>

ævintýri...

fimmtudagur, ágúst 30, 2007:

ég þarf bara að skrifa þetta á internetið.
nú er kallað eftir mótvægisaðgerðum vegna skerðingar þorskkvótans. ráherrarnir hlaupa upp til handa og fóta og bæta vegi sem fáir fara og allt í einu líst öllum bara ágætlega á þessa olíuhreinsunarstöð, það er hvort eð er hægt að kaupa meiri mengunarkvóta handa útlensku fyrirtækjunum í útlöndum. við þökkum nottlega kærlega og hjartanlega fyrir að þeim þóknist að menga hjá okkur með því að veita ókeypis landpláss og svo gott sem ókeypis orku - það er ekki eins og þessi landsvirkjun þurfi að skila nokkrum arði. nú spyr ég - kannski eins og bjáni - en samt, var umhverfisvernd ekki stóra málið fyrir kosningar? ómar ragnarsson á bát og allir grænir, hvort sem það var til hægri eða vinstri. er það bara alveg orðið last síson eftir að ameríski hvítklæddi presturinn með aflitaða hárið fór að syngja og dansa einhverskonar hallærisafbrigði af stuðmannahoppinu með saving iceland hernum í sumar?
það hlýtur að vera hægt að hugsa aðeins út fyrir þennan hefðbundna stóriðjukassa og atvinnubótavegavinnu þegar kemur að mótvægisaðgerðum ríkisstjórarinnar. án þess að segja "taraaaaa", gera jazz-hands og láta konfetti rigna yfir sviðið, þá er ég með lausnina. H&M á ísafjörð. eða grindavík. eða breiðdalsvík. H&M á landsbyggðina. redda þeim landssvæði til að byggja megastore, gefa þeim afslátt af gjöldum (hell, fella þau jafnvel niður) og láta flutningsskipin sem koma með varninginn landa beint á staðinn. atvinnusköpun (og sérstaklega fyrir konur, eins og markmið mótvægisaðgerðanna er víst), uppbygging á landsbyggðinni og lægri neysluvísitala á landsvísu. hver skreppur ekki í helgarferð, eða bara dagsferð til ísafjarðar fyrir H&M??!!
össur og árni: ef þið viljið ræða þetta nánar þá erum við Víkingur alltaf reddí í löns. svo eigum við líka nokkrar hugmyndir í viðbót á lager.

maria // 1:34 f.h.
______________________

sunnudagur, ágúst 12, 2007:

þetta blogg er á hold. í bili.

maria // 11:28 e.h.
______________________

miðvikudagur, ágúst 01, 2007:

Þetta birtist á tíkinni 6. mars 2006.

Þann 12. janúar árið 2006 birtist grein á vefriti félags ungra frjálshyggjumanna. Þar hafði formaður félagsins orðið.
Í greininni útlistar formaðurinn skoðun sína á hversu óréttlætanlegar fóstureyðingar eru og að mjög fátt gefi konu afsökun til þess að eyða fóstri sem hún gengur með. Formaðurinn fjallar um mannlegar aðstæður sem hann segir ekki nokkra einustu afsökun fyrir eða réttlætingu á að kona fari í fóstureyðingu. Verðandi móðir þurfi einfaldlega að axla ábyrgð á því að hafa stundað kynlíf. Ef hún vill ekki eiga barnið þá getur hún bara gefið það til ættleiðingar. Áhugaverðasta röksemdafærsla formannsins verður þó að teljast umfjöllunin um konuna sem verður ófrísk eftir að hafa verið nauðgað. Formanninum þykir að sjálfsögðu miður að réttindi hennar séu skert og hefur samúð með henni – en aðstæðurnar engu að síður ekki réttlæta fóstureyðingu. Formaðurinn klykkir hins vegar út með því að lýsa þeirri skoðun sinni að hann geti fyrirgefið verðandi foreldrum að fara í fóstureyðingu ef líf móðurinnar er í hættu og fóstureyðing eina leiðin til þess að bjarga móðurinni.

Þann 2. mars árið 2006 birtist önnur grein á öðru íslensku vefriti. Þar er á ferðinni annar ungur maður, sem jafnframt er ritstjóri vefritsins.
Ritstjórinn gerir að umfjöllunarefni sínu nýtt lagafrumvarp sem lagt hefur verið fram í Suður-Dakóta fylki Bandaríkjanna og fagnar efni þess. Lagafrumvarpinu er ætlað að banna fóstureyðingar í fylkinu, nema í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu vegna meðgöngunnar. Ritstjórinn gerir sér grein fyrir því að ekki séu allir sammála honum að fagna beri efni slíks frumvarps (enda oft svo víðsýnir þessir ritstjórar) og vekur athygli á hvernig ábyrgð einstaklingsins á gjörðum sínum, líf barns og réttindi föður séu látin víkja fyrir rétti móður til friðhelgi einkalífs með heimildinni til fóstureyðinga. Að lokum vísar ritstjórinn í skrif formannsins um sama efni sem ritstjóranum þykja ágæt.

