ævintýri...
miðvikudagur, september 13, 2006:
mæli með:
- jón ormur á vísi í dag
- krúttíbombosbænum Haro í Roja-héraðinu á Spáni. þar er kaþólskur prestur sem er tvífari daníels ísebarn, fáránlegt magn af góðu víni og geðveikt 4 stjörnu hótel sem var einu sinni klaustur. þar er boðið uppá kampavín með morgunmatnum - recommended.
- leyndardómur fjármagnsins. sérstaklega fyrir stjórnarformann og framkvæmdastjóra þróunarsamvinnustofnunar íslands. og alla aðra.
- skugga vindanna. sérstaklega þegar maður er í barcelona.
- að allir séu góðir við hina - þá er mikið skemmtilegra.
- ísbúðinni rétt hjá picasso-safninu í barcelona. jesus! - með spænskum hreim og innlifun.
- góðum mömmum. og góðum mönnum.
- frelsinu, hamingjunni og lífinu. það er e-ð svo gott mix.
maria // 5:04 e.h.
______________________
föstudagur, september 08, 2006:
127. fundur, 126. lþ. [16:31]Steingrímur J. Sigfússon:...Herra forseti. Ég verð að segja eins og er, að það fer dálítið í taugarnar á mér hvernig hv. þm. Árni Johnsen lætur hér gjörsamlega eins og fífl. Það fer dálítið í taugarnar á mér. Það er ekki nokkur leið að reyna að halda uppi einhverri efnislegri umræðu um mál og fá ekki frið til þess fyrir manni, sem ég hef að vísu engan áhuga á að ræða við af því að ég veit að það er tilgangslaust. En gagnvart öðrum sem eru hér í salnum og manni sjálfum þá fer ég vinsamlegast fram á það að þessi maður, sem plagar okkur nú ekki mikið með nærveru sinni hérna hvunndags, sé til friðs þá sjaldan að hann er hérna. Ég fer fram á það að hv. þm. sé nokkurn veginn til friðs þá sjaldan að hann er hérna á vinnustaðnum. (Gripið fram í.) Já, nú er nóg komið, hv. þm. Nú er nóg komið. Nú bið ég hv. þm. að hætta þessum fíflalátum (ÁJ: Ég bið bara þingmanninn að horfa í spegil.) því að þetta eru fíflalæti og ekkert annað. (heimild, althing.blogspot.com, sbr. althingi.is).
við steingrímur eigum bara svo margt sameiginlegt. eins og háralitinn.
maria // 1:26 e.h.
______________________