ævintýri...
mánudagur, mars 26, 2007:

ég veit vel að hverjum þykir sinn fugl fagur en ó mæ god hvað þetta er krúttlegt barn!
mamma hans kallar hann stundum sætmund svein og stundum krúttmund kjút. hún veit að það færi ekki í gegnum hjá mannanafnanefnd - en samt. gasjíses!
maria // 12:02 f.h.
______________________
sunnudagur, mars 25, 2007:

Víkingur Vífilsson, 6 daga, eiturhress í baði. eins og glöggir sjá er drengurinn tenntur. hann fæddist með eina framtönn í neðri góm. barnalæknirinn vildi meina að þetta væri heldur fyrr en hjá öðrum börnum. langamma hans sagði að í sinni sveit hefðu tenntir hvítvoðungar þótt hin mestu gáfumenni þegar fram í sótti og tönn eins og Víkings því talin gríðarlegt gáfumerki. við þurfum svosem ekki frekari staðfestingu á gáfum barnsins enda hefur hann þegar lært að telja uppað einum, á innan við viku. en það er samt gaman þegar vísindin/alkunnar staðreyndir af snæfellsnesi eru sammála stoltum foreldrum.
maria // 11:44 e.h.
______________________
laugardagur, mars 24, 2007:
maðurinn er mættur.
augljóslega er hann fallegasta og stórkostlegasta barn sem heimurinn hefur séð.
hann ákvað að tryggja sér afmælisgjafir að eilífu (amk í mjög mörg ár) og deilir deginum með barböru sem er orðin fullorðin, 25. ára síðan á mánudaginn. við komum hins vegar heim í gær og höfum sjaldan verið ánægðari. við mæðginin tökum undir með birni bjarnasyni um hæfi heilbrigðisstarfsfólks á íslandi, við vorum voooooðalega ánægð með aðstoðina sem við fengum á spítalanum. alveg eins og björn var þegar lungað á honum féll saman.
svo viljum við þakka fyrir kveðjur og gleðjur sem okkur hafa borist - og erum viss um að þið sýnið því skilning að við séum ekki búin að senda thank you note. þeir sem vilja berja erfingjann augum mega bara hafa samband - ef við svörum ekki þá er það ekki af því að við nennum ekki að tala við þig - við erum sennilega bara upptekin, reyndu aftur.
það eru allar líkur á því að uppfærslur hér verði færri næstu vikur en annars hefur verið. fjölmiðlastefna í málefnum þess eina sanna hefur ekki verið mótuð enn, fréttatilkynningar verða sendar hlutaðeigandi þegar að því kemur.
og svo bara gúggígúllígúúússímússímús.
maria // 1:17 e.h.
______________________
fimmtudagur, mars 15, 2007:
neibbs, hann er ekki kominn.
hins vegar er kominn tími á að sá sem á grey´s seríu 1, 2, og 3 á disk hafi samband því að alluc.org er RUSL og ég get ekki lagt álagið sem fylgir því að sjá ekki fleiri þætti á barnið. auk þess sem að dr. burke og dr. yang fóru í sinn fyrsta sleik í síðasta þætti sem við sáum og við erum fríkin spennt með framhaldið!!
eitt í þessu - ef dr. burke er alltaf í vinnunni - hvar fékk hann þá þessa upphandleggsvöðva og þennan brjóstkassa og þessa magavöðva? svona í ljósi þess að hann er skurðlæknir. just asking.
maria // 11:35 f.h.
______________________
mánudagur, mars 12, 2007:
3ji virðist (þrátt fyrir tilraunir haraldar) ætla að verða gríðarlega samstarfsfús. nú er allt klárt nema ein og hálf ritgerð. vinna, lögfræðiaðstoð og undirbúningur heimilisins (ss. endurskipulagning, svona til að koma hans dóti fyrir líka) fyrir komu krakkans er svo gott sem í höfn.
ef einhver hins vegar hefur mikinn áhuga á að skrifa 8 bls. á ensku um niðurstöðu áfrýjnunarnefndar wto í japanska bjórmálinu frá 1997 í ljósi 3. gr. gatt-samningsins þá er það verkefni á lausu. ég er að hamast (hugtök eins og hamast fá nýja merkingu þegar líkamsstarfsemi er bundin við meðgöngu. slugsast við er sennilega svona meira nærri lagi) við að klára verkefni um starfsemi samtaka flytjenda og framleiðanda hljómplatna. á einhvern stórkostlegan athyglisbrestaðan hátt hefur mér tekist að klúðra því verkefni og er eiginlega að byrja aftur.
ef ég kynni að setja inn skoðannakönnun um hvenær 3ji sinn muni láta sjá sig þá myndi ég gera það. það væri samt töff ef hann kæmi á morgun (of snemmt, en töff) þriðjudaginn þrettánda þriðja. kl. þrjú kannski. neih, segi bara svona.
maria // 2:13 e.h.
______________________
þriðjudagur, mars 06, 2007:
í höfundaréttartíma í dag fór að blæða úr vörinni á mér eins og skrúfað hefði verið frá krana. það blæddi stanslaust, sprautaðist eiginlega úr vörinni á mér í 10 mínútur, en svo hætti það bara. mjööööööööög undarlegt í alla staði.
hvað er annars málið með þessa greyið geir-umfjöllun kastljóssins? ekki að fíla þetta.
aðbúnaður fanga í bandaríkjunum er eitt en að maður þurfi að taka út refsingu í samræmi við réttarskipan í því landi sem hann fremur brotið er allt annað mál. og samanburður við hvaða dóm hann fengi á íslandi fyrir sama brot sýnir muninn á réttarkerfum íslands og bna, ekki að bna dómarinn hafi verið vondur við hann.
ég held að simmi sé að rugla saman aðal - og aukaatriðum í þessari umfjöllun sinni.
það er óneitanlega farið að styttast í að 3ji láti sjá sig. 2 dagar í settan dag. við vonum samt að hann haldi í sér þar til að ritgerðaskrifum og vinnurispu móðurinnar verðandi lýkur. verðum bara að vona að hann sé álíka stundvís og foreldrarnir....
maria // 10:31 e.h.
______________________