>

ævintýri...

sunnudagur, nóvember 19, 2006:

þetta blogg gunnars í krossinum þarf að lesa. linkurinn er hér. http://krossinn.is/Safnadarstarf/default.aspx?path=/resources/Controls/23.ascx&C=ConnectionString&Q=Top%203%20News&Groups=1&ID=991&Prefix=1819

efnisgreinin sem byrjar á Vandinn snýr að Íslömsku fólki er, ja, amk áhugaverður. sumir vilja jafnvel meina refsiverður.

það er líka mjööööög sérstök röksemdafærsla að fóstureyðingar á íslandi séu það sem kalli á erlent vinnuafl í landinu - bara kristið vinnuafl samt, því guð fer ekki í manngreinaálit.

kosturinn við þetta allt saman er að núna hef ég ekki lengur fordóma gagnvart gunnari í krossinum. núna veit ég að hann er bilaður.

maria // 11:13 f.h.
______________________

fimmtudagur, nóvember 16, 2006:

Sæll Geir,

með þessu bréfi vil ég segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta geri ég vegna vonbrigða minna með það að flokksforystan hafi lýst yfir stuðningi við þann frambjóðanda sem náði öðru sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi í síðasta mánuði. Mér þykir miður að flokksforystan skuli telja refsidóm vegna brots í opinberu starfi ekki koma í veg fyrir að einstaklingur geti sinnt opinberu starfi á nýjan leik og gangi jafnvel svo langt að styðja þannig menn til slíkra verka.

Ég er hrifin af leikreglum lýðræðis og það er gott að þeir sem telja sig hafa það sem til brunns þarf að bera til þess að gegna starfi alþingismanns bjóði sig fram til þeirra verka. Eins og dæmin sýna hafa einstaklingar hins vegar misgóða dómgreind þegar kemur að þessu mati á eigin hæfi. Það er eðlilegt að flokkar hafi sín kerfi til þess að ákveða hvaða aðilar séu á framboðslista flokksins. Það er einnig ljóst að forysta stjórnmálaflokka á ekki að skipta sér af því hvaða einstaklingar bjóði sig fram. Framboð og kjör frambjóðandans er því ekki það sem ég geri athugasemdir við hér, enda er það ekki í verkahring flokksforystunar að hafa áhrif á slíkt. Það sem veldur þessum vonbrigðum mínum eru fyrst of fremst yfirlýsingar þínar í sjónvarpi um að allir eigi skilið „annað tækifæri“ og að flokksforystan styðji frambjóðandann.

Það að frambjóðandinn hafi ekki sýnt iðrun vegna brota sinna og haldi því meira að segja fram að þau séu „tæknileg mistök“ ullu mér vægast sagt vonbrigðum, jafnvel áhyggjum. Lýðveldið Ísland hefur nokkuð gott réttarvörslukerfi. Refsiverð háttsemi þarf almennt að vera framin af ásetningi þess sem fremur brotið. Mistök í ákveðnum formi, eða það sem kalla má gáleysi, er einnig refsivert við ákveðnar aðstæður. Hugtakið tæknileg mistök er ekki til í íslenskum refsirétti og má setja spurningamerki við röklegt samhengi slíkrar framsetningar. Frambjóðandinn gerðist sekur um verknaði sem féllu undir ákvæði sem vörðuðu refsingu á grundvelli ásetnings, enda eru fjárdráttur og misnotkun á opinberri stöðu eðli málsins samkvæmt ekki mistök. Hefði frambjóðandinn verið að slá eign sinni á eitthvað sem hann teldi sér frjálst að taka, sem undir einhverjum kringumstæðum væri kannski hægt að kalla mistök, þá hefðu brot frambjóðandans verið heimfærð undir önnur ákvæði hegningarlaga en gert var. Um mál sem höfðuð eru til refsingar vegna háttsemi einstaklinga fer um samkvæmt ströngum skilyrðum sem sett eru fram í lögum til þess að trygga réttaröryggi í samfélaginu. Meðferð og niðurstaða dómstóla í máli frambjóðandans getur ekki á nokkurn hátt talist ósanngjörn eða óréttlát. Framganga frambjóðandans í máli sínu öllu lýsir afstöðu til réttarvörslukerfisins sem einfaldlega ekki er ásættanleg frá alþingismanni.

Að gerast brotlegur í opinberu starfi með þeim hætti sem frambjóðandinn gerði er ekki eitthvað sem þarf að veita „annað tækifæri“. Frambjóðandinn, eins og allir aðrir sem á þessu landi búa, getur einfaldlega fundið sér aðra vinnu þar sem hann fer ekki með opinbera fjármuni, enda hefur hann sýnt með verkum sínum að til þess er hann ekki hæfur. Þetta þýðir ekki að hann sé ekki hæfur til þess að gegna öðrum störfum. Starf alþingismanna og störf þeirra í hinum ýmsu nefndum er einfaldlega þess eðlis að óeðlilegt er að einstaklingar sem áður hafa sýnt að þeir valdi þeim ekki, séu fengnir til slíka starfa aftur. Með þessum rökum eru ekki útilokaðir allir þeir sem hlotið hafa refsidóma, enda eru mál sem farið er með samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála ólík. Refsidómi í máli vegna brota í opinberu starfi verður ekki jafnað við hraðakstur þegar kemur að þingsetu.

