjálfur þar. í gær starði á hana maður í langan tíma og leit ekki undan þegar hún horfði til baka. henni fannst það hrikalega truflandi og gat ekki einbeitt sér að því að lesa The Economist / Marie Claire (ok meira seinna blaðið...). þó hún sendi "horfðu eitthvert annað!!" augnaráðið hélt hann áfram. það virkaði ekki einu sinni að gretta sig smá framan í hann (sem er mjöööög þroskað og kurteist). hann hætti ekki fyrr en hún klagaði og benti vinkonu sinni á hann sem hann hætti og fór.
hún fílaði sig frekar mikið paranojda og móðursjúka eftirá. hitti líka bobby fisher einkavin árna á leiðinni út.
fitting.
spurning hver er skrýtnari en hver.
maria // 1:23 e.h.
______________________
föstudagur, ágúst 04, 2006:
vinnan hennar skipti um stað.
útsýnið breyttist úr byggingaverkamönnum í alla borgina.
úr glerhýsinu í grafarholtinu sést vel alla leið vestur í bæ og á göðum dögum jökullinn hennar í allri sinni dýrð. hún er að fara til hans á eftir. verslunarmannahelgin fyrir vestan.
héðan frá séð er hallgrímskirkja eins og andarmamma á sterum og háteigskirkja ofvaxinn andarungi fyrir aftan hana. voða krúttlegt.
maria // 9:58 f.h.
______________________