>

ævintýri...

mánudagur, janúar 29, 2007:

hér má finna lista sem getur komið sér vel fyrir þá sem eru að leita að nafni fyrir stráka sem eru ekki fæddir.

það er allavega búið að útiloka nokkur nöfn nú þegar.

er hilaríus ekki óheppilegt nafn ef við myndum búa í enskumælandi landi? eða bara þekkja e-n sem kann ensku?

dómvald býður uppá allskonar grín í grím geitskó ef hann veldi að fara í laganám eins og foreldrarnir. hins vegar vænlegt nafn fyrir héraðs- eða hæstaréttardómara.

gyrðir er heppilegast sem fyrra nafn, eða bara eitt. allavega ekki sem seinna nafn. gottskálk gyrðir ....hvern? aðeins of margir brandarar í boði þar.

svo verður passað uppá að ekki verði overkill í nafninu: nafnið júlíus ágúst hefur td. meira á móti sér en með.

já já nota bara útilokunaraðferðina, núna eru ekki nema nokkur hundruð nöfn eftir í pottinum!

maria // 5:04 e.h.
______________________

fimmtudagur, janúar 18, 2007:

fótboltaperlan er í sókninni fyrir konur.
hún gerir okkur svo stolt.

maria // 2:02 e.h.
______________________

miðvikudagur, janúar 10, 2007:

mont pelerin samtökin eru alþjóðleg samtök manna sem aðhyllast mikla hægrimennsku, vilja takmarka afskipti ríkisins sem allra allra mest og halda ráðstefnur árlega til þess að halda boðskapinum á lofti. svona í stuttu máli amk. íslendingar sem eru aðilar að samtökunum eru meðal annars frjálshyggju-orri og hannes hólmsteinn.
í bókinni matreiðslubók íslenska lýðveldisins eru raktar uppskriftir þeirra rétta sem bornir hafa verið á borð fyrir hina ýmsu erlendu gesti ríkisins. mér fannst hrikalega fyndið að sjá matseðilinn frá því þegar forsætisráðherrann bauð allri mont pelerlin ráðstefnunni sem haldin var á íslandi árið 2005 í mat í ráðherrabústaðinum. ég er nokkuð viss um að það hafi ekki verið rukkaður aðgöngueyrir við dyrnar. einhvertíma var rætt um hvaða hádegismatur væri ókeypis....
fyndið hvernig hugsjónir víkja oft fyrir smart boðskortum. líka hjá monturum.

maria // 3:32 e.h.
______________________

mánudagur, janúar 08, 2007:

við 3ji byrjuðum aftur í meðgöngujóga í dag.

á móti okkur tók ráðherra í stuttbuxum löðursveittur á hlaupabretti og tvær mjög rúmlega miðaldra í gegnsæjum leggings.

okkur finnst best að vera bara í stóru herbergi með fullt að öðrum konum og ófæddum krökkum og "anda með maganum til þess að næra barnið", leggja okkur í slökuninni og finnast við hrikalegir massar þegar við komum úr "ræktinni".

maria // 11:38 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!








--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjan



Archives