Ég stoppaði líka þegar ég var búin að lesa skrif foringjanna. Stoppaði og velti því fyrir mér hvort það væri ekki alveg örugglega árið 2006. Hvort að ungum frelsishyllandi mönnum í dag þætti töff að finnast mismunun bara ónóg í samfélaginu, eða hvort þeim finnist konur einfaldlega ekki starfinu vaxnar þegar kemur að því að taka ákvarðanir um þeirra eigið líf. Ef svo er, þá er frelsið aldeilis á undanhaldi þegar kemur að hugsjónum hinna ungu forystumanna. Svo getur verið að þeir hafi bara verið að djóka. Það væri nú alveg grillað grín. Alveg útúr flippað og kreisí.

Athugasemdir foringjanna um að aðstæður einstaklinga geti ekki réttlætt fóstureyðingar eru í fullkomu ósamræmi við málflutning þeirra um að konur axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum þegar þær fari í fóstureyðingu. Í vissum tilvikum er ekkert ábyrgðarfyllra en að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun um líf sitt og framhald þess. Ábyrgðarlaus voru hins vegar orð formannsins þar sem látið var að því liggja að það að gefa frá sér barn til ættleiðingar væri eins auðvelt og að gefa einhverjum sem væri kalt peysuna sína. Ábyrgðarleysi er það að sýna ónotalegt viðhorf í garð þeirra sem hefur verið nauðgað og að formaðurinn skuli láta sér detta í hug að jafna frumubreytingu sem verður til við nauðgun við frumubreytingu sem verður til með kynlífi hlýtur að teljast í minnsta lagi hrópandi vafasamt.
Orðum fylgja nefnilega ábyrgð rétt eins og gjörðum.

Það er erfitt að gera ekki grín að fullyrðingum formannsins um að nauðgarinn yrði bara að axla sína ábyrgð á afurð nauðgunar sinnar og sjá fyrir barninu á allan hátt í framtíðinni. Hvílíkur lúxus að fá barnameðlag frá manninum sem nauðgaði þér í hverjum mánuði í 18 ár! Væri kannski gaman að deila forsjánni líka, búa í sama hverfi svo barnið njóti stöðugleika í uppvextinum og fara saman í foreldraviðtöl.
Svo frábærir svona nauðgarapabbar sem taka virkan þátt í lífi barna sinna. Og sinna framfærsluskyldunni eitthundrað prósent líka auðvitað!

Það sem mér þótti verst við lestur greinanna var sú undirliggjandi afstaða foringjanna tveggja til þess að konur bara kíkji í fóstureyðingu eins og það sé bara að skreppa í bíó. Þetta sé svona háttarlag sem ráðist bara af tímasetningunni og hvort maður eigi pening fyrir því.

Það er áhyggjuefni ef menn, sérstaklega þeir sem gefa sig út fyrir að berjast fyrir hugsjón sem snýst um að koma frelsi á hærri stall í samfélagi mannanna, vilja sjá takmarkanir á frelsi einstaklinga með vísan til réttinda fruma á hinum ýmsu þroskastigum! Það hlýtur að vera ástæða til þess að efast um að ritstjórinn átti sig á efnislegu inntaki hugtaka eins og mannréttindi og friðhelgi einkalífsins ef honum þykir bann við fóstureyðingum hæfilega langt gengið í lögbundinni frelsisskerðingu þegnanna. Það getur bara ekki annað verið.

maria // 10:13 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!
--> Dömur

halla


dilja


edda


sigga


sigrún


jóhanna


rannveig


magga dk


vala og hennar krú


halldóra steinsdóttir


kvenfelagid


valborg


helga bb


magga


mengunn


særún maría


sukk-systur


katrin


thorlaug


jóhanna kristín


dvergurinn


freyja fönn bjútíkvín


marta


sigrun bjork


svana og co.


nafna mín


inga dóra


vala be


sandra


barbara


Þórdís draumadís


Emma Dögg

--> Herrar
Daníel Ingvar sætakrútt

Rognvaldur Þor krúttuhali

Fannar Smári frændi sinn

Ásmundur Múli vestfjarðakrútt

Róbert Alvar hvolpur

Óskar Óskar

Sölvi Freyr kinnakall

Sigurður Atli í Ameríku

æstistrumpur

bjarki baxter

snygging


meggi megg


italinn


ránfuglinn


snorri


arnór


bladamadurinn


haralds


valdi

--> Önnur ríki
zimsenbabwe


taddsikistan


laganemar í úglöndum


dallas

--> Daegrastytting
tikarlegt


a hverjum degi


líka á hverjum degi


deiglan


elsa


orator


sannleikurinn


breinded og gott


nyt


djoflaeyjanArchives