ævintýri...
fimmtudagur, desember 21, 2006:
18 einingar og ásættanleg meðaleinkunn í húsi.
þónokkur vöntun á orku útskýrir skort á tiltekt og þrifum.
ótrúlega mikið góð litlu jól með perlum.
uppáhalds þessa dagana: jólakort. þau sem eru með myndum sérstaklega.
maria // 4:31 e.h.
______________________
þriðjudagur, desember 19, 2006:
mér finnst ekki fyndið að gera grín að börnum sem deyja í stríði. þessum manni finnst það.
ég er svo pirruð inní mér yfir þessu að ég get ekki tjáð mig skipulega um hversu grunnhyggið það er að birta svona "grínmynd".
maria // 11:18 f.h.
______________________
þriðjudagur, desember 12, 2006:
daybright blond (dulnafn, til að vernda hana from the haters) hefur afvegaleitt mig.
hún sendir mér línka á dýpstu pytti samfélagsins. og stundum... stundum læt ég glepjast. og það þarf langskólagenginn fullorðinn mann til þess að gera "hvað ertu að gera manneskja, ertu ekki að læra!!!" - svip til þess að ég nái mér upp.
gvöð minn góður - þetta er meira ávanabindandi en slúðursíðurnar á netinu!
ég hef því snúist á beinu brautina - the blond agent og hennar brögð munu ekki buga mig!
3 búin og 2 eftir.
þetta er eins og síðustu 20 km í 50 km skíðagöngu. fá lopapeysulið með rauðar kinnar, norska fána, kúabjöllur og kaffi á brúsa á hliðarlínuna til að heja mig áfram!! heja! heja! heja! þetta http://youtube.com/watch?v=KzuQyur7I9s&mode=related&search= nær stemmingunni næstum.
maria // 1:44 e.h.
______________________
föstudagur, desember 08, 2006:
prófið í gær gekk vel. prófið í dag gekk vel miðað við að ég var ekki búin að lesa um hlutlæga ábyrgð ritstjóra skv. prentlögum. já og fékk þá spurningu. prófið á morgun á að ganga vel - af því að i neeeeeeeeed it.
3ja manni finnst ekki gaman þegar hann er sviptur svefni til þess að læra glósur.
ég lofa að bæta honum það upp þegar hann fæðist ef hann lætur þessar blóðþrýstingshækkanir ekki á sig fá og segir ekki ljósmóðurinni (sem vill ekki að mamman sé í öllum þessum prófum) frá því sem hann er látinn þola.
það eru 3 próf eftir.
we can do it.
maria // 3:26 e.h.
______________________
föstudagur, desember 01, 2006:
allar ritgerðir búnar.
núna eru bara 5 próf eftir.
þegar ég er jóga er 3ji maður í slökun.
þegar ég er í slökun er 3ji maður í tæ kvon dó.
maria // 8:31 e.h.
______________________