Sjálfstæðisflokkurinn er sá valkostur í pólítík sem fellur best að mínum skoðunum og hugsjónum. Ég gekk í flokkinn til þess að taka þátt í því starfi sem þar fer fram og vegna þess að ég taldi flokkinn vettvang sem ég gæti komið skoðunum mínum á framfæri. Þetta hefur ekki breyst. Hins vegar hefur flokksforystan, undir þinni stjórn Geir, valdið mér slíkum vobrigðum að ég get ekki látið nafn mitt vera á félagaskrá flokksins.

Að lokum tel ég rétt að koma því á framfæri að ég er ekki viss um að ég sjái mér fært að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningum næsta vor, því þrátt fyrir að frambjóðandinn sé ekki í mínu kjördæmi, getur atkvæði mitt sem greitt er sjálfstæðisflokknum í Reykjavík haft áhrif varðandi uppbótarþingsæti, og þannig er fræðilegur möguleiki á því að atkvæði mitt stuðli að kjöri frambjóðandans. Það get ég ekki sætt mig við. Þrátt fyrir að ég treysti engum öðrum flokki til þess að stjórna landinu en Sjálfstæðisflokknum, hefur ákvarðanataka flokksforystunar í þessu máli sýnt dómgreindarbrest sem ég vil ekki styðja.

Með kveðju,
María Rún Bjarnadóttir

maria // 2:52 e.h.
______________________

miðvikudagur, nóvember 15, 2006:

öööööö.
hún er nottlega ekki orðin master í lögfræði. ennþá. það er alveg gott ár í það.
hún er samt eiginlega alveg algjörlega viss um að tæknileg mistök uppfylli ekki kröfur um saknæmi háttsemi. sem þýðir þá væntanlega að það var hæstiréttur sem var að gera mistök? eða flokksbundnir sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi? eða eru kannski mistök að sækjast eftir starfi sem maður hefur þegar sannað að manni sé ekki treystandi til?

er þetta ekki bara allt ein stór mistök?

hún er að skrifa bréf til geirs. það byrjar svona (skv. fyrsta drafti):

Sæll Geir,
með þessu bréfi við ég segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Þetta geri ég vegna vonbrigða minna með það að flokksforystan hafi lýst yfir stuðningi við þann frambjóðanda í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi sem náði öðru sæti í umræddu prófkjöri. Mér þykir miður að flokksforystan skuli telja refsidóm vegna brots í opinberu starfi ekki koma í veg fyrir að einstaklingur geti sinnt opinberu starfi á nýjan leik og gangi jafnvel svo langt að styðja slíka menn til slíkra verka.

maria // 11:12 f.h.
______________________

laugardagur, nóvember 04, 2006:

í kringlunni í dag sáum við 12 eintök af sama manninum afgreiða í verslunum sem svava jó á.
það mætti halda að það væri verið að reyna að starta einhverju trendi.
stelpurnar voru hins vegar bæði í mismunandi litum og síddum af sama átfitti - og sumar voru meirað segja dökkhærðar. mun meiri fjölbreytni.

maria // 6:40 e.h.
______________________

miðvikudagur, nóvember 01, 2006:

fyrir 30 nóv:
fyrirlestur um 2 gr Mse
ritgerð um Öneryildiz gegn Tyrklandi dóminn frá Mde
ritgerð um einkaleyfi á tölvuforritum í ljósi framkvæmdar áfrýjunarnefndar EPO
ritgerð um predatory pricing
ritgerð um starfslokasamninga í tengslum við stjórnhætti fyrirtækja

svo próf 7, 8 og 9 desember. mjög eðlilegt, þrjú próf sem gilda öll 70% af lokaeinkunn í hverju fagi fyrir sig á jafnmörgum dögum. og svo aftur próf 16 og 19 desember.
400+ bls. lesefni fyrir hvert fag.

þar að auki finnst 3ja manni tremmaleiðinlegt að læra og krefst þess að hin verðandi móðir sofi amk 12 tíma á dag. sem væri ákkúrat passlegt ef það væri júlí og tímamörk fyrir ritgerðir og próf væri þau sömu. núna stefnir bara í enn eitt tilfelli af magabólgum í próftíð. efast um að honum finnist þær skemmtilegri en bækurnar. það er svona mín reynsla amk.

eeeeeeeeen. ég er lótusblóm. jógakennarinn segir það.

maria // 2:31 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives